Bað kærustunnar í Iceland-verslun eftir að draumaferðinni til Íslands var aflýst Sylvía Hall skrifar 21. mars 2020 15:03 Bónorðið sem átti að vera á Íslandi varð að veruleika í Iceland-verslun. Twitter/Iceland Hinn 58 ára gamli Robert Ormsby bar upp bónorð við kærustu sína Patsy Murdoch í miðri Iceland-verslun í Tonbridge í Bretlandi. Þó svo að staðsetningin komi mörgum spánskt fyrir sjónir á hún sér eðlilegar skýringar. Ormsby ætlaði nefnilega að biðja Murdoch á Íslandi. Þau höfðu skipulagt ferð hingað til lands og hafði hann áætlað að biðja hennar í Reykjavík. Ferðinni var þó aflýst á mánudag vegna kórónuveirufaraldursins sem skekur nú heimsbyggðina. „Það er gaman að maður geti glatt einhvern með því að gera eitthvað sem var fyndin lausn á því sem við misstum af,“ sagði Ormsby í samtali við BBC um bónorðið. Hann hafi ákveðið að plata Murdoch inn í Iceland-verslunina undir því yfirskyni að hann þyrfti að grípa eitthvað með á leiðinni í kvöldmat. Hann segir Murdoch fyrst hafa orðið örlítið vandræðalega en hún sagði að lokum já. Hún segist hafa grunað að hann myndi biðja hennar þetta kvöld, þar sem hann klæddi sig í jakkaföt fyrir kvöldverðinn, en bjóst við því að hann myndi gera það á veitingastaðnum. „Ég hugsaði með mér: Hvað viltu gera í Iceland? Ég áttaði mig ekki á því fyrst en svo for hann niður á annað hnéð,“ sagði Murdoch sem þótti atvikið afar fyndið. Hún hafi um leið farið að hlæja. Ormbsy starfaði áður hjá verslunarkeðjunni á níunda áratugnum en starfar nú sem hjúkrunarfræðingur. Hann segist vilja nota þá athygli sem fylgdi bónorðinu til þess að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem er unnið á sjúkrahúsum um allan heim um þessar mundir. Samkvæmt Twitter-færslu Iceland er þó útlit fyrir að draumurinn um Íslandsferð sé ekki allur, en verslunarkeðjan segist ætla bjóða þeim í brúðkaupsferð hingað. Congratulations to these two - they got engaged at our Tonbridge store this week He had planned to propose in Iceland but as their holiday was cancelled, he chose the next best thing Enjoy your honeymoon to Iceland on us #NewsWeNeed pic.twitter.com/gALIAS7L0G— Iceland Foods (@IcelandFoods) March 20, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Grín og gaman Íslandsvinir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Hinn 58 ára gamli Robert Ormsby bar upp bónorð við kærustu sína Patsy Murdoch í miðri Iceland-verslun í Tonbridge í Bretlandi. Þó svo að staðsetningin komi mörgum spánskt fyrir sjónir á hún sér eðlilegar skýringar. Ormsby ætlaði nefnilega að biðja Murdoch á Íslandi. Þau höfðu skipulagt ferð hingað til lands og hafði hann áætlað að biðja hennar í Reykjavík. Ferðinni var þó aflýst á mánudag vegna kórónuveirufaraldursins sem skekur nú heimsbyggðina. „Það er gaman að maður geti glatt einhvern með því að gera eitthvað sem var fyndin lausn á því sem við misstum af,“ sagði Ormsby í samtali við BBC um bónorðið. Hann hafi ákveðið að plata Murdoch inn í Iceland-verslunina undir því yfirskyni að hann þyrfti að grípa eitthvað með á leiðinni í kvöldmat. Hann segir Murdoch fyrst hafa orðið örlítið vandræðalega en hún sagði að lokum já. Hún segist hafa grunað að hann myndi biðja hennar þetta kvöld, þar sem hann klæddi sig í jakkaföt fyrir kvöldverðinn, en bjóst við því að hann myndi gera það á veitingastaðnum. „Ég hugsaði með mér: Hvað viltu gera í Iceland? Ég áttaði mig ekki á því fyrst en svo for hann niður á annað hnéð,“ sagði Murdoch sem þótti atvikið afar fyndið. Hún hafi um leið farið að hlæja. Ormbsy starfaði áður hjá verslunarkeðjunni á níunda áratugnum en starfar nú sem hjúkrunarfræðingur. Hann segist vilja nota þá athygli sem fylgdi bónorðinu til þess að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem er unnið á sjúkrahúsum um allan heim um þessar mundir. Samkvæmt Twitter-færslu Iceland er þó útlit fyrir að draumurinn um Íslandsferð sé ekki allur, en verslunarkeðjan segist ætla bjóða þeim í brúðkaupsferð hingað. Congratulations to these two - they got engaged at our Tonbridge store this week He had planned to propose in Iceland but as their holiday was cancelled, he chose the next best thing Enjoy your honeymoon to Iceland on us #NewsWeNeed pic.twitter.com/gALIAS7L0G— Iceland Foods (@IcelandFoods) March 20, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Grín og gaman Íslandsvinir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira