Erlent

Mexíkóskir mótmælendur loka landamærunum við Bandaríkin

Andri Eysteinsson skrifar
Frá landamærastöð í Nogales í Arizona þar sem mótmælendur hafa stöðvað umferð síðusta sólarhringinn.
Frá landamærastöð í Nogales í Arizona þar sem mótmælendur hafa stöðvað umferð síðusta sólarhringinn. Getty/SOPA

Mótmælendur úr röðum íbúa mexíkóska ríkisins Sonora, sem deilir landamærum með Arizona í Bandaríkjunum, segjast ætla að halda áfram að halda landamærastöðvum í Nogales lokuðum af ótta við að Bandaríkjamenn, sýktir af kórónuveirunni, haldi yfir landamærin. BBC greinir frá.

Landamærin eiga að vera lokuð fyrir allri óþarfa umferð en mótmælendurnir segja eftirlitið vera of lítið á svæðinu. Kalla mótmælendur eftir því að allir þeir sem vilja fara yfir landamærin gefi sýni sem verði rannsakað með tilliti til kórónuveirunnar.

Einn mótmælanda, Jose Luis Hernandez, segir í viðtali við Arizona Republic að aðgerðirnar séu áskorun til forseta Mexíkó. „Það eru engar læknisskoðanir til þess að takast á við faraldurinn. Þess vegna erum við hér. Við beitum þessum aðgerðum til að skora á Andrés Lopez Obrador, forseta Mexíkó og krefjumst aðgerða.

Lopez Obrador hefur líkt og kollegi hans í norðri verið gagnrýndur í heimalandinu fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Um 500 tilfelli hafa greinst í Mexíkó en yfir 65 þúsund í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×