Vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2020 19:24 Ríkislögreglustjóri vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar í þágu almannavarna. Reglugerð um endurgjaldslausa starfsskyldu samkvæmt lögum um almannavarnir var uppfærð í vikunni. Fyrr í vikunni birtist í stjórnartíðindum reglugerð þar sem meðal annars segir að á neyðarstigi almannavarna sé það borgaraleg skylda manna á aldrinum átján til sextíu og fimm ára að gegna, án endurgjalds, starfi hjálparliða almannavarna, samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Sjá einnig: Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Enginn má, samkvæmt reglugerðinni, tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna. Reglugerðin er þó ekki ný af nálinni heldur hefur ákvæði af þessum toga verið í gildi hér á landi í um fimmtíu ár. Tímasetningin er þó engin tilviljun. „Það er verið að uppfæra orðalag. Til dæmis er talað um í gömlu reglugerðinni orðalag eins og á hættustundu sem er kannski ekki samræmdur skilningur um á meðan við erum að vinna eftir neyðarstigi. Þannig okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það hugtak færi inn í reglurnar. Þá eru allir viðbragðsaðilar og allir með það á hreinu nákvæmlega hvað það þýðir, vel skilgreint og lögbundið. Þannig þetta er í rauninni lagfæring og uppfærsla,“ segir Sigríður. En er útlit fyrir að það muni þurfa að nýta þetta ákvæði? „Við vonum bara innilega að það komi ekki til þess. Hins vegar vildum við hafa alla okkar reglu- og lagaumgjörð í lagi,“ svarar Sigríður. En ef til þessa kæmi, hvernig störf eru það sem fólk yrði fengið til þess að gegna? „Ég á kannski erfitt með að tjá mig um það á þessu stigi en þú sérð svo sem í hvað stefnir. Það er náttúrlega búið að búa til bakvarðasveit fyrir heilbrigðiskerfið og við höfum náttúrlega verið mjög lánsöm að hafa björgunarsveitir á Íslandi sem hafa verið að starfa við hlið lögreglu þétt árum saman. Þarna er kannski sambærilegur grunnur og það.“ Spurð út í líkindin við það þegar fólk er kvatt til herþjónustu, líkt og þekkist í öðrum löndum, svarar Sigríður Björk: „Þetta er búið að vera eins og ég segi, í fimmtíu ár, þetta er uppfærsla á reglugerð sem fyrir var. Enginn hernaðartilgangur, ekkert slíkt.“ Almannavarnir Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Ríkislögreglustjóri vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar í þágu almannavarna. Reglugerð um endurgjaldslausa starfsskyldu samkvæmt lögum um almannavarnir var uppfærð í vikunni. Fyrr í vikunni birtist í stjórnartíðindum reglugerð þar sem meðal annars segir að á neyðarstigi almannavarna sé það borgaraleg skylda manna á aldrinum átján til sextíu og fimm ára að gegna, án endurgjalds, starfi hjálparliða almannavarna, samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Sjá einnig: Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Enginn má, samkvæmt reglugerðinni, tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna. Reglugerðin er þó ekki ný af nálinni heldur hefur ákvæði af þessum toga verið í gildi hér á landi í um fimmtíu ár. Tímasetningin er þó engin tilviljun. „Það er verið að uppfæra orðalag. Til dæmis er talað um í gömlu reglugerðinni orðalag eins og á hættustundu sem er kannski ekki samræmdur skilningur um á meðan við erum að vinna eftir neyðarstigi. Þannig okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það hugtak færi inn í reglurnar. Þá eru allir viðbragðsaðilar og allir með það á hreinu nákvæmlega hvað það þýðir, vel skilgreint og lögbundið. Þannig þetta er í rauninni lagfæring og uppfærsla,“ segir Sigríður. En er útlit fyrir að það muni þurfa að nýta þetta ákvæði? „Við vonum bara innilega að það komi ekki til þess. Hins vegar vildum við hafa alla okkar reglu- og lagaumgjörð í lagi,“ svarar Sigríður. En ef til þessa kæmi, hvernig störf eru það sem fólk yrði fengið til þess að gegna? „Ég á kannski erfitt með að tjá mig um það á þessu stigi en þú sérð svo sem í hvað stefnir. Það er náttúrlega búið að búa til bakvarðasveit fyrir heilbrigðiskerfið og við höfum náttúrlega verið mjög lánsöm að hafa björgunarsveitir á Íslandi sem hafa verið að starfa við hlið lögreglu þétt árum saman. Þarna er kannski sambærilegur grunnur og það.“ Spurð út í líkindin við það þegar fólk er kvatt til herþjónustu, líkt og þekkist í öðrum löndum, svarar Sigríður Björk: „Þetta er búið að vera eins og ég segi, í fimmtíu ár, þetta er uppfærsla á reglugerð sem fyrir var. Enginn hernaðartilgangur, ekkert slíkt.“
Almannavarnir Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira