Nýjar rútínur mikilvægar fjölskyldum í félagsforðun Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 18:19 Hafliði segir lykilinn að breyttum aðstæðum fjölskyldna og para felast í að mynda nýjar venjur. Vísir/Getty Samkomubannið og félagsforðun getur haft slæm áhrif á fjölskyldulífið og sambönd. Mikilvægt er fyrir pör í bandræðum að bíða ekki með að leita sér hjálpar og að mynda nýjar venjur. Hafliði Kristinsson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi, var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, og ræddi hann um spennu og önnur vandræði á heimilum. Þar halda margir sig þessa dagana og þessi aukna samvera og nærvera getur leitt til vandræða. Hafliði segist þó enn ekki viss um að hin neikvæðu áhrif séu komin í ljós að fullu en hann hefur heyrt margar góðar og jákvæðar sögur. Þær snúi jafnvel að nýjum tækifærum sem myndist við þessar aðstæður. „Lykillinn er að það þarf að búa til nýja rútínu og hún verður mjög mikilvæg í þessu. Þetta er kannski svolítið eins og sumarfrí, án þess að vera í sumarfríi,“ sagði Hafliði. Nefni hann hjón sem hann ræddi nýverið við. Þau vinna bæði heima og það hefði tekið smá tíma fyrir krakkana að átta sig á að þau hefðu ekki sama aðgang að þeim og þegar þau væru heima við venjulegar aðstæður. Það þyrfti að mynda nýjar venjur varðandi það. Foreldrar eru einnig komnir að einhverju leyti í hlutverk kennara, sem getur valdið frekari spennu í fjölskyldum. Hafliði segir að þetta álag geti þrýst á viðkvæma punkta í samböndum og það geti leitt til vandræða. Fyrir viðkomandi er best að leita sér hjálpar hið snarasta. Hann setti það í samhengi við það að vera lasinn eða kviknað væri í heima hjá manni. „Því fyrr sem þú hringir á hjálp eða leitar hjálpar, því meiri líkur eru á því að það sé hægt að laga þetta,“ sagði Hafliði. „Ekki bíða svo lengi að það verði of mikið brunnið og ekki hægt að bjargar hlutunum.“ Hlusta má frekar á Hafliða hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Samkomubannið og félagsforðun getur haft slæm áhrif á fjölskyldulífið og sambönd. Mikilvægt er fyrir pör í bandræðum að bíða ekki með að leita sér hjálpar og að mynda nýjar venjur. Hafliði Kristinsson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi, var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, og ræddi hann um spennu og önnur vandræði á heimilum. Þar halda margir sig þessa dagana og þessi aukna samvera og nærvera getur leitt til vandræða. Hafliði segist þó enn ekki viss um að hin neikvæðu áhrif séu komin í ljós að fullu en hann hefur heyrt margar góðar og jákvæðar sögur. Þær snúi jafnvel að nýjum tækifærum sem myndist við þessar aðstæður. „Lykillinn er að það þarf að búa til nýja rútínu og hún verður mjög mikilvæg í þessu. Þetta er kannski svolítið eins og sumarfrí, án þess að vera í sumarfríi,“ sagði Hafliði. Nefni hann hjón sem hann ræddi nýverið við. Þau vinna bæði heima og það hefði tekið smá tíma fyrir krakkana að átta sig á að þau hefðu ekki sama aðgang að þeim og þegar þau væru heima við venjulegar aðstæður. Það þyrfti að mynda nýjar venjur varðandi það. Foreldrar eru einnig komnir að einhverju leyti í hlutverk kennara, sem getur valdið frekari spennu í fjölskyldum. Hafliði segir að þetta álag geti þrýst á viðkvæma punkta í samböndum og það geti leitt til vandræða. Fyrir viðkomandi er best að leita sér hjálpar hið snarasta. Hann setti það í samhengi við það að vera lasinn eða kviknað væri í heima hjá manni. „Því fyrr sem þú hringir á hjálp eða leitar hjálpar, því meiri líkur eru á því að það sé hægt að laga þetta,“ sagði Hafliði. „Ekki bíða svo lengi að það verði of mikið brunnið og ekki hægt að bjargar hlutunum.“ Hlusta má frekar á Hafliða hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira