Innlent

Yfir­læknir á Vogi lætur skyndi­lega af störfum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. vísir/baldur

Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og segir ástæðu starfslokanna djúpstæðan ágreining við formann SÁÁ, Arnþór Jónsson.

Morgunblaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum að mikið ósætti ríki innan stjórnar samtakanna vegna framvindu mála. Andað hafi köldu milli Arnþórs og Valgerðar um langt skeið en átök um umfangsmiklar skipulagsbreytingar í rekstri Vogs hafi verið kornið sem fyllti mælinn.

Valgerður hefur verið forstjóri Vogs síðan árið 2017 og hafði þar áður starfað á sjúkrahúsinu sem sérfræðilæknir og yfirlæknir í átján ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×