Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar vegna kórónuveiru klukkan 14.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sátu fyrir svörum á fundinum og fóru yfir stöðu mála með tilliti til kórónuveirunnar hér á landi.
Á fundinum var sérstaklega fjallað um íþróttastarf og fór Lárus L. Blöndal, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, yfir áskoranir og verkefni íþróttahreyfingarinnar vegna COVID-19.
Hægt er að nálgast upptöku af fundinum í spilaranum hér í fréttinni og þá má nálgast beina textalýsingu í vaktinni hér fyrir neðan.