Slæmar fréttir fyrir Liverpool og níu fingurna á titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 09:39 Trent Alexander-Arnold og félagar í Liverpool þurfa væntanlega að byrja upp á nýtt næsta haust. Getty/Charlotte Wilson Liverpool er aðeins sex stigum frá fyrsta meistaratitlinum sínum í þrjátíu ár en það er eins og umræðan um lokaleikina sé að breytast meðal félaganna tuttugu í ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin hefur ekki flautað tímabilið af en það lítur út fyrir að fleiri og fleiri félög séu að komast á þá skoðun að það eina rétta í stöðunni sé að enda fótboltaleiktíðina í dag. Ástandið í Englandi vegna kórónuveirunnar versnar dag frá degi og það er ekki líklegt að ástandið lagist mikið í bráð. Enska úrvalsdeildin hefur frestað öllum leikjum til 30. apríl en félögin hafa miðað við það að hefja aftur æfingar um miðjan aprílmánuð. Á neyðarfundinum á dögunum var mikill meirihluti fyrir því að klára síðustu níu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni þó að lið eins og West Ham og Brighton hafi verið á móti því. 'It s just not important...People are on ventilators dying and yet we re playing a game.'Several teams have now had a change of heart - and it's bad news for Liverpool https://t.co/yqoouAvFNT— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Samkvæmt heimildum og frétt The Athletic er nú komið annað hljóð í strokkinn í þessu máli. Fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni vilja nú stroka tímabilið út og það vegna siðferðilegra ástæðna. Fólk í Englandi er að deyja eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Einn af heimildamönnum The Athletic sagði: „Það er algjörlega augljóst hvað er að fara að gerasst. Þetta er heimsfaraldur. Við byrjum tímabilið upp á nýtt og það tapa ekki margir. Liverpool vissulega. Ég veit það. Í stóra samhenginu þá skiptir það bara engu máli.“ „Við lítum út eins og uppstökk og fáranleg börn núna. Ég trúi því ákaft að við séum að fara ranga leið,“ sagði annar. „Staðreyndin er að yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins mikilvægir og sendingamaður Tesco í dag. Við rekum leik. Ekki meira né minna. Það er bara ekki staður né stund fyrir íþróttir í dag,“ sagði sá þriðji. „Það er bara móðgun að við séum að tala um þetta. Þetta skiptir ekki máli. Mér finnst þessi umræða bara móðgandi. Fólk er deyjandi í önduanrvélum og við ætlum að fara að spila leiki. Ég er undrandi á þessari umræðu,“ sagði einn til viðbótar við blaðamann The Athletic. Það fer ekki á milli mála að fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni eru komin á þá skoðun að flauta tímabilið af og fórna titli Liverpool. Enska úrvalsdeildin mun hins vegar verða af gríðarlegum tekjum fari leikirnir ekki fram og það er það sem fyrst og fremst heldur voninni um að enska úrvalsdeildinni 2019-20 verði kláruð. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Liverpool er aðeins sex stigum frá fyrsta meistaratitlinum sínum í þrjátíu ár en það er eins og umræðan um lokaleikina sé að breytast meðal félaganna tuttugu í ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin hefur ekki flautað tímabilið af en það lítur út fyrir að fleiri og fleiri félög séu að komast á þá skoðun að það eina rétta í stöðunni sé að enda fótboltaleiktíðina í dag. Ástandið í Englandi vegna kórónuveirunnar versnar dag frá degi og það er ekki líklegt að ástandið lagist mikið í bráð. Enska úrvalsdeildin hefur frestað öllum leikjum til 30. apríl en félögin hafa miðað við það að hefja aftur æfingar um miðjan aprílmánuð. Á neyðarfundinum á dögunum var mikill meirihluti fyrir því að klára síðustu níu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni þó að lið eins og West Ham og Brighton hafi verið á móti því. 'It s just not important...People are on ventilators dying and yet we re playing a game.'Several teams have now had a change of heart - and it's bad news for Liverpool https://t.co/yqoouAvFNT— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Samkvæmt heimildum og frétt The Athletic er nú komið annað hljóð í strokkinn í þessu máli. Fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni vilja nú stroka tímabilið út og það vegna siðferðilegra ástæðna. Fólk í Englandi er að deyja eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Einn af heimildamönnum The Athletic sagði: „Það er algjörlega augljóst hvað er að fara að gerasst. Þetta er heimsfaraldur. Við byrjum tímabilið upp á nýtt og það tapa ekki margir. Liverpool vissulega. Ég veit það. Í stóra samhenginu þá skiptir það bara engu máli.“ „Við lítum út eins og uppstökk og fáranleg börn núna. Ég trúi því ákaft að við séum að fara ranga leið,“ sagði annar. „Staðreyndin er að yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins mikilvægir og sendingamaður Tesco í dag. Við rekum leik. Ekki meira né minna. Það er bara ekki staður né stund fyrir íþróttir í dag,“ sagði sá þriðji. „Það er bara móðgun að við séum að tala um þetta. Þetta skiptir ekki máli. Mér finnst þessi umræða bara móðgandi. Fólk er deyjandi í önduanrvélum og við ætlum að fara að spila leiki. Ég er undrandi á þessari umræðu,“ sagði einn til viðbótar við blaðamann The Athletic. Það fer ekki á milli mála að fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni eru komin á þá skoðun að flauta tímabilið af og fórna titli Liverpool. Enska úrvalsdeildin mun hins vegar verða af gríðarlegum tekjum fari leikirnir ekki fram og það er það sem fyrst og fremst heldur voninni um að enska úrvalsdeildinni 2019-20 verði kláruð.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira