Assange neitað um lausn gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 15:35 Assange á meðan á réttarhöldum stóð vegna mögulegs framsals hans til Svíþjóðar árið 2011. Þegar hann gekk laus gegn tryggingu árið 2012 flúði hann í ekvadorska sendiráðið í Lundúnum til að komast hjá framsali og hafðist þar við næstu sjö árin. Vísir/EPA Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. Réttarhöld standa yfir um hvort að framselja eigi Assange til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir brot á njósnalögum og samsæri um tölvuinnbrot í tengslum við uppljóstranir Wikileaks upp úr bandarískum leyniskjölum árið 2010. Assange er haldið í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum þar sem lögmenn hans og málsvarar halda því við að hann búi við illan kost. Edward Fitzgerald, einn lögmanna hans, sagði dómstólnum að Assange hefði í fjórgang fengið öndunarfærasýkingar þegar hann hafðist við í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum í sjö ár. Fitzgerald sagði að Assange glímdi einnig við hjartavandamál sem settu hann í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. „Áherslan er ekki á flótta heldur á að halda lífi,“ sagði Fitzgerald sem fullyrti að ekki væri alvarleg hætta á að Assange reyndi að flýja landið. Veiktist hann aftur á móti í fangelsi gæti hann látið lífið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Faraldurinn ekki ástæða til að sleppa Assange Dómarinn í málinu, Vanessa Baraitser, gaf lítið fyrir þau rök og benti á að Assange hefði sjálfur lýst því yfir að hann myndi frekar stytta sér aldur en að láta framselja sig til Bandaríkjanna. Kórónuveiruheimsfaraldurinn væri ekki í sjálfu sér ástæða til að láta Assange lausan eins og sakir standa. Taldi Baraitser framferði Assange í gegnum tíðina sýna hversu langt hann væri tilbúinn að ganga til að koma sér undan framsalsmeðferð. Veruleg ástæða væri til að ætla að hann gæti aftur reynt að láta sig hverfa yrði hann látinn laus úr fangelsi. Assange hlaut lausn gegn tryggingu á Bretland á meðan fjallað var um framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna rannsóknar á meintum kynferðisbrotum hans þar. Hann rauf skilmála lausnar sinnar þá með því að flýja í ekvadorska sendiráðið þar sem hann fékk pólitískt hæli. Þar dvaldi Assange í sjö ár, allt þar til í fyrra þegar ekvadorsk stjórnvöld afturkölluðu hælisveitinguna og vísuðu honum úr sendiráðinu. Fitzgerald hélt því á móti fram að Assange ætti kærustu sem hefði búið í Bretlandi í tuttugu ár og að saman ættu þau börn. Hann gæti búið með henni yrði hann látinn laus gegn tryggingu. Fullyrti lögmaðurinn að aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í Belmarsh-fangelsinu þýddu að lögmenn Assange gætu ekki rætt við hann til að undirbúa málsvörn hans. Fulltrúi bandarískra stjórnvalda sagði að mikil hætta væri á að Assange reyndi að flýja aftur til að forðast framsal. „Herra Assange telur sig yfir lögin hafinn,“ sagði Clair Dobbin, lögmaður Bandaríkjastjórnar. WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Sjá meira
Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. Réttarhöld standa yfir um hvort að framselja eigi Assange til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir brot á njósnalögum og samsæri um tölvuinnbrot í tengslum við uppljóstranir Wikileaks upp úr bandarískum leyniskjölum árið 2010. Assange er haldið í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum þar sem lögmenn hans og málsvarar halda því við að hann búi við illan kost. Edward Fitzgerald, einn lögmanna hans, sagði dómstólnum að Assange hefði í fjórgang fengið öndunarfærasýkingar þegar hann hafðist við í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum í sjö ár. Fitzgerald sagði að Assange glímdi einnig við hjartavandamál sem settu hann í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. „Áherslan er ekki á flótta heldur á að halda lífi,“ sagði Fitzgerald sem fullyrti að ekki væri alvarleg hætta á að Assange reyndi að flýja landið. Veiktist hann aftur á móti í fangelsi gæti hann látið lífið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Faraldurinn ekki ástæða til að sleppa Assange Dómarinn í málinu, Vanessa Baraitser, gaf lítið fyrir þau rök og benti á að Assange hefði sjálfur lýst því yfir að hann myndi frekar stytta sér aldur en að láta framselja sig til Bandaríkjanna. Kórónuveiruheimsfaraldurinn væri ekki í sjálfu sér ástæða til að láta Assange lausan eins og sakir standa. Taldi Baraitser framferði Assange í gegnum tíðina sýna hversu langt hann væri tilbúinn að ganga til að koma sér undan framsalsmeðferð. Veruleg ástæða væri til að ætla að hann gæti aftur reynt að láta sig hverfa yrði hann látinn laus úr fangelsi. Assange hlaut lausn gegn tryggingu á Bretland á meðan fjallað var um framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna rannsóknar á meintum kynferðisbrotum hans þar. Hann rauf skilmála lausnar sinnar þá með því að flýja í ekvadorska sendiráðið þar sem hann fékk pólitískt hæli. Þar dvaldi Assange í sjö ár, allt þar til í fyrra þegar ekvadorsk stjórnvöld afturkölluðu hælisveitinguna og vísuðu honum úr sendiráðinu. Fitzgerald hélt því á móti fram að Assange ætti kærustu sem hefði búið í Bretlandi í tuttugu ár og að saman ættu þau börn. Hann gæti búið með henni yrði hann látinn laus gegn tryggingu. Fullyrti lögmaðurinn að aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í Belmarsh-fangelsinu þýddu að lögmenn Assange gætu ekki rætt við hann til að undirbúa málsvörn hans. Fulltrúi bandarískra stjórnvalda sagði að mikil hætta væri á að Assange reyndi að flýja aftur til að forðast framsal. „Herra Assange telur sig yfir lögin hafinn,“ sagði Clair Dobbin, lögmaður Bandaríkjastjórnar.
WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Sjá meira
Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04
Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42