Enski boltinn

Peter Whittingham látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Peter Whittingham lék 457 leiki og skoraði 96 mörk fyrir Cardiff á árunum 2007-17.
Peter Whittingham lék 457 leiki og skoraði 96 mörk fyrir Cardiff á árunum 2007-17. vísir/getty

Peter Whittingham, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, Cardiff City og fleiri liða á Englandi, lést í dag, 35 ára að aldri.

Whittingham hafði legið á spítala í öndunarvél frá 7. mars. Hann varð þá fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum eftir að hafa dottið niður stiga á bar þar sem hann var að horfa á leik Englands og Wales í ruðningi ásamt vinum sínum. Whittingham komst aldrei til meðvitundar eftir að hann var fluttur á spítalann í Cardiff.

Whittingham, sem var örvfættur miðjumaður, hóf ferilinn með Aston Villa og lék 66 leiki með liðinu áður en hann gekk í raðir Cardiff 2007.

Hann var í tíu ár hjá Cardiff þar sem hann lék lengi með landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og um tíma með Heiðari Helgusyni.

Whittingham er sjöundi leikjahæsti og níundi markahæsti leikmaður í sögu Cardiff. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina 2013. Whittingham lauk ferlinum með Blackburn Rovers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×