Menntun og mannréttindi fatlaðra barna og ungmenna Anna Lára Steindal skrifar 24. mars 2020 15:00 Jöfn tækifæri barna og ungmenna til náms eru mikilsverð mannréttindi sem ríki heims hafa viðurkennt og staðfest í mörgum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum og með yfirlýsingum sínum varðandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Íslenska ríkið hefur m.ö.o. skuldbundið sig til að tryggja öllum börnum og unmennum á Íslandi þau grundvallarréttindi. Eins og kunnugt er hefur skólastarf i landinu raskast mjög mikið vegna COVID-19 og fer það nú að mestu fram í formi fjarkennslu. Þetta kemur að sjálfsögðu illa við flest börn og ungmenni og aðstandendur þeirra. Þetta ástand og þessi röskun á skólastarfi hefur þó almennt meiri og alvarlegri áhrif á börn og ungmenni sem eru með þroskahamlanir og aðrar skyldar fatlanir og fjölskyldur þeirra. Þessi hópur barna þarf á sérstökum stuðningi að halda við nám og eiga lagalega rétt á honum. Þau eiga, vegna fötlunar sinnar, oft mjög erfitt með að nýta sér fjarnám. Mjög mikilvægt er að líta til þess að einstaklingar með miklar stuðningþarfir eiga nú þegar lögum samkvæmt að vera með einstaklingsbundna þjónustuáætlun. Sú lögbundna þjónusta er alla jafna veitt af félagsþjónustu sveitarfélaga nema skólar og frístund eftir skóla veita þjónustu við athafnir daglegs lífs (ADL) þegar nemandi mætir í skóla / frístund. Þeim menntastofnunum sem fatlað fólk á öllum aldri sækir hefur nú verið lokað eða starfa með mjög takmörkuðum hætti. Má þar nefna grunnskólana Kletta- og Arnarskóla, starfsbrautir framhaldsskólanna, Fjölmennt símenntun, Myndlistarskóla Reykjavikur og diplómanám HÍ. Þá hefur Hinu húsinu, félagsmiðstöð fyrir ungmenni verið lokað. Öllum má vera ljóst er að nemendur með þroskaskerðingar og aðrar skyldar fatlanir eiga margir mun erfiðara með að skipuleggja nám sitt heima og fylgja þeim óhefðbundu kennsluháttum sem nú er notast við. Þetta á við nemendur á öllum skólastigum. Það er því veruleg hætta á því að nemendur með þorskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir missi úr námi á meðan þetta ástand varir ef ekki er gripið til sérstakra aðgerða með þarfir einstakra nemenda í huga. Landssamtökin Þroskahjálp leggja mikla áherslu á að sú þjónusta sem fatlað fólk á rétt á samkvæmt lögum og þarf á að halda, verði löguð að þeim aðstæðum sem nú eru uppi til að gæta að réttindum og hagsmunum þessa berskjaldaða hóps. Tækifæri ungmenna með þroskahömlun til náms er þegar mjög takmarkað og hvílir þessi mismunun þungt á þeim ungmennun sem tóku þátt í málefnavinnu ungmennaráðs Þroskahjálpar í janúar. Menntun er eitt það dýrmætasta sem við eigum og hefur mikil áhrif á tækifæri fólks í lífinu, s.s til að fá atvinnu, afla sér tekna og verða sjálfstæðir og virkir einstaklingar í samfélaginu. Þegar fólk býr við skert tækifæri til náms er því ekki aðeins vegið að þeim mannréttindum sem felast í jöfnum tækifærum til menntunar, heldur eru mörg önnur tækifæri og réttindi jafnframt í húfi. Hér er því alls ekki um léttvægt mál að ræða heldur alvarlegt mannréttindamál. Stjórnvöld verða að sinna því og forgangsraða í samræmi við það! Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja, kveður skilyrðislaust á um skyldu stjórnvalda til að tryggja nemendum með þroskahömlun og aðrar skyldar fatlanir rétt til menntunar til jafns við aðra. Það á við nú eins og alltaf. Áskoranir Landssamtakanna Þroskahjálpar til stjórnvalda eru að: - Nemendum með miklar stuðningþarfir á öllum skólastigum verði fylgt vel eftir af þeim aðila sem ber ábyrgð á stuðningi í skólanum. Meta þjónustuþörf hvers og eins í samráði við aðstandendur og félagsþjónustu og leita allra leiða sem færar eru til að mæta þeim. - Nemendur með þroskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir eru margir viðkvæmir fyrir breytingum á daglegum venjum og því má gera ráð fyrir að líðan þeirra og hegðun sýni merki um það. Ekki síst eftir því sem á líður. Álag á foreldra og heimili eykst að sama skapi og mikilvægt að sýna því skilning. Veita þarf aðstoð til náms inni á heimili eins og mögulegt er, í samræmi við þarfir hvers og eins. Höfundur er verkefnisstjóri í málefnum fatlaðra barna og ungmenna hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri barna og ungmenna til náms eru mikilsverð mannréttindi sem ríki heims hafa viðurkennt og staðfest í mörgum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum og með yfirlýsingum sínum varðandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Íslenska ríkið hefur m.ö.o. skuldbundið sig til að tryggja öllum börnum og unmennum á Íslandi þau grundvallarréttindi. Eins og kunnugt er hefur skólastarf i landinu raskast mjög mikið vegna COVID-19 og fer það nú að mestu fram í formi fjarkennslu. Þetta kemur að sjálfsögðu illa við flest börn og ungmenni og aðstandendur þeirra. Þetta ástand og þessi röskun á skólastarfi hefur þó almennt meiri og alvarlegri áhrif á börn og ungmenni sem eru með þroskahamlanir og aðrar skyldar fatlanir og fjölskyldur þeirra. Þessi hópur barna þarf á sérstökum stuðningi að halda við nám og eiga lagalega rétt á honum. Þau eiga, vegna fötlunar sinnar, oft mjög erfitt með að nýta sér fjarnám. Mjög mikilvægt er að líta til þess að einstaklingar með miklar stuðningþarfir eiga nú þegar lögum samkvæmt að vera með einstaklingsbundna þjónustuáætlun. Sú lögbundna þjónusta er alla jafna veitt af félagsþjónustu sveitarfélaga nema skólar og frístund eftir skóla veita þjónustu við athafnir daglegs lífs (ADL) þegar nemandi mætir í skóla / frístund. Þeim menntastofnunum sem fatlað fólk á öllum aldri sækir hefur nú verið lokað eða starfa með mjög takmörkuðum hætti. Má þar nefna grunnskólana Kletta- og Arnarskóla, starfsbrautir framhaldsskólanna, Fjölmennt símenntun, Myndlistarskóla Reykjavikur og diplómanám HÍ. Þá hefur Hinu húsinu, félagsmiðstöð fyrir ungmenni verið lokað. Öllum má vera ljóst er að nemendur með þroskaskerðingar og aðrar skyldar fatlanir eiga margir mun erfiðara með að skipuleggja nám sitt heima og fylgja þeim óhefðbundu kennsluháttum sem nú er notast við. Þetta á við nemendur á öllum skólastigum. Það er því veruleg hætta á því að nemendur með þorskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir missi úr námi á meðan þetta ástand varir ef ekki er gripið til sérstakra aðgerða með þarfir einstakra nemenda í huga. Landssamtökin Þroskahjálp leggja mikla áherslu á að sú þjónusta sem fatlað fólk á rétt á samkvæmt lögum og þarf á að halda, verði löguð að þeim aðstæðum sem nú eru uppi til að gæta að réttindum og hagsmunum þessa berskjaldaða hóps. Tækifæri ungmenna með þroskahömlun til náms er þegar mjög takmarkað og hvílir þessi mismunun þungt á þeim ungmennun sem tóku þátt í málefnavinnu ungmennaráðs Þroskahjálpar í janúar. Menntun er eitt það dýrmætasta sem við eigum og hefur mikil áhrif á tækifæri fólks í lífinu, s.s til að fá atvinnu, afla sér tekna og verða sjálfstæðir og virkir einstaklingar í samfélaginu. Þegar fólk býr við skert tækifæri til náms er því ekki aðeins vegið að þeim mannréttindum sem felast í jöfnum tækifærum til menntunar, heldur eru mörg önnur tækifæri og réttindi jafnframt í húfi. Hér er því alls ekki um léttvægt mál að ræða heldur alvarlegt mannréttindamál. Stjórnvöld verða að sinna því og forgangsraða í samræmi við það! Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja, kveður skilyrðislaust á um skyldu stjórnvalda til að tryggja nemendum með þroskahömlun og aðrar skyldar fatlanir rétt til menntunar til jafns við aðra. Það á við nú eins og alltaf. Áskoranir Landssamtakanna Þroskahjálpar til stjórnvalda eru að: - Nemendum með miklar stuðningþarfir á öllum skólastigum verði fylgt vel eftir af þeim aðila sem ber ábyrgð á stuðningi í skólanum. Meta þjónustuþörf hvers og eins í samráði við aðstandendur og félagsþjónustu og leita allra leiða sem færar eru til að mæta þeim. - Nemendur með þroskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir eru margir viðkvæmir fyrir breytingum á daglegum venjum og því má gera ráð fyrir að líðan þeirra og hegðun sýni merki um það. Ekki síst eftir því sem á líður. Álag á foreldra og heimili eykst að sama skapi og mikilvægt að sýna því skilning. Veita þarf aðstoð til náms inni á heimili eins og mögulegt er, í samræmi við þarfir hvers og eins. Höfundur er verkefnisstjóri í málefnum fatlaðra barna og ungmenna hjá Þroskahjálp.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun