Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirunnar og nú hefur verið ákveðið að taka Mónakókappaksturinn af dagskrá tímabilsins auk þess að fresta hollenska og spænska kappakstrinum.
Áður hafði verið ákveðið að fresta keppnum í Ástralíu, Barein, Víetnam og Kína vegna kórónuveirufaraldursins.
Samkvæmt FIA er áætlað að keppnistímabilið hefjist um leið og það er öruggt, eftir maí. Vonir standa til þess að hægt verði að keppa í Hollandi og á Spáni síðar á árinu en ekki var mögulegt að færa til Mónakókappaksturinn.