Ný smit ekki verið færri frá því faraldurinn toppaði í Suður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 10:46 Íbúasamtök í Seúl hafa tekið að sér að sótthreinsa ýmsa staði eins og almenningsgarða í nágrenni þeirra til að hjálpa til við að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. AP/Lee Jin-man Tilkynnt var um 63 ný kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn í Suður-Kóreu í dag og hafa tilfellin ekki verið færri frá því að faraldurinn náði hámarki sínu þar fyrir um fjórum vikum. Þarlend heilbrigðisyfirvöld vara þó við því að ærið verk sé enn fyrir höndum í glímunni gegn honum. Utan Kína hefur Suður-Kórea orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum af Asíulöndum. Tæplega níu þúsund manns hafa nú smitast og 111 látið lífi af völdum COVID-19-sjúkdómsins þar. Fækkun nýrra smita vekur vonir um að faraldurinn gæti nú verið í rénun. Jafnvel er talað um að hægt verði að opna skóla aftur eftir tvær vikur. Yfirvöld vara þó við því að fagnað sé of snemma. Faraldurinn hefur þegar gengið í gegnum tvær bylgjur í landinu og óttast er að innflutt smit geti valdið þriðji bylgju nýrra smita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að bregðast við því hertu stjórnvöld reglur um komur fólks til landsins á fimmtudag. Bæði innfæddir og útlendingar þurfa að fara í gegnun skimun við komuna til landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Ætla stjórnvöld að setja upp tuttugu skimunarklefa á Incheon-alþjóðaflugvellinum svo að hægt sé að prófa alla þá sem koma með flugi frá Evrópu hraðar. Beðið er niðurstaðna úr sýnatökum úr 152 einstaklinga sem komu til landsins með einkenni veirunnar. Gæti verið kominn tími til að koma upp hjarðónæmi Aðgerðir innanlands voru hertar um helgina til að tryggja að smitum fjölgi ekki aftur. Þá báðu stjórnvöld fólk um að halda sig frá stöðum þar sem margir koma saman eins og kirkjum, kareókístöðum, næturklúbbum og líkamsræktarstöðvum. Tilmæli voru einnig send trúarleiðtogum um að mæla hita allra sem koma á samkomur og að halda þeim aðskildum. Seinni bylgja faraldursins í Suður-Kóreu var rakin til trúarhóps. Fjöldi kirkna gæti verið sóttur til saka fyrir að brjóta gegn tilmælum stjórnvalda sem var ætlað að hefta útbreiðslu faraldursins. Suður-Kórea hefur hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þar eru tekin sýni úr um 20.000 manns á dag sem er hærra hlutfall íbúa en í nokkru öðru ríki. Net rannsóknastofa, bæði á vegum þess opinber og einkafyrirtækja, halda saman úti stöðvum þar sem fólk getur komið í bílalúgu til skimunar fyrir veirunni. Oh Myoung-don, yfirmaður heilbrigðisnefndar Suður-Kóreu, óttast að smitum gæti fjölgað á ný þegar skólar verða opnaðir eða þegar vetrar. Mögulega sé komið að því að leyfa hluta þjóðarinnar að veikjast til að byggja upp hjarðónæmi. Í því sé fólgin hætta en nú sé tíminn til að ræða það og vara almenning við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34 Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Fleiri fréttir „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Sjá meira
Tilkynnt var um 63 ný kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn í Suður-Kóreu í dag og hafa tilfellin ekki verið færri frá því að faraldurinn náði hámarki sínu þar fyrir um fjórum vikum. Þarlend heilbrigðisyfirvöld vara þó við því að ærið verk sé enn fyrir höndum í glímunni gegn honum. Utan Kína hefur Suður-Kórea orðið verst úti í kórónuveirufaraldrinum af Asíulöndum. Tæplega níu þúsund manns hafa nú smitast og 111 látið lífi af völdum COVID-19-sjúkdómsins þar. Fækkun nýrra smita vekur vonir um að faraldurinn gæti nú verið í rénun. Jafnvel er talað um að hægt verði að opna skóla aftur eftir tvær vikur. Yfirvöld vara þó við því að fagnað sé of snemma. Faraldurinn hefur þegar gengið í gegnum tvær bylgjur í landinu og óttast er að innflutt smit geti valdið þriðji bylgju nýrra smita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að bregðast við því hertu stjórnvöld reglur um komur fólks til landsins á fimmtudag. Bæði innfæddir og útlendingar þurfa að fara í gegnun skimun við komuna til landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Ætla stjórnvöld að setja upp tuttugu skimunarklefa á Incheon-alþjóðaflugvellinum svo að hægt sé að prófa alla þá sem koma með flugi frá Evrópu hraðar. Beðið er niðurstaðna úr sýnatökum úr 152 einstaklinga sem komu til landsins með einkenni veirunnar. Gæti verið kominn tími til að koma upp hjarðónæmi Aðgerðir innanlands voru hertar um helgina til að tryggja að smitum fjölgi ekki aftur. Þá báðu stjórnvöld fólk um að halda sig frá stöðum þar sem margir koma saman eins og kirkjum, kareókístöðum, næturklúbbum og líkamsræktarstöðvum. Tilmæli voru einnig send trúarleiðtogum um að mæla hita allra sem koma á samkomur og að halda þeim aðskildum. Seinni bylgja faraldursins í Suður-Kóreu var rakin til trúarhóps. Fjöldi kirkna gæti verið sóttur til saka fyrir að brjóta gegn tilmælum stjórnvalda sem var ætlað að hefta útbreiðslu faraldursins. Suður-Kórea hefur hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þar eru tekin sýni úr um 20.000 manns á dag sem er hærra hlutfall íbúa en í nokkru öðru ríki. Net rannsóknastofa, bæði á vegum þess opinber og einkafyrirtækja, halda saman úti stöðvum þar sem fólk getur komið í bílalúgu til skimunar fyrir veirunni. Oh Myoung-don, yfirmaður heilbrigðisnefndar Suður-Kóreu, óttast að smitum gæti fjölgað á ný þegar skólar verða opnaðir eða þegar vetrar. Mögulega sé komið að því að leyfa hluta þjóðarinnar að veikjast til að byggja upp hjarðónæmi. Í því sé fólgin hætta en nú sé tíminn til að ræða það og vara almenning við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34 Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Fleiri fréttir „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Sjá meira
Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34
Fjöldi smitaðra í Suður-Kóreu tekur stökk Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru hátt í þrjú þúsund. 29. febrúar 2020 06:38
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent