Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2020 13:54 Talið er að þúsundir eldra fólks, og þá sérstaklega þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, séu búnar að loka sig af vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. Sú tala uppfærist hægar en talan yfir þá sem eru með staðfest smit, meðal annars vegna þess að skráningin á öllum þeim Íslendingum sem koma núna að utan og þurfa þá að far beint í sóttkví tekur töluvert langan tíma. Þá eru líka fjölmörg dæmi um að sérstaklega eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í svokallaðri sjálfskipaðri sóttkví án þess að hafa fengið bein fyrirmæli um það frá yfirvöldum að fara í sóttkví. Fólk fer þá hvorki út úr húsi né hittir annað fólk til þess að forðast mögulegt smit. Eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdómar eru í sérstaklega mikilli hættu á að veikjast alvarlega fái þeir kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Víðir segist hugsa að dæmin um þetta telji í einhverjum þúsundum einstaklinga. Mikil hætta á að fólk einangrist „Við vitum náttúrulega ekki um þau öll en við erum bara alltaf að heyra af því að það er mjög mikið um þetta að eldra fólk, sem er með undirliggjandi sjúkdóma sérstaklega, það er bara búið að loka sig af. Við höfum einmitt verið að reyna að miðla til þeirra upplýsingum og að tengslanetið í kringum þau sé að hringja og nota Skype eða slíkt til að spjalla við þetta fólk því það er svo mikil hætta á að það einangrist,“ segir Víðir. Þá hefði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sagt af því að það væri mjög margt fólk í þessari stöðu. Hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta fólk myndi einangrast, ekki síst þeir sem væru ekki með sterkt tengslanet. „Við höfum verið að reyna að vekja athygli á því að kanna með frænkuna eða frændann sem er kannski ekki mikið samband við, bara að hringja og ganga svolítið á eftir því að bjóða fram aðstoðina þótt það sé ekki meira en að fara í búð og skilja pokann eftir við hurðina,“ segir Víðir og bætir við að þetta sé kynslóð sem sé hörð af sér. „Og hættan er að menn vilji ekki vera að trufla aðra og ekki vera að valda álagi og þar af leiðandi er svo mikil hætta á að menn séu ekki með allt sem þeir þurfa, vanti góðan mat og annað,“ segir hann. Fólk setji sig ekki í óþarfa hættu Þá kveðst Víðir aðspurður heyrt dæmi um fólk sem þarf sjálft ekki að fara í sóttkví en ákveður að fara í sóttkví með aðstandanda eða aðstandendum sem hafa verið útsettir fyrir smiti. Ýmsar ástæður geti verið fyrir því, til dæmis það að einstaklingurinn sem ekki þarf að fara í sóttkví líkt og aðrir í fjölskyldunni treysti sér ekki einfaldlega ekki til þess að vera einn. „Við erum alveg að heyra af svoleiðis aðstæðum, að fólki finnist öruggara að vera með sinni fjölskyldu í sóttkví þótt það sé ekki ástæða til þess. Þá er það bara að leita að jákvæðu öryggi. Við höfum heyrt nokkur svona dæmi,“ segir Víðir. Þessu verði að sýna skilning þótt yfirvöld mæli ekki með þessu og alls ekki fyrir fólk í áhættuhópum. „Við erum ekkert að mæla með þessu en við skiljum það alveg ef fólk er í þannig aðstöðu að það treysti sér ekki til að vera eitt einhvers staðar og vill frekar vera með sinni fjölskyldu. En við höfum líka þá bent á það að þá verður fólk aðeins að meta hvort það sé í áhættuhópi eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki að setja sig í óþarfa hættu,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. Sú tala uppfærist hægar en talan yfir þá sem eru með staðfest smit, meðal annars vegna þess að skráningin á öllum þeim Íslendingum sem koma núna að utan og þurfa þá að far beint í sóttkví tekur töluvert langan tíma. Þá eru líka fjölmörg dæmi um að sérstaklega eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í svokallaðri sjálfskipaðri sóttkví án þess að hafa fengið bein fyrirmæli um það frá yfirvöldum að fara í sóttkví. Fólk fer þá hvorki út úr húsi né hittir annað fólk til þess að forðast mögulegt smit. Eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdómar eru í sérstaklega mikilli hættu á að veikjast alvarlega fái þeir kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Víðir segist hugsa að dæmin um þetta telji í einhverjum þúsundum einstaklinga. Mikil hætta á að fólk einangrist „Við vitum náttúrulega ekki um þau öll en við erum bara alltaf að heyra af því að það er mjög mikið um þetta að eldra fólk, sem er með undirliggjandi sjúkdóma sérstaklega, það er bara búið að loka sig af. Við höfum einmitt verið að reyna að miðla til þeirra upplýsingum og að tengslanetið í kringum þau sé að hringja og nota Skype eða slíkt til að spjalla við þetta fólk því það er svo mikil hætta á að það einangrist,“ segir Víðir. Þá hefði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sagt af því að það væri mjög margt fólk í þessari stöðu. Hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta fólk myndi einangrast, ekki síst þeir sem væru ekki með sterkt tengslanet. „Við höfum verið að reyna að vekja athygli á því að kanna með frænkuna eða frændann sem er kannski ekki mikið samband við, bara að hringja og ganga svolítið á eftir því að bjóða fram aðstoðina þótt það sé ekki meira en að fara í búð og skilja pokann eftir við hurðina,“ segir Víðir og bætir við að þetta sé kynslóð sem sé hörð af sér. „Og hættan er að menn vilji ekki vera að trufla aðra og ekki vera að valda álagi og þar af leiðandi er svo mikil hætta á að menn séu ekki með allt sem þeir þurfa, vanti góðan mat og annað,“ segir hann. Fólk setji sig ekki í óþarfa hættu Þá kveðst Víðir aðspurður heyrt dæmi um fólk sem þarf sjálft ekki að fara í sóttkví en ákveður að fara í sóttkví með aðstandanda eða aðstandendum sem hafa verið útsettir fyrir smiti. Ýmsar ástæður geti verið fyrir því, til dæmis það að einstaklingurinn sem ekki þarf að fara í sóttkví líkt og aðrir í fjölskyldunni treysti sér ekki einfaldlega ekki til þess að vera einn. „Við erum alveg að heyra af svoleiðis aðstæðum, að fólki finnist öruggara að vera með sinni fjölskyldu í sóttkví þótt það sé ekki ástæða til þess. Þá er það bara að leita að jákvæðu öryggi. Við höfum heyrt nokkur svona dæmi,“ segir Víðir. Þessu verði að sýna skilning þótt yfirvöld mæli ekki með þessu og alls ekki fyrir fólk í áhættuhópum. „Við erum ekkert að mæla með þessu en við skiljum það alveg ef fólk er í þannig aðstöðu að það treysti sér ekki til að vera eitt einhvers staðar og vill frekar vera með sinni fjölskyldu. En við höfum líka þá bent á það að þá verður fólk aðeins að meta hvort það sé í áhættuhópi eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki að setja sig í óþarfa hættu,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira