Nýyrði á fordæmalausum tímum: Kóviti, koviðmágur og smitskömm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2020 14:00 Sóttkví og Samgöngubann prýddi forsíðu fylgirits Fréttablaðsins í dag og vakti athygli. Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, og í einhverjum tilvikum á fordæmalaus orð. Á kórónaveirutímum er samfélagið undirlagt fréttum af veirunni sem hefur áhrif á alla. Meira að segja tungumálið okkar. Svo mikið er rætt um kórónuveiruna að nýyrði verða til. Sum orðin gætu verið komin til að vera á meðan önnur fá fólk til að brosa en munu svo líklega hverfa með veirunni, sem fyrst hugsa eflaust flestir. Hér verður stiklað á stóru í orðum sem eru farin að skjóta upp kollinum í umræðu, samfélagsmiðlum og ummælakerfunum. Sóttkvíði Sá kvíði sem skapast meðal fólks vegna ástandsins. Dæmi: „Gunna frænka er með svo mikinn sóttkvíða að hún er að fara yfir um!“ Kóviti Sjálfskipaður sérfræðingur í veirufræðum sem lætur hátt í sér heyra og veit betur en aðrir. Dæmi: „Þú ert nú meiri kóvitinn!“ In Iceland we invented a new noun "Kóviti" in which I here by going to make the official translation to English be a new noun "Coviac" #CoviacCoviac is a person that knows better than the #CDC— Jóhann B Guðmundsson (@johannbg) March 24, 2020 Sótthvíld Einstaklingur orðinn þreyttur á ástandinu, jafnvel verið undir miklu álagi og fær kærkomna hvíld á veirutímum. Dæmi: „Ég er alveg búinn á því eftir vikuna elskan. Ég held við ættum að skella okkur upp í bústað í sótthvíld.“ Koviðmágur Einstaklingur sem smitar mann sem smitar svo annan mann. Sá fyrsti og síðasti eru þar með orðnir koviðmágar. Vísar til tengsla tveggja karlmanna sem sænga hjá sömu konu. Dæmi: „Heyrðu, vissirðu að Siggi og Kobbi eru koviðmágar?“ Einstaklingur sem smitar mann, sem smitar svo annan mann, er koviðmágur þess síðastnefnda.— Konrad Jonsson (@konradj) March 20, 2020 Faðmflótti Lýsir því ástandi þegar fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu sem eðlilega felur í sér að fólk getur ekki knúsast eins og venjulega. Dæmi: Fólk veltir fyrir sér hvort faðmflótti muni verða áfram ríkjandi í samfélaginu þegar kórónuveiran heyrir sögunni til. Kórónotatilfinning Óþægileg tilfinning vegna fregna af kórónaveirunni. Dæmi: „Ég er með kórónotatilfinningu vegna stöðunnar.“ Smitskömm Að skammast sín fyrir að vera smitaður af kórónuveirunni. Dæmi: Frosti upplifði mikla smitskömm og lét engan vita að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Cofit Heimaæfingar stundaðar í ástandinu ætlaðar að koma manni í betra líkamlegt form. Á rætur að rekja til Crossfit. Dæmi: Velkomin í Cofit dagsins. Í dag ætlum við að vinna með æfingar þar sem við notum sófann okkar, tvo stóla og þrjár fullar tveggja lítra vatnsflöskur. Samgöngubann Ekki nýtt orð en notað daglega fyrir misskilning þegar fólk ætlar sér að segja samkomubann. Misskilningurinn náði hæstu hæðum í fylgiriti Fréttablaðsins í dag þar sem forsíðan var skreytt tveimur orðum; sóttkví og samgöngubann. Ritstjóri Fréttablaðsins baðst afsökunar á misskilningnum á vef Fréttablaðsins og útskýrði að auðvitað hefði átt að standa samkomubann. Ekki skera niður í próförkinni þegar kreppir að... pic.twitter.com/MtmvyYCuF8— Fanney Birna (@fanneybj) March 24, 2020 Hefurðu heyrt um fleiri nýyrði? Láttu okkur vita í ummælakerfinu að neðan eða sendu okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Íslenska á tækniöld Samkomubann á Íslandi Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, og í einhverjum tilvikum á fordæmalaus orð. Á kórónaveirutímum er samfélagið undirlagt fréttum af veirunni sem hefur áhrif á alla. Meira að segja tungumálið okkar. Svo mikið er rætt um kórónuveiruna að nýyrði verða til. Sum orðin gætu verið komin til að vera á meðan önnur fá fólk til að brosa en munu svo líklega hverfa með veirunni, sem fyrst hugsa eflaust flestir. Hér verður stiklað á stóru í orðum sem eru farin að skjóta upp kollinum í umræðu, samfélagsmiðlum og ummælakerfunum. Sóttkvíði Sá kvíði sem skapast meðal fólks vegna ástandsins. Dæmi: „Gunna frænka er með svo mikinn sóttkvíða að hún er að fara yfir um!“ Kóviti Sjálfskipaður sérfræðingur í veirufræðum sem lætur hátt í sér heyra og veit betur en aðrir. Dæmi: „Þú ert nú meiri kóvitinn!“ In Iceland we invented a new noun "Kóviti" in which I here by going to make the official translation to English be a new noun "Coviac" #CoviacCoviac is a person that knows better than the #CDC— Jóhann B Guðmundsson (@johannbg) March 24, 2020 Sótthvíld Einstaklingur orðinn þreyttur á ástandinu, jafnvel verið undir miklu álagi og fær kærkomna hvíld á veirutímum. Dæmi: „Ég er alveg búinn á því eftir vikuna elskan. Ég held við ættum að skella okkur upp í bústað í sótthvíld.“ Koviðmágur Einstaklingur sem smitar mann sem smitar svo annan mann. Sá fyrsti og síðasti eru þar með orðnir koviðmágar. Vísar til tengsla tveggja karlmanna sem sænga hjá sömu konu. Dæmi: „Heyrðu, vissirðu að Siggi og Kobbi eru koviðmágar?“ Einstaklingur sem smitar mann, sem smitar svo annan mann, er koviðmágur þess síðastnefnda.— Konrad Jonsson (@konradj) March 20, 2020 Faðmflótti Lýsir því ástandi þegar fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu sem eðlilega felur í sér að fólk getur ekki knúsast eins og venjulega. Dæmi: Fólk veltir fyrir sér hvort faðmflótti muni verða áfram ríkjandi í samfélaginu þegar kórónuveiran heyrir sögunni til. Kórónotatilfinning Óþægileg tilfinning vegna fregna af kórónaveirunni. Dæmi: „Ég er með kórónotatilfinningu vegna stöðunnar.“ Smitskömm Að skammast sín fyrir að vera smitaður af kórónuveirunni. Dæmi: Frosti upplifði mikla smitskömm og lét engan vita að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Cofit Heimaæfingar stundaðar í ástandinu ætlaðar að koma manni í betra líkamlegt form. Á rætur að rekja til Crossfit. Dæmi: Velkomin í Cofit dagsins. Í dag ætlum við að vinna með æfingar þar sem við notum sófann okkar, tvo stóla og þrjár fullar tveggja lítra vatnsflöskur. Samgöngubann Ekki nýtt orð en notað daglega fyrir misskilning þegar fólk ætlar sér að segja samkomubann. Misskilningurinn náði hæstu hæðum í fylgiriti Fréttablaðsins í dag þar sem forsíðan var skreytt tveimur orðum; sóttkví og samgöngubann. Ritstjóri Fréttablaðsins baðst afsökunar á misskilningnum á vef Fréttablaðsins og útskýrði að auðvitað hefði átt að standa samkomubann. Ekki skera niður í próförkinni þegar kreppir að... pic.twitter.com/MtmvyYCuF8— Fanney Birna (@fanneybj) March 24, 2020 Hefurðu heyrt um fleiri nýyrði? Láttu okkur vita í ummælakerfinu að neðan eða sendu okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Íslenska á tækniöld Samkomubann á Íslandi Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira