Allt bendir til þess að Emil hafi verið upphafsmaður klósettrúlluáskoruninnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 12:00 Emil Hallfreðsson brosti þegar Ríkharð Guðnason sýndi honum klósettrúlluna. Mynd/S2 Sport Emil Hallfreðsson var gestur Ríkharðs Guðnasonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi og þeir fóru meðal annars yfir það hvort Emil Hallfreðsson hafi verið upphafsmaður af vinsælu æði á samfélagsmiðlum. Allt bendir nefnilega til þess að íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hafi byrjað klósettrúlluáskorunina fyrir nokkrum vikum. Ríkharð Guðnason fékk klósettrúllu í hendurnar í viðtali við Emil og spurði íslenska landsliðsmanninn út í þennan möguleika. „Kannastu við þetta,“ spurði Ríkharð. „Já ég kannast eitthvað aðeins við þetta,“ svaraði Emil og Ríkharð sýndi síðan myndbandið sem Emil tók af sér að gera líklega fyrstu klósettrúlluáskorunina. Emil Hallfreðsson hélt þá klósettrúllunni 33 sinnum á lofti en myndbandið var tekið upp heima hjá honum. „Emil, nú eru flestir á Íslandi búnir að gera þetta og margir bestu fótboltamenn heims eru búnir að taka þetta. Veistu hvað ég heyrði í dag: Að þú hafir startað þessu trendi,“ sagði Ríkharð. „Ég ætla ekki að fara að fullyrða það sjálfur en þetta byrjaði ekkert fyrr en mörgum dögum eftir að við konan tókum þetta upp heima. Þetta var bara einhver hugmynd því við vorum nýbúin að fá matar- og klósettpappírsendingu heim í sótthvíldina,“ sagði Emil og hélt áfram: „Það var búin að vera svolítil umræða um klósettpappír og að allir ættu að byrgja sig upp af honum. Ég hugsað að þetta gæti verið svolítið gott challenge að gera, að gera eitthvað nett í sótthvíldinni og að fíflast aðeins,“ sagði Emil. „Ég taggaði einhverja vini mína á Ítalíu og síðan byrjaði þetta þvílíkt að berast út um allt. Það er bara skemmtilegt ef það er svoleiðis að ég hafi átt þetta frá upphafi,“ sagði Emil. Emil Hallfreðsson reyndi svo aftur við klósettáskorunina og það má sjá þá tilraun og viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Emil Hallfreðsson og klósettrúlluáskorunin EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Grín og gaman Sportið í kvöld Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Emil Hallfreðsson var gestur Ríkharðs Guðnasonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi og þeir fóru meðal annars yfir það hvort Emil Hallfreðsson hafi verið upphafsmaður af vinsælu æði á samfélagsmiðlum. Allt bendir nefnilega til þess að íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hafi byrjað klósettrúlluáskorunina fyrir nokkrum vikum. Ríkharð Guðnason fékk klósettrúllu í hendurnar í viðtali við Emil og spurði íslenska landsliðsmanninn út í þennan möguleika. „Kannastu við þetta,“ spurði Ríkharð. „Já ég kannast eitthvað aðeins við þetta,“ svaraði Emil og Ríkharð sýndi síðan myndbandið sem Emil tók af sér að gera líklega fyrstu klósettrúlluáskorunina. Emil Hallfreðsson hélt þá klósettrúllunni 33 sinnum á lofti en myndbandið var tekið upp heima hjá honum. „Emil, nú eru flestir á Íslandi búnir að gera þetta og margir bestu fótboltamenn heims eru búnir að taka þetta. Veistu hvað ég heyrði í dag: Að þú hafir startað þessu trendi,“ sagði Ríkharð. „Ég ætla ekki að fara að fullyrða það sjálfur en þetta byrjaði ekkert fyrr en mörgum dögum eftir að við konan tókum þetta upp heima. Þetta var bara einhver hugmynd því við vorum nýbúin að fá matar- og klósettpappírsendingu heim í sótthvíldina,“ sagði Emil og hélt áfram: „Það var búin að vera svolítil umræða um klósettpappír og að allir ættu að byrgja sig upp af honum. Ég hugsað að þetta gæti verið svolítið gott challenge að gera, að gera eitthvað nett í sótthvíldinni og að fíflast aðeins,“ sagði Emil. „Ég taggaði einhverja vini mína á Ítalíu og síðan byrjaði þetta þvílíkt að berast út um allt. Það er bara skemmtilegt ef það er svoleiðis að ég hafi átt þetta frá upphafi,“ sagði Emil. Emil Hallfreðsson reyndi svo aftur við klósettáskorunina og það má sjá þá tilraun og viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Emil Hallfreðsson og klósettrúlluáskorunin
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Grín og gaman Sportið í kvöld Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira