Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 14:35 Heilbrigðisstarfsmenn undirbúa sýnatökur í New Jersey. AP/Seth Wenig Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Þar að auki eru þrír til viðbótar veikir og þar af tveir alvarlega. Veikindin komu upp eftir matarboð fjölskyldunnar og var það sótt af fyrsta manninum sem dó vegna veirunnar í New Jersey. Hin 73 ára gamla Grace Fusco er dáin auk þriggja fullorðinna barna hennar. Nítján meðlimir fjölskyldunnar bíða nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum. Roseann Paradiso Fodera, einn meðlimur fjölskyldunnar ræddi við blaðamenn CNN í gær og sagði að um harmleik væri að ræða. Allir hefðu miklar áhyggjum af þeim sem væru smitaðir og hinum sem bíða í von og óvon eftir niðurstöðum úr skimunum. „Það bjóst enginn við því að ellefu barna fjölskylda myndi stráfalla á þennan hátt,“ sagði Fodera. "The second we start to grieve about one the phone rings and there's another person gone."@ChrisCuomo speaks with members of a New Jersey family who lost four relatives and have nearly 20 other relatives in quarantine because of the coronavirus. "We're just begging for help." pic.twitter.com/Va8TpbvBMH— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) March 20, 2020 Skimunin fór fram á laugardaginn og í gærkvöldi voru þau enn að bíða eftir niðurstöðum. Fjölskyldan kvartar yfir því að frægir aðilar og íþróttamenn virðist hafa forgang í rannsóknum. Samkvæmt tölum John Hopkins háskólans er búið að staðfesta rúmlega fjórtán þúsund tilfelli í Bandaríkjunum og 205 dauðsföll. Þar af einungis níu í New Jersey, þannig að tæplega helmingur þeirra sem hafa dáið þar koma úr einni fjölskyldu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Þar að auki eru þrír til viðbótar veikir og þar af tveir alvarlega. Veikindin komu upp eftir matarboð fjölskyldunnar og var það sótt af fyrsta manninum sem dó vegna veirunnar í New Jersey. Hin 73 ára gamla Grace Fusco er dáin auk þriggja fullorðinna barna hennar. Nítján meðlimir fjölskyldunnar bíða nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum. Roseann Paradiso Fodera, einn meðlimur fjölskyldunnar ræddi við blaðamenn CNN í gær og sagði að um harmleik væri að ræða. Allir hefðu miklar áhyggjum af þeim sem væru smitaðir og hinum sem bíða í von og óvon eftir niðurstöðum úr skimunum. „Það bjóst enginn við því að ellefu barna fjölskylda myndi stráfalla á þennan hátt,“ sagði Fodera. "The second we start to grieve about one the phone rings and there's another person gone."@ChrisCuomo speaks with members of a New Jersey family who lost four relatives and have nearly 20 other relatives in quarantine because of the coronavirus. "We're just begging for help." pic.twitter.com/Va8TpbvBMH— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) March 20, 2020 Skimunin fór fram á laugardaginn og í gærkvöldi voru þau enn að bíða eftir niðurstöðum. Fjölskyldan kvartar yfir því að frægir aðilar og íþróttamenn virðist hafa forgang í rannsóknum. Samkvæmt tölum John Hopkins háskólans er búið að staðfesta rúmlega fjórtán þúsund tilfelli í Bandaríkjunum og 205 dauðsföll. Þar af einungis níu í New Jersey, þannig að tæplega helmingur þeirra sem hafa dáið þar koma úr einni fjölskyldu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira