Nýjar rútínur mikilvægar fjölskyldum í félagsforðun Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 18:19 Hafliði segir lykilinn að breyttum aðstæðum fjölskyldna og para felast í að mynda nýjar venjur. Vísir/Getty Samkomubannið og félagsforðun getur haft slæm áhrif á fjölskyldulífið og sambönd. Mikilvægt er fyrir pör í bandræðum að bíða ekki með að leita sér hjálpar og að mynda nýjar venjur. Hafliði Kristinsson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi, var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, og ræddi hann um spennu og önnur vandræði á heimilum. Þar halda margir sig þessa dagana og þessi aukna samvera og nærvera getur leitt til vandræða. Hafliði segist þó enn ekki viss um að hin neikvæðu áhrif séu komin í ljós að fullu en hann hefur heyrt margar góðar og jákvæðar sögur. Þær snúi jafnvel að nýjum tækifærum sem myndist við þessar aðstæður. „Lykillinn er að það þarf að búa til nýja rútínu og hún verður mjög mikilvæg í þessu. Þetta er kannski svolítið eins og sumarfrí, án þess að vera í sumarfríi,“ sagði Hafliði. Nefni hann hjón sem hann ræddi nýverið við. Þau vinna bæði heima og það hefði tekið smá tíma fyrir krakkana að átta sig á að þau hefðu ekki sama aðgang að þeim og þegar þau væru heima við venjulegar aðstæður. Það þyrfti að mynda nýjar venjur varðandi það. Foreldrar eru einnig komnir að einhverju leyti í hlutverk kennara, sem getur valdið frekari spennu í fjölskyldum. Hafliði segir að þetta álag geti þrýst á viðkvæma punkta í samböndum og það geti leitt til vandræða. Fyrir viðkomandi er best að leita sér hjálpar hið snarasta. Hann setti það í samhengi við það að vera lasinn eða kviknað væri í heima hjá manni. „Því fyrr sem þú hringir á hjálp eða leitar hjálpar, því meiri líkur eru á því að það sé hægt að laga þetta,“ sagði Hafliði. „Ekki bíða svo lengi að það verði of mikið brunnið og ekki hægt að bjargar hlutunum.“ Hlusta má frekar á Hafliða hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Samkomubannið og félagsforðun getur haft slæm áhrif á fjölskyldulífið og sambönd. Mikilvægt er fyrir pör í bandræðum að bíða ekki með að leita sér hjálpar og að mynda nýjar venjur. Hafliði Kristinsson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi, var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, og ræddi hann um spennu og önnur vandræði á heimilum. Þar halda margir sig þessa dagana og þessi aukna samvera og nærvera getur leitt til vandræða. Hafliði segist þó enn ekki viss um að hin neikvæðu áhrif séu komin í ljós að fullu en hann hefur heyrt margar góðar og jákvæðar sögur. Þær snúi jafnvel að nýjum tækifærum sem myndist við þessar aðstæður. „Lykillinn er að það þarf að búa til nýja rútínu og hún verður mjög mikilvæg í þessu. Þetta er kannski svolítið eins og sumarfrí, án þess að vera í sumarfríi,“ sagði Hafliði. Nefni hann hjón sem hann ræddi nýverið við. Þau vinna bæði heima og það hefði tekið smá tíma fyrir krakkana að átta sig á að þau hefðu ekki sama aðgang að þeim og þegar þau væru heima við venjulegar aðstæður. Það þyrfti að mynda nýjar venjur varðandi það. Foreldrar eru einnig komnir að einhverju leyti í hlutverk kennara, sem getur valdið frekari spennu í fjölskyldum. Hafliði segir að þetta álag geti þrýst á viðkvæma punkta í samböndum og það geti leitt til vandræða. Fyrir viðkomandi er best að leita sér hjálpar hið snarasta. Hann setti það í samhengi við það að vera lasinn eða kviknað væri í heima hjá manni. „Því fyrr sem þú hringir á hjálp eða leitar hjálpar, því meiri líkur eru á því að það sé hægt að laga þetta,“ sagði Hafliði. „Ekki bíða svo lengi að það verði of mikið brunnið og ekki hægt að bjargar hlutunum.“ Hlusta má frekar á Hafliða hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira