Forsætisráðherra á að halda sig heima Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 11:19 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á kynningarfundi í Hörpu um helgina þar sem efnahagsaðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur fengið tilmæli um að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatöku sem hún fór í vegna kórónuveirunnar liggur fyrir. Hún var því ekki í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun en í færslu á Facebook greinir Katrín frá því að yngsti sonur hennar sé í einum þeirra bekkja í Melaskóla sem sendir voru í sóttkví í gær. Hann og pabbi hans hafi því ákveðið að flytja út af heimilinu. „Í kjölfarið var ákveðið að ég færi í sýnatöku vegna kórónuveiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til niðurstaða kæmi úr þeirri sýnatöku. Þar sem ég hef verið dugleg að segja öllum að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda þá geri ég það að sjálfsögðu líka – en það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í óundirbúnar fyrirspurnir í morgun (en einhverjir fjölmiðlar hafa sent mér fyrirspurnir um það). Við erum nefnilega öll almannavarnir og getum öll lagt okkar af mörkum til að hemja útbreiðslu veirunnar,“ segir Katrín á Facebook. Það var í gær sem Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri Melaskóla, sendi öllum foreldrum við skólann tölvupóst og sagði frá því að starfsmaður skólans sem einnig starfar í frístundaheimilinu Selinu hefði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Starfsmaðurinn væri ekki veikur en virðist hafa fengið væg einkenni. Vegna þessa hafi því nokkrir starfsmenn og nemendur í þremur bekkjum sem hittu hann undir lok síðustu viku að fara í fjórtán daga sóttkví. Í póstinum sagði jafnframt af því að síðan samkomubann tók gildi á mánudaginn í síðustu viku hafa skólabyggingarnar tvær verið aðskildar. Þá hafi enginn samgangur verið á milli hópanna sem starfa í húsunum tveimur. Farið hafi verið eftir hólfaskiptingu og þess gætt að hóparnir og teymin sem þar vinni séu aðskilin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinstri græn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur fengið tilmæli um að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatöku sem hún fór í vegna kórónuveirunnar liggur fyrir. Hún var því ekki í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun en í færslu á Facebook greinir Katrín frá því að yngsti sonur hennar sé í einum þeirra bekkja í Melaskóla sem sendir voru í sóttkví í gær. Hann og pabbi hans hafi því ákveðið að flytja út af heimilinu. „Í kjölfarið var ákveðið að ég færi í sýnatöku vegna kórónuveiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til niðurstaða kæmi úr þeirri sýnatöku. Þar sem ég hef verið dugleg að segja öllum að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda þá geri ég það að sjálfsögðu líka – en það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í óundirbúnar fyrirspurnir í morgun (en einhverjir fjölmiðlar hafa sent mér fyrirspurnir um það). Við erum nefnilega öll almannavarnir og getum öll lagt okkar af mörkum til að hemja útbreiðslu veirunnar,“ segir Katrín á Facebook. Það var í gær sem Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri Melaskóla, sendi öllum foreldrum við skólann tölvupóst og sagði frá því að starfsmaður skólans sem einnig starfar í frístundaheimilinu Selinu hefði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Starfsmaðurinn væri ekki veikur en virðist hafa fengið væg einkenni. Vegna þessa hafi því nokkrir starfsmenn og nemendur í þremur bekkjum sem hittu hann undir lok síðustu viku að fara í fjórtán daga sóttkví. Í póstinum sagði jafnframt af því að síðan samkomubann tók gildi á mánudaginn í síðustu viku hafa skólabyggingarnar tvær verið aðskildar. Þá hafi enginn samgangur verið á milli hópanna sem starfa í húsunum tveimur. Farið hafi verið eftir hólfaskiptingu og þess gætt að hóparnir og teymin sem þar vinni séu aðskilin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinstri græn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira