Það ætlar enginn að skilja Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2020 11:29 Björg kemur víða við í þættinum og telur hún meðal annars að Daði Freyr og Gagnamagnið hafi haft raunverulegan möguleika á því að vinna Eurovision. vísir/vilhelm Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á síðasta ári gekk Björg í gegnum skilnað við fyrrverandi eiginmann sinn York Underwood og segir hún þá lífsreynslu hafa verið erfiða. „Það er ekki gaman að skilja og ég er ekki fyrsta manneskjan til að segja það,“ segir Björg Magnúsdóttir og heldur áfram. „Það ætlar enginn að skilja og þú ert að halda á einhverju sem á ekki að brotna og þú ætlar ekki að láta það brotna og svo bara brotnar það, og það er stundum bara óhjákvæmilegt. Maður upplifir bara margskonar tilfinningar eins og vonbrigði, reiði, niðurlægingu, sorg og allt það. Ég er ekki að teikna mig upp sem eitthvað fórnarlamb, þetta er bara einn skilnaður. Maður er svona pínu með taugakerfið utan á sér og er að endurraða púslunum í sínu lífi. Það er einhverju kippt undan og maður þarf að pæla í hlutum eins og hver er ég? Hvað vil ég standa fyrir? Og hvernig ætla ég að raða þessu saman aftur? Svo ég geti verið sátt við líf mitt.“ Hún segist vera mjög þakklát fyrir hennar félagslega bakland. „Þeir sem koma manni í gegnum þetta eru vinir manns, fjölskylda og allt fólkið í kringum mann. Og ég er með mjög fínan sálfræðing og mér finnst að það eigi að vera jafn sjálfsagt að tala um það eins og að fara í líkamsrækt. Þú þarft stundum bara hjálp við að skilja sjálfan þig.“ Einnig var rætt um Eurovision-keppnina og hversu stór sú keppni sé í raun og veru. Þátturinn var tekinn upp í síðustu viku og var rætt um möguleika Daða Freys og Gagnamagnsins í keppninni, en svo var ákveðið í gær að aflýsa Eurovision og því er ljóst að Daði Freyr fer ekki langt í Eurovision í ár. Björg taldi aftur á móti að í ár væri raunverulegur möguleiki að Ísland gæti unnið keppnina í fyrsta sinn. Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrið á úrslitakvöldi Eurovision, um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira. Einkalífið Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Upplifði eins og ég væri að skemma mig og það væri ekki hægt að laga það Athafnakonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 12. mars 2020 10:57 Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15 Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á síðasta ári gekk Björg í gegnum skilnað við fyrrverandi eiginmann sinn York Underwood og segir hún þá lífsreynslu hafa verið erfiða. „Það er ekki gaman að skilja og ég er ekki fyrsta manneskjan til að segja það,“ segir Björg Magnúsdóttir og heldur áfram. „Það ætlar enginn að skilja og þú ert að halda á einhverju sem á ekki að brotna og þú ætlar ekki að láta það brotna og svo bara brotnar það, og það er stundum bara óhjákvæmilegt. Maður upplifir bara margskonar tilfinningar eins og vonbrigði, reiði, niðurlægingu, sorg og allt það. Ég er ekki að teikna mig upp sem eitthvað fórnarlamb, þetta er bara einn skilnaður. Maður er svona pínu með taugakerfið utan á sér og er að endurraða púslunum í sínu lífi. Það er einhverju kippt undan og maður þarf að pæla í hlutum eins og hver er ég? Hvað vil ég standa fyrir? Og hvernig ætla ég að raða þessu saman aftur? Svo ég geti verið sátt við líf mitt.“ Hún segist vera mjög þakklát fyrir hennar félagslega bakland. „Þeir sem koma manni í gegnum þetta eru vinir manns, fjölskylda og allt fólkið í kringum mann. Og ég er með mjög fínan sálfræðing og mér finnst að það eigi að vera jafn sjálfsagt að tala um það eins og að fara í líkamsrækt. Þú þarft stundum bara hjálp við að skilja sjálfan þig.“ Einnig var rætt um Eurovision-keppnina og hversu stór sú keppni sé í raun og veru. Þátturinn var tekinn upp í síðustu viku og var rætt um möguleika Daða Freys og Gagnamagnsins í keppninni, en svo var ákveðið í gær að aflýsa Eurovision og því er ljóst að Daði Freyr fer ekki langt í Eurovision í ár. Björg taldi aftur á móti að í ár væri raunverulegur möguleiki að Ísland gæti unnið keppnina í fyrsta sinn. Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrið á úrslitakvöldi Eurovision, um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira.
Einkalífið Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Upplifði eins og ég væri að skemma mig og það væri ekki hægt að laga það Athafnakonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 12. mars 2020 10:57 Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15 Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Upplifði eins og ég væri að skemma mig og það væri ekki hægt að laga það Athafnakonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 12. mars 2020 10:57
Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15
Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00