Viðskipti innlent

Bára Mjöll komin til Bláa lónsins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bára Mjöll Þórðardóttir, nýr upplýsingafulltrúi Bláa lónsins.
Bára Mjöll Þórðardóttir, nýr upplýsingafulltrúi Bláa lónsins. Aðsend

Bára Mjöll Þórðardóttir er nýr upplýsingafulltrúi Bláa lónsins. Hún tók við stöðunni af Hugrúnu Halldórsdóttur í febrúar.

Bára hefur reglulega haft samskiptamálin á sinni könnu á ferlinum. Þannig starfaði hún til að mynda á samskiptasviði Arion banka um fjögurra ára skeið.

Bára var ráðin forstöðumaður markaðs- og samskiptamála hjá Vodafone árið 2015. Síðar gegndi hún sama hlutverki hjá Sýn hf., allt þar til í október í fyrra.

Fréttin hefur verið uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×