„Hættið að kalla dóttur mína vændiskonu“ Heiðar Sumarliðason skrifar 28. mars 2020 09:35 Amy Ryan fer með hlutverk Mari Gilbert í kvikmyndinni Lost Girls. Kvikmyndin Lost Girls var nýlega frumsýnd á Netflix. Hún fjallar um hvarf Shannan Gilbert, 24 ára gamallar vændiskonu, og baráttu móður hennar, Mari Gilbert (Amy Ryan), við yfirvöld. Hvarf Shannan tengist máli Long Island raðmorðingjans, sem myrti á bilinu tíu til sextán vændiskonur og gróf líkin við strönd Long Island í New York. Morðinginn hefur aldrei fundist en ýmsar kenningar eru á lofti um hver hinn seki sé. Þegar ég skoða þetta mál finn ég ákveðna tengingu við Guðmundar- og Geirfinnsmálið, þ.e. að þetta sé einskonar hyldýpi sem maður getur sökkt sér ofan í en aldrei náð botni. Því eru í raun ótrúlega margar hliðar á morðunum sem hægt er að setja stækkunargler á og skoða, en leikstjórinn Liz Garbus ákveður að draga sögu Mari Gilbert á flot. Það kemur ekki á óvart að Garbus velji þennan anga málsins, því hún hefur gert mikið af heimildarmyndum um merkilegar og þrautseigar konur sem tengjast glæpamálum. Mari þessi háði harða baráttu við yfirvöld, sem henni þótti ekki sýna málinu og fórnarlömbunum þá virðingu sem hún taldi þau eiga skilið vegna þess að þær voru vændiskonur. Hún passar því fullkomlega inn í þann ramma sem Garbus hefur valið að vinna með á sínum kvikmyndagerðarferli. Áhugavert er að skoða muninn á einkunn áhorfenda og gagnrýnenda. Misræmi milli áhorfenda- og gagnrýnendaeinkunna Ég er sérstakur áhugamaður um áhorfendaeinkunnir og dóma gagnrýnenda. Áhorfendaeinkunn Lost Girls á Imdb.com er 6.1, sem er ekki ýkja hátt og myndir sem fá slíka einkunn eru oftast ekki sérlega merkilegar. Samantekt einkunna helstu gagnrýnenda á Metacritic.com er 69, sem fyrir ofan meðallag. Það er hinsvegar óvenjulegt að mynd sé með hærri einkunn frá gagnrýnendum en áhorfendum, enda eru gagnrýnendur oftast kröfuharðari en almenningur. Ég var helst búinn að gera mér í hugarlund að hún væri langdregin og leiðinleg, því var beygur í mér þegar ég hóf áhorfið. Ég sá fyrir mér eina og hálfa klukkustund af leiðindum. Lost Girls er hinsvegar feikilega þétt og hélt athygli minni allan tímann, en sjaldgæft er að dramakvikmyndir haldi mér við efnið nema ég horfi í kvikmyndahúsi. Ég var allan tímann að bíða eftir að mér færi að leiðast, sennilega af því að myndir sem fá 6.1 í áhorfendaeinkunn eru oftast leiðinlegar, en aldrei sótti leiðinn að mér. Leikkonan Amy Ryan (t.h.) og hin raunverulega Mari Gilbert (t.v.). Fráhrindandi en aðdáundarverð aðalpersóna Það sem heldur myndinni gangandi er ódrepandi þrautsegja aðalpersónunnar Mari Gilbert. Það er engin tilviljun að allar bækur um handritaskrif tali um að aðalpersónur skuli vera athafnasamir einstaklingar sem láti hlutina gerast. Mari uppfyllir þessi skilyrði algerlega, því hún er 100% einbeitt að sínu verkefni og lætur ekkert stöðva sig. Annað áhugavert varðandi persónusköpunina er að persóna Mari er alls ekki viðkunnanleg. Handritshöfundar halda sumir að eitt gildi varðandi alla persónusköpun í kvikmyndum og að aðalpersónur þurfi mest megnis að vera áberandi góðir einstaklingar, en Lost Girls sýnir fram á að svo er ekki alltaf. Hún sannar hið fornkveðna úr kvikmyndahandritafræðum, að athafnasemi og einskær vilji sé miklu mikilvægara en að persónan sé að farast úr góðmennsku. Að hafa aðalpersónu kvikmyndar svona fráhrindandi er ákveðin áhætta sem margir kvikmyndahöfundar þora ekki að taka. En Mari býr samt yfir jákvæðum mannkostum þó hún sýni enga mýkt í framkomu. Hennar óbilandi þrjóska og réttlætiskennd þegar allt umhverfið er á móti henni sogar áhorfandann inn og fær hann með í þetta ferðalag. Þetta sýnir að ekki er til neitt sem heitir ein stærð passar fyrir alla þegar kemur að kvikmyndaskrifum. Hér ekki reynt að fegra neitt og allt traust sett á að djúsinn í sögunni og sprengikraftur aðalpersónunnar sjái um puðið, og haldi áhorfendum við efnið. Það tekst, þrátt fyrir að persóna Mari sé svona fráhrindandi. Hún er sett fram sem slæm móðir og næstum því vond manneskja. En það er hinsvegar hvernig höfundarnir fletta lögin ofan af forsögu hennar og aðstæðum sem fær mann til að taka hana í sátt. Thomasin McKenzie og Roman Griffin Davis í hlutverkum sínum í Jojo Rabbit. Valinn maður í hverju rúmi Það er Amy Ryan sem leikur aðalhlutverkið, en hún er þekktust fyrir Óskarstilnefnda frammistöðu sína í kvikmyndinni Gone Baby Gone. Þar lék hún í grunninn alveg sömu persónuna, móður stúlku sem hverfur. Hún sekkur tönnunum af krafti í hlutverkið, hreinlega verður Mari Gilbert og ber myndina á öxlum sér. Af öðrum leikurum verð ég að minnast á Thomasin McKenzie, en um leið og hún birtist á skjánum kannaðist ég við hana, en gat engan veginn munað hvaðan. Ég sneri mér því að Imdb.com, og auðvitað, McKenzie lék Elzu, gyðingastúlkuna sem bjó inni í veggnum í hinni eftirminnilegu Jojo Rabbit. Hún er ein efnilegasta leikkona yngri kynslóðarinnar, og hennar bíður vonandi glæst framtíð. Í minni hlutverkum eru m.a. Gabriel Byrne og Dean Winters, sem túlka lögreglumennina tvo sem eru í hvað mestu sambandi við Mari. Byrne ætti kvikmyndaáhugafólk að þekkja úr kvikmyndum á borð við The Usual Suspects og Hereditary. Dean Winters er hinsvegar ekki nafn sem fólk almennt kannast við, en þó ættu aðdáendur gamanþáttanna 30 Rock að þekkja andlitið, þar sem hann lék versta kærasta sjónvarpssögunnar, Dennis Duffy (Beeper salesman/Subway hero/Exonorated Dateline predator). Dean Winters lék versta kærasta sögunnar í 30 Rock, en leikur lélegan lögreglumann í Lost Girls. Fyrirframgefnar væntingar ekki uppfylltar? En aftur að viðbrögðum áhorfenda. Ég er búinn að renna yfir dóma áhorfenda á Imdb.com, þá sérstaklega þeirra sem kunnu ekki að meta myndina. Ein manneskja kvartaði t.a.m. undan því að myndin væri „too indie,“ sem þýðir í raun að henni þótti myndin hafa of mikið yfirbragð kvikmynda sem gerðar eru utan Hollywood-kerfisins. Annað algengt umkvörtunarefni fólks (aðallega karlmanna), er að kvikmyndin innberi skilaboð þess efnis að löggur séu vondar, karlmenn séu vondir, og þá sérstaklega hvítir karlmenn. Og enn aðrir kvarta undan því að þetta sé ekki sú kvikmyndanálgun sem þeir vildu sjá um málið, tala um þetta hafi átt að vera leikin þáttaröð, eða heimildarþáttaröð (reyndar er sjónvarpsstöðin A&E búin að gera heimildarþáttaröð um málið). Ef maður skoðar þessar kvartanir, þá segja þær í raun ekkert um gæði myndarinnar, heldur að hún hafi ekki fyllt upp í fyrirframgefnar væntingar. Þetta minnir svolítið á viðbrögð við kvikmyndinni Bombshell sem fjallaði um FOX News-skandalinn (hún er nú komin á VOD, fyrir þá sem hafa áhuga). Varðandi hana kvartaði fólk undan því að nálgunin væri ekki sú sem það óskaði sér, enda var hægt að fjalla um það mál á ýmsan máta. Það virðist því oft mjög erfitt að gera fólki til geðs varðandi kvikmyndun raunverulegra atburða. Bæði Long Island-morðin og FOX News-skandallinn eru hlutir sem vöktu töluvert meiri athygli í Bandaríkjunum en hér á Íslandi. Því er fólk þar með ákveðnar hugmyndir um atburðina og hvernig beri að fjalla um þá, sem við á Íslandi höfum ekki. Ástæðan fyrir tilveru Lost Girls er til að deila á það misrétti og fordóma sem fátækt fólk verður fyrir. Það virðist enn vera vinsæl skoðun í Bandaríkjunum að fátækt sé fólki sjálfu að kenna, ekki að það fæðist inn í kviksyndi fátæktar. Lost Girls er ein af þessum kvikmyndum með boðskap sem skiptir máli og sýnir hve máttugt tól kvikmyndagerðarlistin getur verið. Hvernig hún er fær um að varpa ljósi á málefni sem fólk þekkir ekki og setja heiminn í samhengi sem það hafði ekki áttað sig á. Niðurstaða Fjórar stjörnur. Lost Girls hefur þrúgandi andrúmsloft og heldur manni við efnið, þó hún sé ekki sérlega hröð. Lestur áhorfenda á Lost Girls er mjög misjafn, því er í raun erfitt að giska á viðbrögð hvers og eins. Þessi gagnrýnandi var hinsvegar mjög ánægður með útkomuna. Hér að neðan er hægt að hlýða á samtal Heiðars Sumarliðasonar og handritshöfundarins Hrafnkels Stefánssonar um Lost Girls í nýjasta þætti Stjörnubíós. Stjörnubíó Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndin Lost Girls var nýlega frumsýnd á Netflix. Hún fjallar um hvarf Shannan Gilbert, 24 ára gamallar vændiskonu, og baráttu móður hennar, Mari Gilbert (Amy Ryan), við yfirvöld. Hvarf Shannan tengist máli Long Island raðmorðingjans, sem myrti á bilinu tíu til sextán vændiskonur og gróf líkin við strönd Long Island í New York. Morðinginn hefur aldrei fundist en ýmsar kenningar eru á lofti um hver hinn seki sé. Þegar ég skoða þetta mál finn ég ákveðna tengingu við Guðmundar- og Geirfinnsmálið, þ.e. að þetta sé einskonar hyldýpi sem maður getur sökkt sér ofan í en aldrei náð botni. Því eru í raun ótrúlega margar hliðar á morðunum sem hægt er að setja stækkunargler á og skoða, en leikstjórinn Liz Garbus ákveður að draga sögu Mari Gilbert á flot. Það kemur ekki á óvart að Garbus velji þennan anga málsins, því hún hefur gert mikið af heimildarmyndum um merkilegar og þrautseigar konur sem tengjast glæpamálum. Mari þessi háði harða baráttu við yfirvöld, sem henni þótti ekki sýna málinu og fórnarlömbunum þá virðingu sem hún taldi þau eiga skilið vegna þess að þær voru vændiskonur. Hún passar því fullkomlega inn í þann ramma sem Garbus hefur valið að vinna með á sínum kvikmyndagerðarferli. Áhugavert er að skoða muninn á einkunn áhorfenda og gagnrýnenda. Misræmi milli áhorfenda- og gagnrýnendaeinkunna Ég er sérstakur áhugamaður um áhorfendaeinkunnir og dóma gagnrýnenda. Áhorfendaeinkunn Lost Girls á Imdb.com er 6.1, sem er ekki ýkja hátt og myndir sem fá slíka einkunn eru oftast ekki sérlega merkilegar. Samantekt einkunna helstu gagnrýnenda á Metacritic.com er 69, sem fyrir ofan meðallag. Það er hinsvegar óvenjulegt að mynd sé með hærri einkunn frá gagnrýnendum en áhorfendum, enda eru gagnrýnendur oftast kröfuharðari en almenningur. Ég var helst búinn að gera mér í hugarlund að hún væri langdregin og leiðinleg, því var beygur í mér þegar ég hóf áhorfið. Ég sá fyrir mér eina og hálfa klukkustund af leiðindum. Lost Girls er hinsvegar feikilega þétt og hélt athygli minni allan tímann, en sjaldgæft er að dramakvikmyndir haldi mér við efnið nema ég horfi í kvikmyndahúsi. Ég var allan tímann að bíða eftir að mér færi að leiðast, sennilega af því að myndir sem fá 6.1 í áhorfendaeinkunn eru oftast leiðinlegar, en aldrei sótti leiðinn að mér. Leikkonan Amy Ryan (t.h.) og hin raunverulega Mari Gilbert (t.v.). Fráhrindandi en aðdáundarverð aðalpersóna Það sem heldur myndinni gangandi er ódrepandi þrautsegja aðalpersónunnar Mari Gilbert. Það er engin tilviljun að allar bækur um handritaskrif tali um að aðalpersónur skuli vera athafnasamir einstaklingar sem láti hlutina gerast. Mari uppfyllir þessi skilyrði algerlega, því hún er 100% einbeitt að sínu verkefni og lætur ekkert stöðva sig. Annað áhugavert varðandi persónusköpunina er að persóna Mari er alls ekki viðkunnanleg. Handritshöfundar halda sumir að eitt gildi varðandi alla persónusköpun í kvikmyndum og að aðalpersónur þurfi mest megnis að vera áberandi góðir einstaklingar, en Lost Girls sýnir fram á að svo er ekki alltaf. Hún sannar hið fornkveðna úr kvikmyndahandritafræðum, að athafnasemi og einskær vilji sé miklu mikilvægara en að persónan sé að farast úr góðmennsku. Að hafa aðalpersónu kvikmyndar svona fráhrindandi er ákveðin áhætta sem margir kvikmyndahöfundar þora ekki að taka. En Mari býr samt yfir jákvæðum mannkostum þó hún sýni enga mýkt í framkomu. Hennar óbilandi þrjóska og réttlætiskennd þegar allt umhverfið er á móti henni sogar áhorfandann inn og fær hann með í þetta ferðalag. Þetta sýnir að ekki er til neitt sem heitir ein stærð passar fyrir alla þegar kemur að kvikmyndaskrifum. Hér ekki reynt að fegra neitt og allt traust sett á að djúsinn í sögunni og sprengikraftur aðalpersónunnar sjái um puðið, og haldi áhorfendum við efnið. Það tekst, þrátt fyrir að persóna Mari sé svona fráhrindandi. Hún er sett fram sem slæm móðir og næstum því vond manneskja. En það er hinsvegar hvernig höfundarnir fletta lögin ofan af forsögu hennar og aðstæðum sem fær mann til að taka hana í sátt. Thomasin McKenzie og Roman Griffin Davis í hlutverkum sínum í Jojo Rabbit. Valinn maður í hverju rúmi Það er Amy Ryan sem leikur aðalhlutverkið, en hún er þekktust fyrir Óskarstilnefnda frammistöðu sína í kvikmyndinni Gone Baby Gone. Þar lék hún í grunninn alveg sömu persónuna, móður stúlku sem hverfur. Hún sekkur tönnunum af krafti í hlutverkið, hreinlega verður Mari Gilbert og ber myndina á öxlum sér. Af öðrum leikurum verð ég að minnast á Thomasin McKenzie, en um leið og hún birtist á skjánum kannaðist ég við hana, en gat engan veginn munað hvaðan. Ég sneri mér því að Imdb.com, og auðvitað, McKenzie lék Elzu, gyðingastúlkuna sem bjó inni í veggnum í hinni eftirminnilegu Jojo Rabbit. Hún er ein efnilegasta leikkona yngri kynslóðarinnar, og hennar bíður vonandi glæst framtíð. Í minni hlutverkum eru m.a. Gabriel Byrne og Dean Winters, sem túlka lögreglumennina tvo sem eru í hvað mestu sambandi við Mari. Byrne ætti kvikmyndaáhugafólk að þekkja úr kvikmyndum á borð við The Usual Suspects og Hereditary. Dean Winters er hinsvegar ekki nafn sem fólk almennt kannast við, en þó ættu aðdáendur gamanþáttanna 30 Rock að þekkja andlitið, þar sem hann lék versta kærasta sjónvarpssögunnar, Dennis Duffy (Beeper salesman/Subway hero/Exonorated Dateline predator). Dean Winters lék versta kærasta sögunnar í 30 Rock, en leikur lélegan lögreglumann í Lost Girls. Fyrirframgefnar væntingar ekki uppfylltar? En aftur að viðbrögðum áhorfenda. Ég er búinn að renna yfir dóma áhorfenda á Imdb.com, þá sérstaklega þeirra sem kunnu ekki að meta myndina. Ein manneskja kvartaði t.a.m. undan því að myndin væri „too indie,“ sem þýðir í raun að henni þótti myndin hafa of mikið yfirbragð kvikmynda sem gerðar eru utan Hollywood-kerfisins. Annað algengt umkvörtunarefni fólks (aðallega karlmanna), er að kvikmyndin innberi skilaboð þess efnis að löggur séu vondar, karlmenn séu vondir, og þá sérstaklega hvítir karlmenn. Og enn aðrir kvarta undan því að þetta sé ekki sú kvikmyndanálgun sem þeir vildu sjá um málið, tala um þetta hafi átt að vera leikin þáttaröð, eða heimildarþáttaröð (reyndar er sjónvarpsstöðin A&E búin að gera heimildarþáttaröð um málið). Ef maður skoðar þessar kvartanir, þá segja þær í raun ekkert um gæði myndarinnar, heldur að hún hafi ekki fyllt upp í fyrirframgefnar væntingar. Þetta minnir svolítið á viðbrögð við kvikmyndinni Bombshell sem fjallaði um FOX News-skandalinn (hún er nú komin á VOD, fyrir þá sem hafa áhuga). Varðandi hana kvartaði fólk undan því að nálgunin væri ekki sú sem það óskaði sér, enda var hægt að fjalla um það mál á ýmsan máta. Það virðist því oft mjög erfitt að gera fólki til geðs varðandi kvikmyndun raunverulegra atburða. Bæði Long Island-morðin og FOX News-skandallinn eru hlutir sem vöktu töluvert meiri athygli í Bandaríkjunum en hér á Íslandi. Því er fólk þar með ákveðnar hugmyndir um atburðina og hvernig beri að fjalla um þá, sem við á Íslandi höfum ekki. Ástæðan fyrir tilveru Lost Girls er til að deila á það misrétti og fordóma sem fátækt fólk verður fyrir. Það virðist enn vera vinsæl skoðun í Bandaríkjunum að fátækt sé fólki sjálfu að kenna, ekki að það fæðist inn í kviksyndi fátæktar. Lost Girls er ein af þessum kvikmyndum með boðskap sem skiptir máli og sýnir hve máttugt tól kvikmyndagerðarlistin getur verið. Hvernig hún er fær um að varpa ljósi á málefni sem fólk þekkir ekki og setja heiminn í samhengi sem það hafði ekki áttað sig á. Niðurstaða Fjórar stjörnur. Lost Girls hefur þrúgandi andrúmsloft og heldur manni við efnið, þó hún sé ekki sérlega hröð. Lestur áhorfenda á Lost Girls er mjög misjafn, því er í raun erfitt að giska á viðbrögð hvers og eins. Þessi gagnrýnandi var hinsvegar mjög ánægður með útkomuna. Hér að neðan er hægt að hlýða á samtal Heiðars Sumarliðasonar og handritshöfundarins Hrafnkels Stefánssonar um Lost Girls í nýjasta þætti Stjörnubíós.
Stjörnubíó Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira