Innlent

Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Stjórnvöld kynntu umfangsmiklar efnahagsaðgerðir í gær til að bregðast við þeirri erfiðu stöðu sem blasir við og á sér enga hliðstæðu. Enn ríkir mikil óvissa um hvað verður, til að mynda hvað varðar stöðu Icelandair og hvernig mun ganga að halda vaxandi atvinnuleysi í skefjum svo fátt eitt sé nefnt. Rýnt verður í aðgerðirnar sem stjórnvöld kynntu í gær í þjóðmalaþættinum Víglínunni á Stöð 2 þar sem Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður ræðir við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Þá verður Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóri Center hótela, einnig gestur þáttarins en ljóst er að ferðaþjónustan er ein af þeim atvinnugreinum sem munu taka hvað mestan skell í þessu óvenjulega árferði sem kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur haft í för með sér.

Víglínan hefst klukkan 17:40 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×