Sættust á samráð vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 17:47 Vel fór á með Pompeo (t.v.) og Guðlaugi Þór þegar þeir hittust í Hörpu í fyrra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna urðu ásáttir um að undirbúa samráð á sérfræðingastigi vegna áhrifa ferðabanns Bandaríkjastjórnar og efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins þegar þeir ræddu saman í síma í dag. Bandaríski utanríkisráðherrann lofaði aðgerðum íslenskra stjórnvalda gegn faraldrinum. Tilefni símtals Guðlaugs Þórs Þórðarson, utanríkisráðherra, og Mikes Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var tímabundið bann sem Bandaríkjastjórn setti á ferðir ferðamanna af Schengen-svæðinu í síðustu viku. Guðlaugur Þór lagði áherslu á mikilvægi þess að viðhalda farþegaflugi á milli landanna tveggja með hliðsjón af sérstakri stöðu Íslands mitt á milli Evrópu og Norður-Ameríku, að því er segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins vegna símtalsins. Þá ræddu þeir mikilvægi þess að tekist yrði á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins, ekki síst fyrir millilandaflug. „Utanríkisráðherra undirstrikaði áhrifin á flug Icelandair vestur um haf og þörfina á því að huga að stöðu mála þegar heimsfaraldurinn er genginn yfir. Ráðherrarnir urðu ásáttir um að undirbúa samráð á sérfræðingastigi um þessi mál, hugsanlega í tengslum við efnahagssamráð ríkjanna í stærra samhengi,“ segir í tilkynningunni. Upphaflega ætluðu Guðlaugur Þór og Pompeo að funda í Washington-borg á fimmtudag. Sá fundur var blásinn af vegna ferðabannsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Tengdar fréttir Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna urðu ásáttir um að undirbúa samráð á sérfræðingastigi vegna áhrifa ferðabanns Bandaríkjastjórnar og efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins þegar þeir ræddu saman í síma í dag. Bandaríski utanríkisráðherrann lofaði aðgerðum íslenskra stjórnvalda gegn faraldrinum. Tilefni símtals Guðlaugs Þórs Þórðarson, utanríkisráðherra, og Mikes Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var tímabundið bann sem Bandaríkjastjórn setti á ferðir ferðamanna af Schengen-svæðinu í síðustu viku. Guðlaugur Þór lagði áherslu á mikilvægi þess að viðhalda farþegaflugi á milli landanna tveggja með hliðsjón af sérstakri stöðu Íslands mitt á milli Evrópu og Norður-Ameríku, að því er segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins vegna símtalsins. Þá ræddu þeir mikilvægi þess að tekist yrði á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins, ekki síst fyrir millilandaflug. „Utanríkisráðherra undirstrikaði áhrifin á flug Icelandair vestur um haf og þörfina á því að huga að stöðu mála þegar heimsfaraldurinn er genginn yfir. Ráðherrarnir urðu ásáttir um að undirbúa samráð á sérfræðingastigi um þessi mál, hugsanlega í tengslum við efnahagssamráð ríkjanna í stærra samhengi,“ segir í tilkynningunni. Upphaflega ætluðu Guðlaugur Þór og Pompeo að funda í Washington-borg á fimmtudag. Sá fundur var blásinn af vegna ferðabannsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Tengdar fréttir Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15
Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53