Tíu staðreyndir sem þú vissir mögulega ekki um þættina Love is Blind Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2020 10:28 Sum pörin fóru alla leið í þáttunum. Raunveruleikaþættirnir Love is Blind slógu í gegn á Netflix í byrjun árs. Þættirnir ganga út á það að fólk á að reyna finna ástin í lífi sínu einungis með því að tala saman. Svo í kjölfarið á það að trúlofa sig til að geta haldið áfram þátttöku. Því næst er fylgst með parinu í einn mánuð og það úti í hinum venjulega heimi. Eftir einn mánuð er komið að brúðkaupinu og þá fengu áhorfendur að sjá hvort parið var reiðubúið að ganga í það heilaga. Inni á YouTube-síðu The Talko er búið að taka saman tíu staðreyndir sem framleiðendur þáttanna vilja eflaust ekki að almenningur viti. Hér að neðan má sjá þær staðreyndir. 1. Keppendur sóttu í raun ekki um að vera í þáttunum heldur fundu framleiðendurnir þá á samfélagsmiðlum. 2. Ástæðan fyrir því að keppendur drukku nánast alltaf alla drykki úr álglösum var að framleiðendur vildu ekki að það sægist of mikið að keppendur væri að drekka áfengi. Einnig gat tekið langan tíma að taka upp hvert atriði og því mátti ekki sjást hvað mikið eða lítið væri eftir í glasinu. 3. Herbergin (the pods) sem keppendur töluðu saman í upphafi þáttanna þegar þau höfðu ekki séð hvort annað voru algjörlega hljóðeinangruð. Því gátu keppendur aðeins heyrt í hvort öðru í gegnum hátalara og með hljóðnemum. 4. Þegar keppendur trúlofuðu sig þurftu þau í raun að bíða í heilt ár með að tilkynna fréttirnar fyrir öllum vinum þar sem þættirnir voru í raun teknir upp fyrir um 18 mánuðum. 5. Allir þátttakendur gátu í raun beðið um hvað sem er í mat eða drykk þegar þeir fóru á blint stefnumót í herbergjunum frægu. Framleiðendur vildu reyna eftir bestu getu að skapa það andrúmsloft sem vilji var fyrir. 6. Sumir keppendur tóku upp á því að leggja sig á blindu stefnumótunum og var það oftast gert á stefnumótum við fólk sem það hafði ekki áhuga á. Ástæðan fyrir því var að tökudagar voru langir og stefnumótin því mjög mörg. Sum stefnumót stóðu yfir í 4-5 klukkustundir. 7. Í raun var leyfilegt að spyrja út í hvað sem er í þáttunum. Það var í lagi að fá greinagóða lýsingu um útlit keppanda og í raun ekkert bannað. 8. Undir lokin fengu öll pörin brúðkaup sér til heiðurs. Sum brúðkaupin fóru vel fram, önnur ekki. Aftur á móti þurftu pörin ekki að greiða fyrir brúðkaupin og þurftu þau aðeins að vera undir ákveðnari kostnaðaráætlun. 9. Alls trúlofuðu sex pör sig í þáttunum en sum þeirra komust aldrei á skjáinn. Upphaflega tóku tuttugu konur þátt og tuttugu karlmenn. Sum pörin sem trúlofuðu sig í þáttunum fengu í raun ekki að halda áfram og varð það í höndum framleiðendanna að ákveða hvaða pör ætti að elta út í hinn stóra heim. 10. Allir keppendur í þáttunum voru frá Atlanta í Bandaríkjunum og það var gert svo það væri auðvelt að fylgjast með pörunum í þeirra venjulegu aðstæðum eftir fyrstu tíu dagana. Hollywood Netflix Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Raunveruleikaþættirnir Love is Blind slógu í gegn á Netflix í byrjun árs. Þættirnir ganga út á það að fólk á að reyna finna ástin í lífi sínu einungis með því að tala saman. Svo í kjölfarið á það að trúlofa sig til að geta haldið áfram þátttöku. Því næst er fylgst með parinu í einn mánuð og það úti í hinum venjulega heimi. Eftir einn mánuð er komið að brúðkaupinu og þá fengu áhorfendur að sjá hvort parið var reiðubúið að ganga í það heilaga. Inni á YouTube-síðu The Talko er búið að taka saman tíu staðreyndir sem framleiðendur þáttanna vilja eflaust ekki að almenningur viti. Hér að neðan má sjá þær staðreyndir. 1. Keppendur sóttu í raun ekki um að vera í þáttunum heldur fundu framleiðendurnir þá á samfélagsmiðlum. 2. Ástæðan fyrir því að keppendur drukku nánast alltaf alla drykki úr álglösum var að framleiðendur vildu ekki að það sægist of mikið að keppendur væri að drekka áfengi. Einnig gat tekið langan tíma að taka upp hvert atriði og því mátti ekki sjást hvað mikið eða lítið væri eftir í glasinu. 3. Herbergin (the pods) sem keppendur töluðu saman í upphafi þáttanna þegar þau höfðu ekki séð hvort annað voru algjörlega hljóðeinangruð. Því gátu keppendur aðeins heyrt í hvort öðru í gegnum hátalara og með hljóðnemum. 4. Þegar keppendur trúlofuðu sig þurftu þau í raun að bíða í heilt ár með að tilkynna fréttirnar fyrir öllum vinum þar sem þættirnir voru í raun teknir upp fyrir um 18 mánuðum. 5. Allir þátttakendur gátu í raun beðið um hvað sem er í mat eða drykk þegar þeir fóru á blint stefnumót í herbergjunum frægu. Framleiðendur vildu reyna eftir bestu getu að skapa það andrúmsloft sem vilji var fyrir. 6. Sumir keppendur tóku upp á því að leggja sig á blindu stefnumótunum og var það oftast gert á stefnumótum við fólk sem það hafði ekki áhuga á. Ástæðan fyrir því var að tökudagar voru langir og stefnumótin því mjög mörg. Sum stefnumót stóðu yfir í 4-5 klukkustundir. 7. Í raun var leyfilegt að spyrja út í hvað sem er í þáttunum. Það var í lagi að fá greinagóða lýsingu um útlit keppanda og í raun ekkert bannað. 8. Undir lokin fengu öll pörin brúðkaup sér til heiðurs. Sum brúðkaupin fóru vel fram, önnur ekki. Aftur á móti þurftu pörin ekki að greiða fyrir brúðkaupin og þurftu þau aðeins að vera undir ákveðnari kostnaðaráætlun. 9. Alls trúlofuðu sex pör sig í þáttunum en sum þeirra komust aldrei á skjáinn. Upphaflega tóku tuttugu konur þátt og tuttugu karlmenn. Sum pörin sem trúlofuðu sig í þáttunum fengu í raun ekki að halda áfram og varð það í höndum framleiðendanna að ákveða hvaða pör ætti að elta út í hinn stóra heim. 10. Allir keppendur í þáttunum voru frá Atlanta í Bandaríkjunum og það var gert svo það væri auðvelt að fylgjast með pörunum í þeirra venjulegu aðstæðum eftir fyrstu tíu dagana.
Hollywood Netflix Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira