Enska úrvalsdeildin fundar í dag en rétta lausnin verður vandfundin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 09:00 Fær einhver að faðma Englandsbikarinn í sumar eins og Sergio Aguero hjá Manchester City hefur gert undanfarin tvö tímabil? Getty/Victoria Haydn Enska úrvalsdeildin hittist á fundi í dag þar sem fulltrúar félaganna tuttugu ræða saman um hvernig eigi að klára tímabilið sem er nú í frosti vegna kórónuveirunnar. Fróðir menn búast ekki við því að endanlega ákvarðanir verðir teknar í dag enda mikil óvissa enn fram undan. Það munu samt sem áður fara fram mikilvægar viðræður á milli félaganna og eflaust mörgum sviðsmyndum velt upp. Það verða líka margir með augun á þessum fundi og flestir meira en klárir að fá einhverjar handbærar fréttir um hvað tekur nú við. The Premier League is expected to reiterate its commitment to completing the season in Thursday's emergency board meeting.More: https://t.co/VxxeQkqDvA pic.twitter.com/lkfzdwQvy4— BBC Sport (@BBCSport) March 19, 2020 Öllum leikjum var frestað til 4. apríl en það er búist við því að við það bætist einhverjar fótboltalausar vikur. Breska ríkisstjórnin hefur sett á samkomubann og liðin geta ekki æft saman. Evrópumótið var fært yfir á næsta sumar sem skapaði svigrúm fyrir evrópsku deildirnar í júnímánuði. Eitt af því erfiðasta í þessu máli er að félögin eru ekki sammála um rétta lausn og þar kemur vissulega inn í að það væri misgott fyrir þau að enda tímabilið og mörgum þætti best bara að flauta tímabilið af. Premier League clubs expected to push for season to still be completed. Story: @david_conn https://t.co/DfSgutUcaN— Guardian sport (@guardian_sport) March 19, 2020 Það er þó ekki líkleg niðurstaða í dag eftir að Knattspyrnusamband Evrópu setti mikla pressu á það að deildirnar í Evrópu myndu enda tímabilið. Það þarf líka að ræða peningalegu hliðina á þessu öllu saman en sjónvarpsstöðvarnar gætu sem þeim sótt sér bætur verði tímabilið flautað af. Það er líka líklegt að þau lið sem myndu missa af möguleikanum á að komast upp og í alla peningana í ensku úrvalsdeildinni gætu líka heimtað bætur. Liðin í neðri deildunum eiga líka mörg bágt á þessum erfiðum tímum og pressa á ríku félögunum í Englandi að hjálpa til við að halda þessum félögum á floti á þessum erfiðu tímum. A number of options will be put to all 20 Premier League clubs during a conference call today — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 19, 2020 Það koma líka inn margir hlutir í tengslum við það að klára tímabil í júní eða júlí í staðinn fyrir að klára það í maí. Margir leikmannasamningar renna út í lok júní og þá opnar nýr félagsskiptagluggi í júníbyrjun. Ef engu er breytt þar þá gæti liðin farið að kaupa sér leikmenn fyrir lokasprettinn eða þá misst leikmenn sem væru orðnir samningslausir. Það er því mjög margt sem þarf að ræða á fundinum í dag en hvort við fáum einhverjar alvöru niðurstöður verður að koma í ljós. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti UEFA segir að Liverpool eigi ekki að verða meistari nema ef tímabilið verði klárað Liverpool getur nánast afskrifað það að fá enska meistaratitilinn á silfurfati ef restin af tímabilinu verði ekki spiluð. 18. mars 2020 16:00 Enska deildin á bak við luktar dyr og enginn leikur á sama tíma Enska úrvalsdeildin ákveður framhaldið á morgun en það hafa lekið út hugmyndir um lok tímabilsins og það er bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. 18. mars 2020 09:00 Framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins segir „markmið allra að klára tímabilið“ 18. mars 2020 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hittist á fundi í dag þar sem fulltrúar félaganna tuttugu ræða saman um hvernig eigi að klára tímabilið sem er nú í frosti vegna kórónuveirunnar. Fróðir menn búast ekki við því að endanlega ákvarðanir verðir teknar í dag enda mikil óvissa enn fram undan. Það munu samt sem áður fara fram mikilvægar viðræður á milli félaganna og eflaust mörgum sviðsmyndum velt upp. Það verða líka margir með augun á þessum fundi og flestir meira en klárir að fá einhverjar handbærar fréttir um hvað tekur nú við. The Premier League is expected to reiterate its commitment to completing the season in Thursday's emergency board meeting.More: https://t.co/VxxeQkqDvA pic.twitter.com/lkfzdwQvy4— BBC Sport (@BBCSport) March 19, 2020 Öllum leikjum var frestað til 4. apríl en það er búist við því að við það bætist einhverjar fótboltalausar vikur. Breska ríkisstjórnin hefur sett á samkomubann og liðin geta ekki æft saman. Evrópumótið var fært yfir á næsta sumar sem skapaði svigrúm fyrir evrópsku deildirnar í júnímánuði. Eitt af því erfiðasta í þessu máli er að félögin eru ekki sammála um rétta lausn og þar kemur vissulega inn í að það væri misgott fyrir þau að enda tímabilið og mörgum þætti best bara að flauta tímabilið af. Premier League clubs expected to push for season to still be completed. Story: @david_conn https://t.co/DfSgutUcaN— Guardian sport (@guardian_sport) March 19, 2020 Það er þó ekki líkleg niðurstaða í dag eftir að Knattspyrnusamband Evrópu setti mikla pressu á það að deildirnar í Evrópu myndu enda tímabilið. Það þarf líka að ræða peningalegu hliðina á þessu öllu saman en sjónvarpsstöðvarnar gætu sem þeim sótt sér bætur verði tímabilið flautað af. Það er líka líklegt að þau lið sem myndu missa af möguleikanum á að komast upp og í alla peningana í ensku úrvalsdeildinni gætu líka heimtað bætur. Liðin í neðri deildunum eiga líka mörg bágt á þessum erfiðum tímum og pressa á ríku félögunum í Englandi að hjálpa til við að halda þessum félögum á floti á þessum erfiðu tímum. A number of options will be put to all 20 Premier League clubs during a conference call today — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 19, 2020 Það koma líka inn margir hlutir í tengslum við það að klára tímabil í júní eða júlí í staðinn fyrir að klára það í maí. Margir leikmannasamningar renna út í lok júní og þá opnar nýr félagsskiptagluggi í júníbyrjun. Ef engu er breytt þar þá gæti liðin farið að kaupa sér leikmenn fyrir lokasprettinn eða þá misst leikmenn sem væru orðnir samningslausir. Það er því mjög margt sem þarf að ræða á fundinum í dag en hvort við fáum einhverjar alvöru niðurstöður verður að koma í ljós.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti UEFA segir að Liverpool eigi ekki að verða meistari nema ef tímabilið verði klárað Liverpool getur nánast afskrifað það að fá enska meistaratitilinn á silfurfati ef restin af tímabilinu verði ekki spiluð. 18. mars 2020 16:00 Enska deildin á bak við luktar dyr og enginn leikur á sama tíma Enska úrvalsdeildin ákveður framhaldið á morgun en það hafa lekið út hugmyndir um lok tímabilsins og það er bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. 18. mars 2020 09:00 Framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins segir „markmið allra að klára tímabilið“ 18. mars 2020 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Forseti UEFA segir að Liverpool eigi ekki að verða meistari nema ef tímabilið verði klárað Liverpool getur nánast afskrifað það að fá enska meistaratitilinn á silfurfati ef restin af tímabilinu verði ekki spiluð. 18. mars 2020 16:00
Enska deildin á bak við luktar dyr og enginn leikur á sama tíma Enska úrvalsdeildin ákveður framhaldið á morgun en það hafa lekið út hugmyndir um lok tímabilsins og það er bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. 18. mars 2020 09:00
Framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins segir „markmið allra að klára tímabilið“ 18. mars 2020 07:30