Enski boltinn

Man. Utd leitar til unga fólksins til að bæta stemninguna

Sindri Sverrisson skrifar
Miðað við að Old Trafford tekur 75.000 manns í sæti þykir stemningin þar stundum mega vera meiri og stuðningsmenn háværari.
Miðað við að Old Trafford tekur 75.000 manns í sæti þykir stemningin þar stundum mega vera meiri og stuðningsmenn háværari. VÍSIR/EPA

Forráðamenn Manchester United eru með áætlanir um það hvernig hægt sé að bæta stemninguna á Old Trafford og gera leikvanginn að þeim háværasta á Englandi.

Þetta segir enski miðillinn Mirror. Í frétt blaðsins segir að United-menn ætli sér að bæta stemninguna með því að fjölga ungu fólki á leikjum liðsins. Ákveðið hafi verið að á næstu leiktíð verði 1.000 ársmiðar sérstaklega ætlaðir fólki á aldrinum 16-25 ára. Miðarnir verði seldir á 285 pund, rúmlega 50.000 krónur, og séu fyrir sæti í Red Army-hluta Old Trafford þar sem háværustu stuðningsmennirnir eru jafnan.

Samkvæmt Mirror hefur sífellt færra ungt fólk mætt á leiki í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar. Hátt miðaverð er talið skipta lykilmáli í því sambandi.


Tengdar fréttir

Kane breytir Man. United í lið sem myndi berjast um titilinn

Alan McInally, sparkspekingur og fyrrum leikmaður m.a. Bayern Munchen, segir að Harry Kane gæti hjálpað liði Manchester United ansi mikið. Hann gæti létt álaginu á Marcus Rashford og hjálpað liðinu í baráttunni á toppnum.

Solskjær vonar að kærusturnar hjálpi til

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, lýsir því í samtali við heimasíðu félagsins hvernig gangi að þjálfa liðið á tímum kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×