Róbert Daði Íslandsmeistari í eFótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2020 19:15 Róbert Daði, Fylki, varð í dag Íslandsmeistari í eFótbolta. Vísir/KSÍ Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki, varð í dag fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta eftir nokkuð öruggan 4-2 sigur á Aroni Þormari Lárussyni, einnig Fylki, í úrslitaleik keppninnar. Róbert Daði er vel að titlinum kominn en hann vann Tind Örvar Örvarsson, Elliða, samanlagt 7-0 í undanúrslitum áður en hann lagði Aron Þormar í úrslitum. Aron hafði lagt Leif Sævarsson, LFG, af velli í undanúrslitum, samanlagt 4-3. Þeir Róbert Daði og Aron Þormar eru liðsfélagar í Fylki og leika saman í tvíleiðaleik. Fyrir leik þeirra í dag var Aron Þormar talinn líklegri til afreka en hann er efstur Íslendinga á heimsleista FIFA. Leiknir voru tveir leikir í undanúrslitum og úrslitum. Eftir fyrri úrslitaleikinn var staðan 2-1 Aroni Þormari í vil en Róbert Daði kom til baka í síðari leiknum og vann öruggan 3-0 sigur. Alls tóku 50 manns þátt í mótinu sem fór af stað 1. apríl. Var þetta fyrsta Íslandsmótið í eFótbolta og var sýnt beint frá mótinu hér á Vísi. Ljóst er að mótið heppnaðist einkar vel og verður forvitnilegt að sjá hvernig íþróttin mun þróast á komandi misserum. Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki, er fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta!Hann bara sigurorð af Aroni Þormari Lárussyni, Fylki, í úrslitaleiknum, 4-2 samanlagt.Til hamingju Róbert Daði!#eFótbolti pic.twitter.com/qfe5SiiLvn— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 18, 2020 Rafíþróttir Fótbolti Tengdar fréttir Bein útsending: Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta Úrslitin á Íslandsmótinu í eFótbolta, þar sem keppt er í FIFA 20 tölvuleiknum, ráðast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 eSport. 18. apríl 2020 14:30 Ræðst í beinni hver er bestur á landinu í FIFA – „Ætlum að mætast í úrslitunum“ Það ræðst í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun hver er besti spilari landsins í FIFA 20 tölvuleiknum. Þá fara fram undanúrslit og úrslit. 17. apríl 2020 22:00 Hverjir fylgja Róberti í undanúrslit? Róbert Daði Sigurþórsson er nú þegar kominn í undanúrslit í eFótbolta en hverjir fylgja honum þangað? Beina útsendingu mótsins má finna hér í fréttinni. 9. apríl 2020 18:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti
Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki, varð í dag fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta eftir nokkuð öruggan 4-2 sigur á Aroni Þormari Lárussyni, einnig Fylki, í úrslitaleik keppninnar. Róbert Daði er vel að titlinum kominn en hann vann Tind Örvar Örvarsson, Elliða, samanlagt 7-0 í undanúrslitum áður en hann lagði Aron Þormar í úrslitum. Aron hafði lagt Leif Sævarsson, LFG, af velli í undanúrslitum, samanlagt 4-3. Þeir Róbert Daði og Aron Þormar eru liðsfélagar í Fylki og leika saman í tvíleiðaleik. Fyrir leik þeirra í dag var Aron Þormar talinn líklegri til afreka en hann er efstur Íslendinga á heimsleista FIFA. Leiknir voru tveir leikir í undanúrslitum og úrslitum. Eftir fyrri úrslitaleikinn var staðan 2-1 Aroni Þormari í vil en Róbert Daði kom til baka í síðari leiknum og vann öruggan 3-0 sigur. Alls tóku 50 manns þátt í mótinu sem fór af stað 1. apríl. Var þetta fyrsta Íslandsmótið í eFótbolta og var sýnt beint frá mótinu hér á Vísi. Ljóst er að mótið heppnaðist einkar vel og verður forvitnilegt að sjá hvernig íþróttin mun þróast á komandi misserum. Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki, er fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta!Hann bara sigurorð af Aroni Þormari Lárussyni, Fylki, í úrslitaleiknum, 4-2 samanlagt.Til hamingju Róbert Daði!#eFótbolti pic.twitter.com/qfe5SiiLvn— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 18, 2020
Rafíþróttir Fótbolti Tengdar fréttir Bein útsending: Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta Úrslitin á Íslandsmótinu í eFótbolta, þar sem keppt er í FIFA 20 tölvuleiknum, ráðast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 eSport. 18. apríl 2020 14:30 Ræðst í beinni hver er bestur á landinu í FIFA – „Ætlum að mætast í úrslitunum“ Það ræðst í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun hver er besti spilari landsins í FIFA 20 tölvuleiknum. Þá fara fram undanúrslit og úrslit. 17. apríl 2020 22:00 Hverjir fylgja Róberti í undanúrslit? Róbert Daði Sigurþórsson er nú þegar kominn í undanúrslit í eFótbolta en hverjir fylgja honum þangað? Beina útsendingu mótsins má finna hér í fréttinni. 9. apríl 2020 18:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti
Bein útsending: Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta Úrslitin á Íslandsmótinu í eFótbolta, þar sem keppt er í FIFA 20 tölvuleiknum, ráðast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 eSport. 18. apríl 2020 14:30
Ræðst í beinni hver er bestur á landinu í FIFA – „Ætlum að mætast í úrslitunum“ Það ræðst í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun hver er besti spilari landsins í FIFA 20 tölvuleiknum. Þá fara fram undanúrslit og úrslit. 17. apríl 2020 22:00
Hverjir fylgja Róberti í undanúrslit? Róbert Daði Sigurþórsson er nú þegar kominn í undanúrslit í eFótbolta en hverjir fylgja honum þangað? Beina útsendingu mótsins má finna hér í fréttinni. 9. apríl 2020 18:30