Átján manns hafa sótt um starf borgarritara sem auglýst var til umsóknar þann 14. febrúar. Viðkomandi á að fylla í skarð Stefáns Eiríkssonar sem var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum.
Meðal umsækjenda um starfið eru Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og útgefandi Fréttablaðsins, og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Þau sóttust einnig eftir starfi útvarpsstjóra.
Umsækjendur um starf borgarritara eru:
Artis Arturs Freimanis – Vélstjóri
Árdís Rut Hlífardótir – Framkvæmdastjóri
Birna Ágústsdóttir – Skrifstofustjóri
Elín Björg Ragnarsdóttir – Verkefnastjóri
Friðjón Már Guðjónsson – Bókhaldsfulltrúi
Guðbjörg Ómarsdóttir – Gæðastjóri
Gunnsteinn R. Ómarsson – Lánastjóri
Hans Benjamínsson – Aðstoðarmaður framkvæmdastjóra
Jón Þór Sturluson – Dósent
Jónas Skúlason – Skrifstofustjóri
Kristín Þorsteinsdóttir – MBA
Margrét Hallgrímsdóttir – Þjóðminjavörður
Óli Örn Eiríksson – Deildarstjóri
Ólöf Hildur Gísladóttir – Lögfræðingur
Salvör Sigríður Jónsdóttir – Félagsliði
Sólveig Dagmar Þórisdóttir – Framkvæmdastjóri
Steinunn Hólm Guðbjartsdóttir – Lögfræðingur
Þorsteinn Gunnarsson – Sveitarstjóri
Intellecta heldur utan um ráðningarferlið í samvinnu við hæfnisnefnd sem borgarráð skipaði. Hæfnisnefndina skipa Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem jafnframt er formaður, Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítalans og Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands.