Lokuðu ströndinni eftir að fjöldatakmarkanir voru ekki virtar Sylvía Hall skrifar 21. mars 2020 10:15 Frá Bondi Beach í gær. Mikill fjöldi fólks var samankominn á ströndinni þrátt fyrir tilmæli yfirvalda um takmarkanir á fjöldasamkomum. Vísir/Getty Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni. Heilbrigðisráðherra landsins hefur gagnrýnt hegðun fólksins og segir hana óásættanlega. Samkomubannið í Ástralíu nær til allra samkoma þar sem fimm hundruð eða fleiri koma saman utandyra og er hámarkið sett við hundrað manns innandyra. Fólk er hvatt til þess að halda eins og hálfs metra fjarlægð milli hvors annars og fari fólk gegn reglum samkomubannsins gæti lögregla verið kölluð til. Það varð raunin á Bondi Beach í gær þegar hundruð manna komu saman á ströndinni og ætluðu að nýta góða veðrið þann daginn. Ljóst var að fjöldinn fór yfir fimm hundruð og var því lögregla kölluð til og ströndinni lokað tímabundið. Bondi Beach empty, hill pretty packed #Bondi #bondibeach pic.twitter.com/TLIoDVnD7V— Kalifauna (@Kali_Austin) March 21, 2020 Greg Hunt, heilbrigðisráðherra landsins, sagði það bera vott um afneitun að sjá tugi fjölskyldna nota almenningssturtur og klósett á ströndinni þegar yfirvöld hefðu gefið það út að fólk ætti að forðast slíkar fjöldasamkomur. Hegðun þeirra væri óðásættanleg og kallaði hann eftir auknum aðgerðum af hálfu borgaryfirvalda á hverjum stað fyrir sig til þess að tryggja að fólk fylgdi fyrirmælum. Það væri lífsnauðsynlegt fyrir marga að fólk virti slík fyrirmæli. Forsætisráðherrann Scott Morrison kynnti frekari aðgerðir í gær til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Yfir þúsund hafa smitast og sjö látist af völdum sjúkdómsins í landinu. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heilsan batnar með hverjum degi sem líður Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson eru við góða heilsu og líður betur með degi hverjum. 19. mars 2020 23:35 Hafa enn ekki staðfest smit en grípa þó til aðgerða Yfirvöld Norður-Kóreu hafa meinað fólki sem ekki ber grímur að notast við almenningssamgöngur. 19. mars 2020 15:55 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni. Heilbrigðisráðherra landsins hefur gagnrýnt hegðun fólksins og segir hana óásættanlega. Samkomubannið í Ástralíu nær til allra samkoma þar sem fimm hundruð eða fleiri koma saman utandyra og er hámarkið sett við hundrað manns innandyra. Fólk er hvatt til þess að halda eins og hálfs metra fjarlægð milli hvors annars og fari fólk gegn reglum samkomubannsins gæti lögregla verið kölluð til. Það varð raunin á Bondi Beach í gær þegar hundruð manna komu saman á ströndinni og ætluðu að nýta góða veðrið þann daginn. Ljóst var að fjöldinn fór yfir fimm hundruð og var því lögregla kölluð til og ströndinni lokað tímabundið. Bondi Beach empty, hill pretty packed #Bondi #bondibeach pic.twitter.com/TLIoDVnD7V— Kalifauna (@Kali_Austin) March 21, 2020 Greg Hunt, heilbrigðisráðherra landsins, sagði það bera vott um afneitun að sjá tugi fjölskyldna nota almenningssturtur og klósett á ströndinni þegar yfirvöld hefðu gefið það út að fólk ætti að forðast slíkar fjöldasamkomur. Hegðun þeirra væri óðásættanleg og kallaði hann eftir auknum aðgerðum af hálfu borgaryfirvalda á hverjum stað fyrir sig til þess að tryggja að fólk fylgdi fyrirmælum. Það væri lífsnauðsynlegt fyrir marga að fólk virti slík fyrirmæli. Forsætisráðherrann Scott Morrison kynnti frekari aðgerðir í gær til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Yfir þúsund hafa smitast og sjö látist af völdum sjúkdómsins í landinu.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heilsan batnar með hverjum degi sem líður Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson eru við góða heilsu og líður betur með degi hverjum. 19. mars 2020 23:35 Hafa enn ekki staðfest smit en grípa þó til aðgerða Yfirvöld Norður-Kóreu hafa meinað fólki sem ekki ber grímur að notast við almenningssamgöngur. 19. mars 2020 15:55 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Heilsan batnar með hverjum degi sem líður Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson eru við góða heilsu og líður betur með degi hverjum. 19. mars 2020 23:35
Hafa enn ekki staðfest smit en grípa þó til aðgerða Yfirvöld Norður-Kóreu hafa meinað fólki sem ekki ber grímur að notast við almenningssamgöngur. 19. mars 2020 15:55