Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. mars 2020 09:30 Í gær var enginn að njóta þess að ganga fyrir aftan Seljalandsfoss. Vísir/Garpur Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Ferðadagbók hans fyrir fyrsta daginn má finna hér fyrir neðan. Ég lagði af stað út úr bænum með fullan bíl af græjum, dóti og væntingum. Markmiðið að hitta Ísland og gersemar þess á næstu dögum. Klippa: Ferðalangur í eigin landi - Dagur 1 Fyrsti áfangastaður var Hveragerði. Þar stoppaði ég hjá gjörninga listaverki móður minnar sem hún setti upp síðasta sumar. Verkið ber heitið „Þetta líður hjá“ og er tileinkað ungu fólki. Þau skilaboð eiga þó víðar vel við núna. Því næst keyrði ég af stað á Geysi. Ég horfði þar á Strokk gjósa nokkrum sinnum áður en ég hélt af stað upp að Gullfossi. Á venjulegum degi stendur fólk öxl í öxl allan hringinn í kringum Strokk.Vísir/GarpurStrokkur hélt uppi heiðri þeirra goshvera sem gjósa í Haukadal sem fyrr.Vísir/GarpurHaukadalur var í stuði í gær þrátt fyrir fámenni.Vísir/Garpur Bílaplanið við Gullfoss var nánast tómt. Það er erfitt að útskýra hvernig það er að koma á þessa fjölsóttu ferðamannastaði þegar engir ferðamenn eru. Það er mjög skemmtilegt og nálægðin við náttúruna verður miklu meiri. Það var þó óvænt ánægja að flestir af þeim örfáu sem urðu á vegi mínum, voru Íslendingar. Gullfoss í klakaböndum.Vísir/Garpur Náttúran skartaði sínu fegursta í gær.Vísir/Garpur Ég keyrði svo austur þar sem Eyjafjöll bíða mín á morgun. Gljúfrabúi, nágranni Seljalandsfoss, var fallegur að vanda.Vísir/Garpur Annasamur dagur sem endaði á fallegu sólsetri við Eyjafjöll. Næst verður fyrsti partur suðurstrandarinnar kannaður, túristarnir taldir og fegurðin fönguð.Vísir/Garpur Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Ferðadagbók hans fyrir fyrsta daginn má finna hér fyrir neðan. Ég lagði af stað út úr bænum með fullan bíl af græjum, dóti og væntingum. Markmiðið að hitta Ísland og gersemar þess á næstu dögum. Klippa: Ferðalangur í eigin landi - Dagur 1 Fyrsti áfangastaður var Hveragerði. Þar stoppaði ég hjá gjörninga listaverki móður minnar sem hún setti upp síðasta sumar. Verkið ber heitið „Þetta líður hjá“ og er tileinkað ungu fólki. Þau skilaboð eiga þó víðar vel við núna. Því næst keyrði ég af stað á Geysi. Ég horfði þar á Strokk gjósa nokkrum sinnum áður en ég hélt af stað upp að Gullfossi. Á venjulegum degi stendur fólk öxl í öxl allan hringinn í kringum Strokk.Vísir/GarpurStrokkur hélt uppi heiðri þeirra goshvera sem gjósa í Haukadal sem fyrr.Vísir/GarpurHaukadalur var í stuði í gær þrátt fyrir fámenni.Vísir/Garpur Bílaplanið við Gullfoss var nánast tómt. Það er erfitt að útskýra hvernig það er að koma á þessa fjölsóttu ferðamannastaði þegar engir ferðamenn eru. Það er mjög skemmtilegt og nálægðin við náttúruna verður miklu meiri. Það var þó óvænt ánægja að flestir af þeim örfáu sem urðu á vegi mínum, voru Íslendingar. Gullfoss í klakaböndum.Vísir/Garpur Náttúran skartaði sínu fegursta í gær.Vísir/Garpur Ég keyrði svo austur þar sem Eyjafjöll bíða mín á morgun. Gljúfrabúi, nágranni Seljalandsfoss, var fallegur að vanda.Vísir/Garpur Annasamur dagur sem endaði á fallegu sólsetri við Eyjafjöll. Næst verður fyrsti partur suðurstrandarinnar kannaður, túristarnir taldir og fegurðin fönguð.Vísir/Garpur Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30