Enski boltinn

Forseti UEFA segir að Liverpool eigi ekki að verða meistari nema ef tímabilið verði klárað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold og félagar í Liverpool verða að tryggja sér titilinn inn á vellinum.
Trent Alexander-Arnold og félagar í Liverpool verða að tryggja sér titilinn inn á vellinum. Getty/Charlotte Wilson

Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, er harður á því að Liverpool eigi ekki að fá Englandsmeistaratitil afhentan fari allt á versta veg og tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni verður aflýst.

Það er búið að fresta öllum leikjum til 4. apríl en þegar orðið ljóst að sá tími mun lengjast.

Enska úrvalsdeildin fundar á morgun um framhaldið hjá sér og þá kemur betur í ljós hver næstu skrefin verða.

Liverpool er með 25 stiga forystu á toppnum og vantar bara sex stig til að tryggja sér fyrsta Englandsmeistaratitlinum í þrjá áratugi.

Sumir hafa viljað að Liverpool fái titilinn afhentan þó að það séu 92 leiki óspilaðir á tímabilinu. Forseti UEFA er ekki á því.

„Ég hef bæði séð og heyrt falskar fréttir um að UEFA ætli að ráðleggja deildum að klára deildir sínar núna og lýsa því yfir að liðið númer eitt sé meistari. Ég get sagt ykkur það að það er ekki rétt,“ sagði Aleksander Ceferin.

„Okkar markmið er að klára deildirnar og við höfum ekki ráðlagt neinni deild að loka tímabilinu hjá sér,“ sagði Ceferin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×