Læknar ósáttir við að vera „fallbyssufóður“ Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 11:47 Sjúkrahús á Bretlandi hafa glímt við skort á nauðsynlegum búnaði til að glíma við kórónuveirufaraldurinn og telur starfsfólk sig í hættu vegna þess. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld hafa ræst út herinn til að flytja hlífðarbúnað á sjúkrahús sem sárvantar sums staðar í dag. Læknar í framlínu kórónuveirufaraldursins hafa lýst óánægju með að þeir séu gerðir að „fallbyssufóðri“ því að sjúkrahúsin skorti nauðsynlegan búnað til að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við faraldrinum. Heilbrigðisstarfsfólk hefur kvartað undan því að það skorti hlífðarbúnað og að það upplifi sig ekki óhult í vinnunni. Fleiri en sex þúsund læknar skrifuðu Johnson opið bréf þar sem þeir sögðu að þeir væru beðnir um að hætta lífi sínu með grímum sem væru útrunnar og skorti á búnaði. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, viðurkenndi að vandamál hafi verið til staðar en nú væri brugðist við af krafti. Hermenn muni flytja búnað og vistir til heilbrigðisstarfsmanna í allan dag og fram á nótt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er eins og stríðsátak, þetta er stríð gegn þessari veiru þannig að herinn hefur verið ótrúlega nytsamlegur í flutningum svo við getum fengið birgðir til að verja fólkið í framlínunni,“ segir Hancock. Heilbrigðisyfirvöld segjast hafa skilgreint um eina og hálfa milljón manna í áhættuhóp og nú sé unnið að því að hafa samband við fólkið. Það verði hvatt til þess að halda sig heima í tólf vikur. Þar á meðal eru krabbameinssjúklingar, fólk með öndunarfæravandamál og líffæraþegar. Átján ára gamalt ungmenni með undirliggjandi veikindi er á meðal 281 dauðsfalla á Bretlandi í faraldrinum. Margir Bretar lögðu leið sína í almenningsgarða eins og Primrose Hill í Lundúnum um helgina þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda um að fólk héldi sig heima til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/Getty Útgöngubann mögulegt haldi fólk áfram að hunsa tilmæli Misbrestur hefur orðið á því að landsmenn allir taki mark á tilmælum stjórnvalda um að fólk haldi sig heima og halda sig í tveggja metra fjarlægð frá öðru fólki til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Milljónir Breta lögðu þannig leið sína í almenningsgarða og fleiri opinbera staði til að njóta sólar um helgina. „Við upplifðum annasamasta dag í heimsóknum í manna minnum. Það er allt morandi í gestum á svæðinu,“ segir Emyr Williams, forstjóri Snowdonia-þjóðgarðsins í Wales, sem lýsti síðasta sólarhringnum sem fordæmalausum þar. Stjórnvöld segja að ef landsmenn fylgja ekki tilmælunum um að halda sig heima og forðast óþarfa samneyti við annað fólk gæti þurft að gríða til strangari úrræða eins og útgöngubanns og ferðatakmarkana. Hancock heilbrigðisráðherra segir þá sem hunsa ráðleggingar stjórnvalda „sjálfselska“. „Ef fólk fer innan við tvo metra frá öðrum sem það býr ekki með þá er það að hjálpa til við að dreifa veirunni og afleiðingarnar eiga eftir að kosta mannslíf og að þýðir að þetta á eftir að vera lengur fyrir alla,“ segir hann. Breska þingið ræðir neyðarfrumvarp í dag sem myndi veita ríkisstjórninni frekari valdheimildir til að bregðast við faraldrinum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til greina kemur að loka öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar og að sekta fólk sem hunsar tilmæli stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39 Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa ræst út herinn til að flytja hlífðarbúnað á sjúkrahús sem sárvantar sums staðar í dag. Læknar í framlínu kórónuveirufaraldursins hafa lýst óánægju með að þeir séu gerðir að „fallbyssufóðri“ því að sjúkrahúsin skorti nauðsynlegan búnað til að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við faraldrinum. Heilbrigðisstarfsfólk hefur kvartað undan því að það skorti hlífðarbúnað og að það upplifi sig ekki óhult í vinnunni. Fleiri en sex þúsund læknar skrifuðu Johnson opið bréf þar sem þeir sögðu að þeir væru beðnir um að hætta lífi sínu með grímum sem væru útrunnar og skorti á búnaði. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, viðurkenndi að vandamál hafi verið til staðar en nú væri brugðist við af krafti. Hermenn muni flytja búnað og vistir til heilbrigðisstarfsmanna í allan dag og fram á nótt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er eins og stríðsátak, þetta er stríð gegn þessari veiru þannig að herinn hefur verið ótrúlega nytsamlegur í flutningum svo við getum fengið birgðir til að verja fólkið í framlínunni,“ segir Hancock. Heilbrigðisyfirvöld segjast hafa skilgreint um eina og hálfa milljón manna í áhættuhóp og nú sé unnið að því að hafa samband við fólkið. Það verði hvatt til þess að halda sig heima í tólf vikur. Þar á meðal eru krabbameinssjúklingar, fólk með öndunarfæravandamál og líffæraþegar. Átján ára gamalt ungmenni með undirliggjandi veikindi er á meðal 281 dauðsfalla á Bretlandi í faraldrinum. Margir Bretar lögðu leið sína í almenningsgarða eins og Primrose Hill í Lundúnum um helgina þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda um að fólk héldi sig heima til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/Getty Útgöngubann mögulegt haldi fólk áfram að hunsa tilmæli Misbrestur hefur orðið á því að landsmenn allir taki mark á tilmælum stjórnvalda um að fólk haldi sig heima og halda sig í tveggja metra fjarlægð frá öðru fólki til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Milljónir Breta lögðu þannig leið sína í almenningsgarða og fleiri opinbera staði til að njóta sólar um helgina. „Við upplifðum annasamasta dag í heimsóknum í manna minnum. Það er allt morandi í gestum á svæðinu,“ segir Emyr Williams, forstjóri Snowdonia-þjóðgarðsins í Wales, sem lýsti síðasta sólarhringnum sem fordæmalausum þar. Stjórnvöld segja að ef landsmenn fylgja ekki tilmælunum um að halda sig heima og forðast óþarfa samneyti við annað fólk gæti þurft að gríða til strangari úrræða eins og útgöngubanns og ferðatakmarkana. Hancock heilbrigðisráðherra segir þá sem hunsa ráðleggingar stjórnvalda „sjálfselska“. „Ef fólk fer innan við tvo metra frá öðrum sem það býr ekki með þá er það að hjálpa til við að dreifa veirunni og afleiðingarnar eiga eftir að kosta mannslíf og að þýðir að þetta á eftir að vera lengur fyrir alla,“ segir hann. Breska þingið ræðir neyðarfrumvarp í dag sem myndi veita ríkisstjórninni frekari valdheimildir til að bregðast við faraldrinum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til greina kemur að loka öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar og að sekta fólk sem hunsar tilmæli stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39 Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39
Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32