Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2020 14:44 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Alma Möller landlæknir og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldurs kórónuveiru verða kynntar nú um helgina, í dag eða á morgun. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Á meðal aðgerða sem nú er skoðað að beita er að minnka heildarfjölda þeirra sem koma mega saman. Núverandi samkomubann felur í sér að ekki mega fleiri en hundrað koma saman á hverjum tíma. Víðir sagði að þetta myndi koma til með að hafa mikil áhrif á til dæmis verslanir. Þá er einnig verið að kanna hvort fyrirskipa eigi lokanir hjá fyrirtækjum sem halda úti starfsemi þar sem nánd er mikil. Þetta er starfsemi á borð við rakarastofur, nuddstofur og snyrtistofur, þar sem nánd er meiri en þeir tveir metrar sem miðað er við að fólk hafi á milli sín samkvæmt núverandi tilmælum sóttvarnalæknis. Þá kemur einnig til greina að herða reglur um skólahald. Víðir tók þó sérstaklega fram að börn hafa ekki verið að smitast jafnmikið og fullorðnir, líkt og sjá megi af útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þar séu fullt af börnum í sóttkví og jafnvel með einkenni en almennt ekki með veiruna. Í því samhengi vilja almannavarnir tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái forgang í skólana fyrir börn sín. Alltof oft hafi það komið fyrir að heilbrigðisstarfsfólk komist ekki í vinnuna vegna barna sinna sem ekki hafa komist í skólann. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45 64 staðfest smit til viðbótar Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru orðin 473. 21. mars 2020 11:14 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldurs kórónuveiru verða kynntar nú um helgina, í dag eða á morgun. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Á meðal aðgerða sem nú er skoðað að beita er að minnka heildarfjölda þeirra sem koma mega saman. Núverandi samkomubann felur í sér að ekki mega fleiri en hundrað koma saman á hverjum tíma. Víðir sagði að þetta myndi koma til með að hafa mikil áhrif á til dæmis verslanir. Þá er einnig verið að kanna hvort fyrirskipa eigi lokanir hjá fyrirtækjum sem halda úti starfsemi þar sem nánd er mikil. Þetta er starfsemi á borð við rakarastofur, nuddstofur og snyrtistofur, þar sem nánd er meiri en þeir tveir metrar sem miðað er við að fólk hafi á milli sín samkvæmt núverandi tilmælum sóttvarnalæknis. Þá kemur einnig til greina að herða reglur um skólahald. Víðir tók þó sérstaklega fram að börn hafa ekki verið að smitast jafnmikið og fullorðnir, líkt og sjá megi af útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum. Þar séu fullt af börnum í sóttkví og jafnvel með einkenni en almennt ekki með veiruna. Í því samhengi vilja almannavarnir tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái forgang í skólana fyrir börn sín. Alltof oft hafi það komið fyrir að heilbrigðisstarfsfólk komist ekki í vinnuna vegna barna sinna sem ekki hafa komist í skólann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45 64 staðfest smit til viðbótar Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru orðin 473. 21. mars 2020 11:14 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. 21. mars 2020 14:15
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 21. mars 2020 13:45
64 staðfest smit til viðbótar Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru orðin 473. 21. mars 2020 11:14