Fólk ýjaði að því að ég gerði ekki það sem væri barninu mínu fyrir bestu Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 22:00 Harpa Þorsteinsdóttir var illviðráðanleg og skoraði urmul marka fyrir Stjörnuna á sínum ferli. VÍSIR/BÁRA Harpa Þorsteinsdóttir hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril. Hún segir það hafa verið sér mjög erfitt þegar hún var gagnrýnd fyrir að spila fótbolta ólétt. Harpa vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, til að mynda árið 2016 þegar hún varð markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni. Síðustu vikur mótsins það ár lék hún ólétt og fékk fyrir það gagnrýni, jafnvel þó að slíkt sé algengt og fullkomlega óhætt fyrir fóstrið. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sagði til að mynda á þessum tíma að með því að spila setti Harpa andstæðinga sína í óeðlilega stöðu. „Það var svona með mest krefjandi tímabilum á mínum ferli, bæði að þurfa að svara fyrir eitthvað sem kom mér á óvart að þurfa að svara fyrir, og ég fékk einmitt alls konar skilaboð og skrýtin ummæli,“ sagði Harpa í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að neðan. „Maður er að ganga með barn og það er verið að ýja að því að maður sé ekki að gera það sem er því fyrir bestu. Mér finnst það eiginlega það versta í þessu. Þá þarf maður pínu að setja á sig einhverja aðra grímu og einhvern veginn tækla það með einhverjum brögðum sem ég hafði ekki þurft að nota fyrr. Auðvitað sárnaði manni þetta. Þetta var búið að vera frábært sumar fyrir mig, og mér fannst ég búinn að ganga í gegnum mikið. Ég fór í gegnum tæknifrjóvgun og var búin að leggja mikið á mig til að eignast þetta barn, og fólk var að ýja að því að ég væri ekki að gera það sem væri því fyrir bestu. Mig langaði að kalla að fólk hefði ekki hugmynd um hvað ég væri búin að ganga í gegnum,“ sagði Harpa. Hvað er hún að spá að eignast barn fyrir EM? „Sömuleiðis, þegar þetta kom upp þá var búið að ganga mjög vel í undankeppninni með landsliðinu og þá var fólk að segja: „Hvað er hún að spá að eignast þetta barn núna? Við eigum EM eftir.“ Og við búin að reyna að eignast barn í fjögur ár eða eitthvað. Þetta var alveg krefjandi og ég hugsaði einmitt til fræga fólksins í Hollywood þar sem allir hafa alltaf skoðanir á því sem þú gerir,“ sagði Harpa. Hún á nú von á öðru barni og hefur eins og fyrr segir ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún lét þau misgáfulegu ummæli sem hún mátti sitja undir á sínum tíma ekki á sig fá: „Einhvern veginn kemur yfir mann eitthvað æðruleysi. Það var frekar fólkið í kringum mann sem tók þessu eitthvað illa. Auðvitað ætlar fólk ekki að vera með einhver illindi, og ég fann það eftir á að það voru margir sem hlupu á sig. Þegar hann var svo fæddur fékk ég allt í einu rosa mikinn stuðning, frá mörgu af sama fólkinu sem þá var tilbúið að styðja við bakið á mér.“ Klippa: Harpa talar um gagnrýni fyrir að spila ólétt Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril. Hún segir það hafa verið sér mjög erfitt þegar hún var gagnrýnd fyrir að spila fótbolta ólétt. Harpa vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, til að mynda árið 2016 þegar hún varð markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni. Síðustu vikur mótsins það ár lék hún ólétt og fékk fyrir það gagnrýni, jafnvel þó að slíkt sé algengt og fullkomlega óhætt fyrir fóstrið. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sagði til að mynda á þessum tíma að með því að spila setti Harpa andstæðinga sína í óeðlilega stöðu. „Það var svona með mest krefjandi tímabilum á mínum ferli, bæði að þurfa að svara fyrir eitthvað sem kom mér á óvart að þurfa að svara fyrir, og ég fékk einmitt alls konar skilaboð og skrýtin ummæli,“ sagði Harpa í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að neðan. „Maður er að ganga með barn og það er verið að ýja að því að maður sé ekki að gera það sem er því fyrir bestu. Mér finnst það eiginlega það versta í þessu. Þá þarf maður pínu að setja á sig einhverja aðra grímu og einhvern veginn tækla það með einhverjum brögðum sem ég hafði ekki þurft að nota fyrr. Auðvitað sárnaði manni þetta. Þetta var búið að vera frábært sumar fyrir mig, og mér fannst ég búinn að ganga í gegnum mikið. Ég fór í gegnum tæknifrjóvgun og var búin að leggja mikið á mig til að eignast þetta barn, og fólk var að ýja að því að ég væri ekki að gera það sem væri því fyrir bestu. Mig langaði að kalla að fólk hefði ekki hugmynd um hvað ég væri búin að ganga í gegnum,“ sagði Harpa. Hvað er hún að spá að eignast barn fyrir EM? „Sömuleiðis, þegar þetta kom upp þá var búið að ganga mjög vel í undankeppninni með landsliðinu og þá var fólk að segja: „Hvað er hún að spá að eignast þetta barn núna? Við eigum EM eftir.“ Og við búin að reyna að eignast barn í fjögur ár eða eitthvað. Þetta var alveg krefjandi og ég hugsaði einmitt til fræga fólksins í Hollywood þar sem allir hafa alltaf skoðanir á því sem þú gerir,“ sagði Harpa. Hún á nú von á öðru barni og hefur eins og fyrr segir ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún lét þau misgáfulegu ummæli sem hún mátti sitja undir á sínum tíma ekki á sig fá: „Einhvern veginn kemur yfir mann eitthvað æðruleysi. Það var frekar fólkið í kringum mann sem tók þessu eitthvað illa. Auðvitað ætlar fólk ekki að vera með einhver illindi, og ég fann það eftir á að það voru margir sem hlupu á sig. Þegar hann var svo fæddur fékk ég allt í einu rosa mikinn stuðning, frá mörgu af sama fólkinu sem þá var tilbúið að styðja við bakið á mér.“ Klippa: Harpa talar um gagnrýni fyrir að spila ólétt
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55