Sektargreiðslur líkleg en fordæmalaus refsing við broti á samkomubanni Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2020 12:26 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir ekki fordæmi fyrir refsingu vegna brota á sóttvarnalögum hér á landi. Vísir/Vilhelm Brot á samkomubanni hér á landi gætu varðað sektum eða fangelsisvist. Varahéraðssaksóknari telur að brot á sóttvarnalögum séu líklegri til leiða til sektargreiðsla. Þær gætu verið sambærilegar við þá sem fréttist af í Noregi á dögunum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í gær að talsvert hefði verið af tilkynningum um fólk sem fer ekki eftir reglum samkomubannsins. Þá hefði sést á fjölda undanþágubeiðna að margir virðist ekki átta sig á alvarleika málsins. Sagði hann að fólkið yrði að taka banninu alvarlega. Spurður út í viðurlög sagði hann að það ætti að skýrast fljótlega. Í Noregi var karlmaður sektaður því sem nemur um 250 þúsund íslenskum krónum fyrir að fara smitaður í gleðskap. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir ákvæði að finna í sóttvarnalögum fyrir sektum og fangelsisvist allt að þremur mánuðum. „Það sem fyrst og fremst reynir á eru sóttvarnalögin. Þessar aðgerðir sem hefur verið gripið til um samkomubann byggja á heimildum í sóttvarnalögum. Og þar eru ákveðnar skyldur lagðar á einstakling bæði til að gæta þess að smitsjúkdómar breiðist ekki út og fara eftir þeim tilmælum sem viðkomandi þarf að fara eftir. Þessi lög varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum. Það er þannig samkvæmt ákveðnum venjum að svona sérrefsilög eins og þessi sóttvarnalög eru varða alla jafna sektum frekar en fangelsisrefsingu,“ segir Kolbrún. Þyrfti líklega sérstaka heimild eða málið færi fyrir dóm Hún segir ekki útilokað að sektin yrði svipuð hér á landi og í Noregi. Vandinn sé þó sá að svo virðist sem slíkri sekt hafi ekki verið beitt áður og því ekki fordæmi fyrir henni hér á landi. „Mér vitanlega hefur ekki reynt á þetta. En ég segi það með þeim fyrirvara að ég þekki kannski ekki til þess. Ég man allavega ekki eftir slíku. Norska dæmið sem þú nefnir, honum var gert að greiða sekt á grundvelli sambærilegra ákveða í norsku sóttvarnalögunum. Það er svo sem ekki útilokað að þetta yrði eitthvað svipað hér.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti á það á upplýsingafundi í gær að samkomubannið yrði að taka alvarlega.Vísir/Vilhelm Þá stendur eftir spurningin, hvernig yrði sektað hér á landi? Gæti lögreglustjóri gefið út sekt til einstaklinga sem brjóta gegn samkomubanninu, líkt og með hraðakstur, eða þyrfti lögreglustjóri að fara með málið fyrir dóm þar sem ákveðið yrði hvort viðkomandi yrði sektaður eða ekki? „Ég myndi halda að það væri svolítið erfitt. Samkvæmt íslenskum lögum hafa lögreglustjórar heimild til að ljúka brotum með sektargerð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Það er fyrst og fremst á grundvelli fyrirmæla frá ríkissaksóknara. Það eru fyrirmæli sem ríkissaksóknari hefur gefið um hver á að hæfileg sekt í mismunandi brotaflokkum. Það er ekki fjallað um brot á sóttvarnalögum í þessum fyrirmælum ríkissaksóknara. Án allrar ábyrgðar myndi ég fyrirfram ætla að annað hvort þyrfti lögreglustjórar að fá sérstaka heimild frá ríkissaksóknara til að ljúka svona málum með útgáfu sektargerðar eða þá hreinlega að fara með málið fyrir dóm,“ segir Kolbrún. Ströng skilyrði Ekki er þú útilokað að ákært yrði fyrir alvarlegri brot í þessum faraldri. Til dæmis ef einhver smitar annan einstakling með einbeittum brotavilja eða af gáleysi. „Það er möguleiki að það geti fallið undir ákvæði í almennum hegningarlögum. Við erum með í hegningarlögunum kafla sem fjallar um almannahættubrot. Þar er ákvæði í 175. greininni sem fjallar um það að þegar einhver veldur hættu á því að næmur sjúkdómur komi upp eða berist út á milli manna, eða þá brýtur gegn lagafyrirmælum um varnir gegn smitsjúkdómum eða sóttvarnalögum. Það getur varðað fangelsi allt að þremur árum. Ef slíkt brot er framið af gáleysi, er refsiramminn fangelsi allt að sex mánuðum,“ segir Kolbrún. Brot á sóttvarnalögum gætu leitt til ákæru og dómsmál fyrir héraðsdómi.Vísir/Vilhelm Hún segir að alvarlegri tilvik geti komið upp þar sem einhver af ásetningi smitar af þessum sjúkdómi. Þá kæmu ákvæði í almennum hegningarlögum til skoðunar. „En það eru ströng skilyrði svo slík háttsemi falli undir þessi ákvæði. Helstu ákvæðin sem ég tel að kæmu til skoðunar væru á grundvelli sóttvarnalaga,“ segir Kolbrún. En hefur einhvern tímann reynt á þetta ákvæði í 175. grein almennu hegningarlaganna? „Það hefur ekki mér vitanlega verið dæmt á grundvelli 17.5 greinar almennra hegningarlaga. Það kom upp fyrir nokkrum árum mál þar sem maður var grunaður um að smita einstaklinga af HIV-veirunni. Það var rannsakað með hliðsjón af þessu máli, það mál var fellt niður og fór ekki fyrir dómstóla. Það er eina tilvikið sem ég man eftir sem hefur komið til skoðunar á síðustu árum.“ Uppfært kl. 13:15 Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, segir í svari við fyrirspurn frá Vísi að tilmæli til lögreglustjóra um að ljúka brotum vegna samkomubanns með sektargerð séu í vinnslu og stefnt að því að birta þau fyrir vikulokin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Brot á samkomubanni hér á landi gætu varðað sektum eða fangelsisvist. Varahéraðssaksóknari telur að brot á sóttvarnalögum séu líklegri til leiða til sektargreiðsla. Þær gætu verið sambærilegar við þá sem fréttist af í Noregi á dögunum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í gær að talsvert hefði verið af tilkynningum um fólk sem fer ekki eftir reglum samkomubannsins. Þá hefði sést á fjölda undanþágubeiðna að margir virðist ekki átta sig á alvarleika málsins. Sagði hann að fólkið yrði að taka banninu alvarlega. Spurður út í viðurlög sagði hann að það ætti að skýrast fljótlega. Í Noregi var karlmaður sektaður því sem nemur um 250 þúsund íslenskum krónum fyrir að fara smitaður í gleðskap. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir ákvæði að finna í sóttvarnalögum fyrir sektum og fangelsisvist allt að þremur mánuðum. „Það sem fyrst og fremst reynir á eru sóttvarnalögin. Þessar aðgerðir sem hefur verið gripið til um samkomubann byggja á heimildum í sóttvarnalögum. Og þar eru ákveðnar skyldur lagðar á einstakling bæði til að gæta þess að smitsjúkdómar breiðist ekki út og fara eftir þeim tilmælum sem viðkomandi þarf að fara eftir. Þessi lög varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum. Það er þannig samkvæmt ákveðnum venjum að svona sérrefsilög eins og þessi sóttvarnalög eru varða alla jafna sektum frekar en fangelsisrefsingu,“ segir Kolbrún. Þyrfti líklega sérstaka heimild eða málið færi fyrir dóm Hún segir ekki útilokað að sektin yrði svipuð hér á landi og í Noregi. Vandinn sé þó sá að svo virðist sem slíkri sekt hafi ekki verið beitt áður og því ekki fordæmi fyrir henni hér á landi. „Mér vitanlega hefur ekki reynt á þetta. En ég segi það með þeim fyrirvara að ég þekki kannski ekki til þess. Ég man allavega ekki eftir slíku. Norska dæmið sem þú nefnir, honum var gert að greiða sekt á grundvelli sambærilegra ákveða í norsku sóttvarnalögunum. Það er svo sem ekki útilokað að þetta yrði eitthvað svipað hér.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti á það á upplýsingafundi í gær að samkomubannið yrði að taka alvarlega.Vísir/Vilhelm Þá stendur eftir spurningin, hvernig yrði sektað hér á landi? Gæti lögreglustjóri gefið út sekt til einstaklinga sem brjóta gegn samkomubanninu, líkt og með hraðakstur, eða þyrfti lögreglustjóri að fara með málið fyrir dóm þar sem ákveðið yrði hvort viðkomandi yrði sektaður eða ekki? „Ég myndi halda að það væri svolítið erfitt. Samkvæmt íslenskum lögum hafa lögreglustjórar heimild til að ljúka brotum með sektargerð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Það er fyrst og fremst á grundvelli fyrirmæla frá ríkissaksóknara. Það eru fyrirmæli sem ríkissaksóknari hefur gefið um hver á að hæfileg sekt í mismunandi brotaflokkum. Það er ekki fjallað um brot á sóttvarnalögum í þessum fyrirmælum ríkissaksóknara. Án allrar ábyrgðar myndi ég fyrirfram ætla að annað hvort þyrfti lögreglustjórar að fá sérstaka heimild frá ríkissaksóknara til að ljúka svona málum með útgáfu sektargerðar eða þá hreinlega að fara með málið fyrir dóm,“ segir Kolbrún. Ströng skilyrði Ekki er þú útilokað að ákært yrði fyrir alvarlegri brot í þessum faraldri. Til dæmis ef einhver smitar annan einstakling með einbeittum brotavilja eða af gáleysi. „Það er möguleiki að það geti fallið undir ákvæði í almennum hegningarlögum. Við erum með í hegningarlögunum kafla sem fjallar um almannahættubrot. Þar er ákvæði í 175. greininni sem fjallar um það að þegar einhver veldur hættu á því að næmur sjúkdómur komi upp eða berist út á milli manna, eða þá brýtur gegn lagafyrirmælum um varnir gegn smitsjúkdómum eða sóttvarnalögum. Það getur varðað fangelsi allt að þremur árum. Ef slíkt brot er framið af gáleysi, er refsiramminn fangelsi allt að sex mánuðum,“ segir Kolbrún. Brot á sóttvarnalögum gætu leitt til ákæru og dómsmál fyrir héraðsdómi.Vísir/Vilhelm Hún segir að alvarlegri tilvik geti komið upp þar sem einhver af ásetningi smitar af þessum sjúkdómi. Þá kæmu ákvæði í almennum hegningarlögum til skoðunar. „En það eru ströng skilyrði svo slík háttsemi falli undir þessi ákvæði. Helstu ákvæðin sem ég tel að kæmu til skoðunar væru á grundvelli sóttvarnalaga,“ segir Kolbrún. En hefur einhvern tímann reynt á þetta ákvæði í 175. grein almennu hegningarlaganna? „Það hefur ekki mér vitanlega verið dæmt á grundvelli 17.5 greinar almennra hegningarlaga. Það kom upp fyrir nokkrum árum mál þar sem maður var grunaður um að smita einstaklinga af HIV-veirunni. Það var rannsakað með hliðsjón af þessu máli, það mál var fellt niður og fór ekki fyrir dómstóla. Það er eina tilvikið sem ég man eftir sem hefur komið til skoðunar á síðustu árum.“ Uppfært kl. 13:15 Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, segir í svari við fyrirspurn frá Vísi að tilmæli til lögreglustjóra um að ljúka brotum vegna samkomubanns með sektargerð séu í vinnslu og stefnt að því að birta þau fyrir vikulokin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira