De Niro segir ástandið í New York minna á 9/11 Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 10:25 Robert De Niro segir ríkisstjórnina hafa þurft að bregðast fyrr við. Þó er hann ánægður með viðbrögð ríkisstjóra New York. Vísir/Getty Leikarinn Robert De Niro segir það óraunverulegt að sjá götur stórborga heimsins nánast tómar eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Ástandið minni hann á dagana eftir árásirnar á tvíburaturnanna þann 11. september 2001, nema þetta sé eitthvað sem fólk hafi hingað til aðeins séð í bíómyndum. „Þetta gerðist oft hratt,“ sagði leikarinn í samtali við CNN í gær. Hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina bregðast fyrr við, þar sem það hafi verið löngu ljóst í hvað stefndi. Ef gripið hefði verið til viðeigandi ráðstafana fyrr væri ástandið að öllum líkindum betra. Sjá einnig: Drónamyndband yfir New York í útgöngubanni New York er eitt þeirra ríkja sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. De Niro hrósaði Andrew Cuomo ríkisstjóra New York fyrir hans viðbrögð og sagði hann standa sig vel í baráttunni við faraldurinn. Það er ansi tómlegt á Times Square í New York um þessar mundir eftir að útgöngubann tók gildi.Vísir/getty „Andrew Cuomo er að standa sig frábærlega. Það er hressandi að heyra hann tala og sjá hann taka stjórnina sama hvað gerist.“ Alls hafa 706.779 einstaklingar greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Bandaríkjunum og hátt í 33 þúsund látist. Líkt og áður sagði er ástandið einna verst í New York-ríki þar sem tæplega 230 þúsund hafa greinst og um 13 þúsund látist. Útgöngubann er í gildi í New York og var það nýlega framlengt til 15. maí. Cuomo varaði íbúa við því að brjóta gegn fyrirmælum yfirvalda og sagði það auka hættuna á því að faraldurinn myndi versna til muna. „Hvað gerist eftir það veit ég ekki. Við þurfum að bíða og sjá hvað tölfræðin segir,“ sagði Cuomo þegar tilkynnt var um framlengingu útgöngubannsins. „Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft stjórn á veirunni. Við getum stýrt útbreiðslunni.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Leikarinn Robert De Niro segir það óraunverulegt að sjá götur stórborga heimsins nánast tómar eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Ástandið minni hann á dagana eftir árásirnar á tvíburaturnanna þann 11. september 2001, nema þetta sé eitthvað sem fólk hafi hingað til aðeins séð í bíómyndum. „Þetta gerðist oft hratt,“ sagði leikarinn í samtali við CNN í gær. Hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina bregðast fyrr við, þar sem það hafi verið löngu ljóst í hvað stefndi. Ef gripið hefði verið til viðeigandi ráðstafana fyrr væri ástandið að öllum líkindum betra. Sjá einnig: Drónamyndband yfir New York í útgöngubanni New York er eitt þeirra ríkja sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. De Niro hrósaði Andrew Cuomo ríkisstjóra New York fyrir hans viðbrögð og sagði hann standa sig vel í baráttunni við faraldurinn. Það er ansi tómlegt á Times Square í New York um þessar mundir eftir að útgöngubann tók gildi.Vísir/getty „Andrew Cuomo er að standa sig frábærlega. Það er hressandi að heyra hann tala og sjá hann taka stjórnina sama hvað gerist.“ Alls hafa 706.779 einstaklingar greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Bandaríkjunum og hátt í 33 þúsund látist. Líkt og áður sagði er ástandið einna verst í New York-ríki þar sem tæplega 230 þúsund hafa greinst og um 13 þúsund látist. Útgöngubann er í gildi í New York og var það nýlega framlengt til 15. maí. Cuomo varaði íbúa við því að brjóta gegn fyrirmælum yfirvalda og sagði það auka hættuna á því að faraldurinn myndi versna til muna. „Hvað gerist eftir það veit ég ekki. Við þurfum að bíða og sjá hvað tölfræðin segir,“ sagði Cuomo þegar tilkynnt var um framlengingu útgöngubannsins. „Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft stjórn á veirunni. Við getum stýrt útbreiðslunni.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00
Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40