Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2020 12:14 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri á fundinum í bankanum í morgun. Vísir/Sigurjón Seðlabankinn ætlar í fyrsta skipti að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða króna á þessu ári með peningaprentun og án þess að ganga á gjaldeyrisforðann. Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af verðbólgu þótt gengi krónunnar hafi sigið um tíu prósent frá áramótum. Seðlabankinn leikur stórt hlutverk í viðbrögðum við þvíefnahagsástandi sem nú ríkir og framundan er vegna kórónuveiru faraldursins. Í morgun boðaði bankinn til síns þriðja kynningarfundar með fjölmiðlum og fjármálafyrirtækjum á jafnmörgum vikum. Á fyrri fundunum tveimur lækkaði bankinn megin vexti sína ítveimur stórum skrefum eða um eitt prósentustig samtals. Seðlabankastjóri segir kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eigi að tryggja að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið.Vísir/Sigurjón Nú segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að bankinn muni kaupa ríkisskuldabréf í stórum stíl, það er að segja, lána ríkissjóði peninga. Það verði gert meðpeningaprentun og ekki gengið á gjaldeyrisvaraforðan. „Í ljósi þess að ríkissjóður Íslands muna þurfa aukið fjármagn til að standa skil á útgjöldum vegna Covid19 veirunnar og eins og einnig hefur komið fram hefur ríkissjóður líka veitt gjaldfresti þá er fyrirsjáanlegt að það verði meiri útgáfa,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri hefur boðað að vextir verði lækkaðir niður í allt að núll prósent ef á þurfi að halda og að bankinn eigi mörg önnur verkfæri í kistu sinni eins og fram kom meðal annars í dag. Fyrir viku aflétti bankinn einnig sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna sem þýddi að þeir hafa nú 60 milljarða til viðbótar til að lána út og skuldbreyta, eða samanlagt 350 milljarða á þessu ári. „Þannig að kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eru þá ætluð til þess að tryggja framgang peningastefnunnar á markaði. Tryggja það að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið. Tryggja það að bæði heimili og fyrirtæki geti notið lágra langtímavaxta í gegnum þetta áfall,“ sagði Ásgeir Jónsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Hefur bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. 23. mars 2020 08:34 Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. 18. mars 2020 19:30 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Seðlabankinn ætlar í fyrsta skipti að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða króna á þessu ári með peningaprentun og án þess að ganga á gjaldeyrisforðann. Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af verðbólgu þótt gengi krónunnar hafi sigið um tíu prósent frá áramótum. Seðlabankinn leikur stórt hlutverk í viðbrögðum við þvíefnahagsástandi sem nú ríkir og framundan er vegna kórónuveiru faraldursins. Í morgun boðaði bankinn til síns þriðja kynningarfundar með fjölmiðlum og fjármálafyrirtækjum á jafnmörgum vikum. Á fyrri fundunum tveimur lækkaði bankinn megin vexti sína ítveimur stórum skrefum eða um eitt prósentustig samtals. Seðlabankastjóri segir kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eigi að tryggja að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið.Vísir/Sigurjón Nú segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að bankinn muni kaupa ríkisskuldabréf í stórum stíl, það er að segja, lána ríkissjóði peninga. Það verði gert meðpeningaprentun og ekki gengið á gjaldeyrisvaraforðan. „Í ljósi þess að ríkissjóður Íslands muna þurfa aukið fjármagn til að standa skil á útgjöldum vegna Covid19 veirunnar og eins og einnig hefur komið fram hefur ríkissjóður líka veitt gjaldfresti þá er fyrirsjáanlegt að það verði meiri útgáfa,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri hefur boðað að vextir verði lækkaðir niður í allt að núll prósent ef á þurfi að halda og að bankinn eigi mörg önnur verkfæri í kistu sinni eins og fram kom meðal annars í dag. Fyrir viku aflétti bankinn einnig sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna sem þýddi að þeir hafa nú 60 milljarða til viðbótar til að lána út og skuldbreyta, eða samanlagt 350 milljarða á þessu ári. „Þannig að kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eru þá ætluð til þess að tryggja framgang peningastefnunnar á markaði. Tryggja það að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið. Tryggja það að bæði heimili og fyrirtæki geti notið lágra langtímavaxta í gegnum þetta áfall,“ sagði Ásgeir Jónsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Hefur bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. 23. mars 2020 08:34 Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. 18. mars 2020 19:30 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Hefur bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. 23. mars 2020 08:34
Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. 18. mars 2020 19:30
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05
Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01