„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2020 18:36 Gjaldeyristekjur þjóðarinnar gætu lækkað um allt að fjórðung á þessu ári vegna samdráttar í ferðaþjónustu samkvæmt skýrslu KPMG um áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála . Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur kallað eftir sértækum aðgerðum stjórnvalda vegna stöðu greinarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor telur að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði ekki lögum um endurgreiðslu breytt. Hann segir sértækar aðgerðir stjórnvalda nauðsynlegar. „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt. Við erum að tala um framtíð íslensks hagkerfis. Það þyrfti að gera fyrirtækjum kleift að leggjast í dvala meðan aðgerðir vara. Það þyrfti að vera mögulegt að setja starfsfólk á fullar atvinnuleysisbætur. Það þyrfti að frysta lán til lengri tíma. Í einhverjum tilfellum þyrfti að styrkja fyrirtækin beint með greiðslum. Þá þyrfti að fara að fordæmi margra Evrópuþjóða um að ferþajónustufyrirtækjum verði gert leyfilegt að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneign,“ segir Ásberg. Ásberg segir að langflest fyrirtæki í greininni noti hlutabótaleiðina en eigi erfitt með að segja upp fólki. Það er engin á ferli við Hallgrímskirkjuna sem um árabil hefur verið einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins.Vísir/Egill „Fyrirtækin í greininni hafa ekki efni á að segja upp fólki því þá þarf að greiða uppsagnafrest og ef þau gera það þá eru þau orðin gjaldþrota“ segir hann. Hann segir að Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir afar íþyngjandi þar sem oft sé fyrirtækið sjálft búið að greiða fyrir þjónustu sem það fær ekki endurgreitt á móti. Mörg lönd hafi hins vegar breytt þessu. „Þess vegna hafa margar Evrópuþjóðir viðurkennt þetta vandamál að ljóst sé að ferðaskrifstofur geti ekki endurgreitt og hafa heimilað þeim að endurgreiða í formi inneignar.Það er alveg ljóst að ef fyrirtækin þurfa að endurgreiða samkvæmt reglugerðinni þá fara þau flest á hausinn,“ segir Ásberg. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi. 17. apríl 2020 18:35 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Gjaldeyristekjur þjóðarinnar gætu lækkað um allt að fjórðung á þessu ári vegna samdráttar í ferðaþjónustu samkvæmt skýrslu KPMG um áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála . Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur kallað eftir sértækum aðgerðum stjórnvalda vegna stöðu greinarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor telur að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði ekki lögum um endurgreiðslu breytt. Hann segir sértækar aðgerðir stjórnvalda nauðsynlegar. „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt. Við erum að tala um framtíð íslensks hagkerfis. Það þyrfti að gera fyrirtækjum kleift að leggjast í dvala meðan aðgerðir vara. Það þyrfti að vera mögulegt að setja starfsfólk á fullar atvinnuleysisbætur. Það þyrfti að frysta lán til lengri tíma. Í einhverjum tilfellum þyrfti að styrkja fyrirtækin beint með greiðslum. Þá þyrfti að fara að fordæmi margra Evrópuþjóða um að ferþajónustufyrirtækjum verði gert leyfilegt að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneign,“ segir Ásberg. Ásberg segir að langflest fyrirtæki í greininni noti hlutabótaleiðina en eigi erfitt með að segja upp fólki. Það er engin á ferli við Hallgrímskirkjuna sem um árabil hefur verið einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins.Vísir/Egill „Fyrirtækin í greininni hafa ekki efni á að segja upp fólki því þá þarf að greiða uppsagnafrest og ef þau gera það þá eru þau orðin gjaldþrota“ segir hann. Hann segir að Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir afar íþyngjandi þar sem oft sé fyrirtækið sjálft búið að greiða fyrir þjónustu sem það fær ekki endurgreitt á móti. Mörg lönd hafi hins vegar breytt þessu. „Þess vegna hafa margar Evrópuþjóðir viðurkennt þetta vandamál að ljóst sé að ferðaskrifstofur geti ekki endurgreitt og hafa heimilað þeim að endurgreiða í formi inneignar.Það er alveg ljóst að ef fyrirtækin þurfa að endurgreiða samkvæmt reglugerðinni þá fara þau flest á hausinn,“ segir Ásberg.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi. 17. apríl 2020 18:35 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02
Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi. 17. apríl 2020 18:35
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent