Assange neitað um lausn gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 15:35 Assange á meðan á réttarhöldum stóð vegna mögulegs framsals hans til Svíþjóðar árið 2011. Þegar hann gekk laus gegn tryggingu árið 2012 flúði hann í ekvadorska sendiráðið í Lundúnum til að komast hjá framsali og hafðist þar við næstu sjö árin. Vísir/EPA Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. Réttarhöld standa yfir um hvort að framselja eigi Assange til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir brot á njósnalögum og samsæri um tölvuinnbrot í tengslum við uppljóstranir Wikileaks upp úr bandarískum leyniskjölum árið 2010. Assange er haldið í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum þar sem lögmenn hans og málsvarar halda því við að hann búi við illan kost. Edward Fitzgerald, einn lögmanna hans, sagði dómstólnum að Assange hefði í fjórgang fengið öndunarfærasýkingar þegar hann hafðist við í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum í sjö ár. Fitzgerald sagði að Assange glímdi einnig við hjartavandamál sem settu hann í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. „Áherslan er ekki á flótta heldur á að halda lífi,“ sagði Fitzgerald sem fullyrti að ekki væri alvarleg hætta á að Assange reyndi að flýja landið. Veiktist hann aftur á móti í fangelsi gæti hann látið lífið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Faraldurinn ekki ástæða til að sleppa Assange Dómarinn í málinu, Vanessa Baraitser, gaf lítið fyrir þau rök og benti á að Assange hefði sjálfur lýst því yfir að hann myndi frekar stytta sér aldur en að láta framselja sig til Bandaríkjanna. Kórónuveiruheimsfaraldurinn væri ekki í sjálfu sér ástæða til að láta Assange lausan eins og sakir standa. Taldi Baraitser framferði Assange í gegnum tíðina sýna hversu langt hann væri tilbúinn að ganga til að koma sér undan framsalsmeðferð. Veruleg ástæða væri til að ætla að hann gæti aftur reynt að láta sig hverfa yrði hann látinn laus úr fangelsi. Assange hlaut lausn gegn tryggingu á Bretland á meðan fjallað var um framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna rannsóknar á meintum kynferðisbrotum hans þar. Hann rauf skilmála lausnar sinnar þá með því að flýja í ekvadorska sendiráðið þar sem hann fékk pólitískt hæli. Þar dvaldi Assange í sjö ár, allt þar til í fyrra þegar ekvadorsk stjórnvöld afturkölluðu hælisveitinguna og vísuðu honum úr sendiráðinu. Fitzgerald hélt því á móti fram að Assange ætti kærustu sem hefði búið í Bretlandi í tuttugu ár og að saman ættu þau börn. Hann gæti búið með henni yrði hann látinn laus gegn tryggingu. Fullyrti lögmaðurinn að aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í Belmarsh-fangelsinu þýddu að lögmenn Assange gætu ekki rætt við hann til að undirbúa málsvörn hans. Fulltrúi bandarískra stjórnvalda sagði að mikil hætta væri á að Assange reyndi að flýja aftur til að forðast framsal. „Herra Assange telur sig yfir lögin hafinn,“ sagði Clair Dobbin, lögmaður Bandaríkjastjórnar. WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. Réttarhöld standa yfir um hvort að framselja eigi Assange til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir brot á njósnalögum og samsæri um tölvuinnbrot í tengslum við uppljóstranir Wikileaks upp úr bandarískum leyniskjölum árið 2010. Assange er haldið í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum þar sem lögmenn hans og málsvarar halda því við að hann búi við illan kost. Edward Fitzgerald, einn lögmanna hans, sagði dómstólnum að Assange hefði í fjórgang fengið öndunarfærasýkingar þegar hann hafðist við í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum í sjö ár. Fitzgerald sagði að Assange glímdi einnig við hjartavandamál sem settu hann í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. „Áherslan er ekki á flótta heldur á að halda lífi,“ sagði Fitzgerald sem fullyrti að ekki væri alvarleg hætta á að Assange reyndi að flýja landið. Veiktist hann aftur á móti í fangelsi gæti hann látið lífið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Faraldurinn ekki ástæða til að sleppa Assange Dómarinn í málinu, Vanessa Baraitser, gaf lítið fyrir þau rök og benti á að Assange hefði sjálfur lýst því yfir að hann myndi frekar stytta sér aldur en að láta framselja sig til Bandaríkjanna. Kórónuveiruheimsfaraldurinn væri ekki í sjálfu sér ástæða til að láta Assange lausan eins og sakir standa. Taldi Baraitser framferði Assange í gegnum tíðina sýna hversu langt hann væri tilbúinn að ganga til að koma sér undan framsalsmeðferð. Veruleg ástæða væri til að ætla að hann gæti aftur reynt að láta sig hverfa yrði hann látinn laus úr fangelsi. Assange hlaut lausn gegn tryggingu á Bretland á meðan fjallað var um framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna rannsóknar á meintum kynferðisbrotum hans þar. Hann rauf skilmála lausnar sinnar þá með því að flýja í ekvadorska sendiráðið þar sem hann fékk pólitískt hæli. Þar dvaldi Assange í sjö ár, allt þar til í fyrra þegar ekvadorsk stjórnvöld afturkölluðu hælisveitinguna og vísuðu honum úr sendiráðinu. Fitzgerald hélt því á móti fram að Assange ætti kærustu sem hefði búið í Bretlandi í tuttugu ár og að saman ættu þau börn. Hann gæti búið með henni yrði hann látinn laus gegn tryggingu. Fullyrti lögmaðurinn að aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í Belmarsh-fangelsinu þýddu að lögmenn Assange gætu ekki rætt við hann til að undirbúa málsvörn hans. Fulltrúi bandarískra stjórnvalda sagði að mikil hætta væri á að Assange reyndi að flýja aftur til að forðast framsal. „Herra Assange telur sig yfir lögin hafinn,“ sagði Clair Dobbin, lögmaður Bandaríkjastjórnar.
WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04
Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42