Arnar Péturs og faðir hans bera sig vel með kórónuveiruna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 16:18 Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hrósar framlínunni í almannavörnum í hástert. Vísir/Bára Dröfn Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, er greindur með covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Arnar greinir frá þessu á Facebook og segir að bæði honum og föður hans, sem sömuleiðis er með sjúkdóminn, heilsist vel. Aðrir í fjölskyldunni séu veirulausir en í sóttkví. Arnar og faðir hans eru tveir af 250 sem hafa verið greindir með veiruna. Hann segist munu verða í einangrun heima hjá sér út mars. Feðgarnir hafa það fínt „Ég hef það fínt og er það heppinn að veiran fer ágætlega með mig. Ég finn þannig séð ekki fyrir neinu og sinni vinnu hér heima eins og hægt er.“ Arnar segist hafa orðið var við ótta í sínu nærsamfélagi. Það skilji hann vel. „Það er afar eðlilegt að við óttumst ástandið og afleiðingar þess en eftir að hafa fylgst með framvarðarsveitinni í töluverðan tíma á daglegum fundum, og nú fengið að kynnast fólkinu á bak við tjöldin, er ég mikið rólegri.“ Það hreinilega rigni yfir hann símtölum frá þessu fólki. „Ég er búinn að fá símtöl frá þremur læknum, þremur hjúkrunarfræðingum og tveimur lögreglumönnum ásamt því að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við rakningateymið. Vissulega eru þau að kanna stöðuna á mér heilsufarslega en aðallega eru þau að reyna að rekja smitleiðir og koma í veg fyrir að smit berist áfram. Það er hersveit af sérfræðingum að reyna að finna út úr því hvar ég hafi smitast og það er hersveit að vinna í því að smitið berist ekki áfram m.a.með því að setja mig í einangrun, og þá sem ég hef verið í samskiptum við á ákveðnum tíma í sóttkví.“ Trúir að fljótlega birti til Arnar lýsir teyminu sem ótrúlega öflugu sem vinni af þvílíkri fagmennsku og einurð. „Það er ekki þannig að einhver sem hitti einhvern sem hitti mig í seinustu viku þurfi að hætta sinni daglegu rútínu og fara í sóttkví. Það er ekki þannig að vinir vina minna þurfi að hætta að umgangast vini sína sem hittu mig. Foreldrar barna sem eru vinir barna vina minna, hvort sem vinir mínir eru í sóttkví eða ekki, þurfa ekki að grípa til neinna annarra ráðstafana en mælt er með hér, sem eru þær sömu og allir aðrir eiga að fylgja - https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit.“ Teymið á bak við tjöldin sjái um þetta og setji þá í sóttkví sem það telji þurfa í sóttkví, aðra ekki. „Höldum áfram að fara varlega og förum eftir ráðleggingum sérfræðinganna og hlustum á það sem frá þeim kemur. Ég trúi að þá birti fljótlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, er greindur með covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Arnar greinir frá þessu á Facebook og segir að bæði honum og föður hans, sem sömuleiðis er með sjúkdóminn, heilsist vel. Aðrir í fjölskyldunni séu veirulausir en í sóttkví. Arnar og faðir hans eru tveir af 250 sem hafa verið greindir með veiruna. Hann segist munu verða í einangrun heima hjá sér út mars. Feðgarnir hafa það fínt „Ég hef það fínt og er það heppinn að veiran fer ágætlega með mig. Ég finn þannig séð ekki fyrir neinu og sinni vinnu hér heima eins og hægt er.“ Arnar segist hafa orðið var við ótta í sínu nærsamfélagi. Það skilji hann vel. „Það er afar eðlilegt að við óttumst ástandið og afleiðingar þess en eftir að hafa fylgst með framvarðarsveitinni í töluverðan tíma á daglegum fundum, og nú fengið að kynnast fólkinu á bak við tjöldin, er ég mikið rólegri.“ Það hreinilega rigni yfir hann símtölum frá þessu fólki. „Ég er búinn að fá símtöl frá þremur læknum, þremur hjúkrunarfræðingum og tveimur lögreglumönnum ásamt því að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við rakningateymið. Vissulega eru þau að kanna stöðuna á mér heilsufarslega en aðallega eru þau að reyna að rekja smitleiðir og koma í veg fyrir að smit berist áfram. Það er hersveit af sérfræðingum að reyna að finna út úr því hvar ég hafi smitast og það er hersveit að vinna í því að smitið berist ekki áfram m.a.með því að setja mig í einangrun, og þá sem ég hef verið í samskiptum við á ákveðnum tíma í sóttkví.“ Trúir að fljótlega birti til Arnar lýsir teyminu sem ótrúlega öflugu sem vinni af þvílíkri fagmennsku og einurð. „Það er ekki þannig að einhver sem hitti einhvern sem hitti mig í seinustu viku þurfi að hætta sinni daglegu rútínu og fara í sóttkví. Það er ekki þannig að vinir vina minna þurfi að hætta að umgangast vini sína sem hittu mig. Foreldrar barna sem eru vinir barna vina minna, hvort sem vinir mínir eru í sóttkví eða ekki, þurfa ekki að grípa til neinna annarra ráðstafana en mælt er með hér, sem eru þær sömu og allir aðrir eiga að fylgja - https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit.“ Teymið á bak við tjöldin sjái um þetta og setji þá í sóttkví sem það telji þurfa í sóttkví, aðra ekki. „Höldum áfram að fara varlega og förum eftir ráðleggingum sérfræðinganna og hlustum á það sem frá þeim kemur. Ég trúi að þá birti fljótlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni