Forsetafrúin pantaði mat heim og fékk vín með Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2020 17:00 Forsetafrúin Eliza Reid kemur reglulega fram á viðburðum og tekur stundum að sér fundarstjórn. Hér setur hún Ár nýsköpunar í janúar síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Eliza Reid forsetafrú greinir frá því á Instagram að fjölskyldan hafi pantað mat frá veitingastaðnum Skál í gærkvöldi. Hún segir myndirnar sem hún tók af matnum ekki lýsa gæðum hans nógu vel. Þess í stað birtir hún mynd af kvöldverki sínu, púsli með mynd af Íslandi, og rauðvínsglasi sem hún upplýsir að hún hafi fengið sent heim að dyrum. We ordered delivery from @skal_rvk last night but my food photos don’t do it justice so I’ll instead just post from the post-dinner activities and the delicious glass of natural wine (also delivered!) Veitingamenn berjast nú margir hverjir fyrir því að fá að selja léttvín með mat í ljósi breyttra aðstæðna. Veitingahús hafa ýmist lokað vegna kórónuveirunnar eða reyna að halda lífi í starfseminni með heimsendingum. Vísir fjallaði um málið í gær. Krefjast veitingamenn á borð við Hrefnu Sætran, Jakob Jakobsson á Jómfrúnni og Ólaf Örn Ólafsson að frumvarp dómsmálaráðherra sem myndi heimila netverslun með áfengi fái flýtimeðferð og samþykkt í ljósi aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@ejr76) on Mar 27, 2020 at 6:17am PDT Má gefa en ekki selja Fylgjendur Elizu Reid á Instagram ráku augu í að hún hefði fengið vín sent heim, eins og hún orðaði það. En hvernig má það vera í ljósi þess að sala á víni er ekki leyfileg í heimsendingu? Gísli Matthías Auðunsson, einn eigenda Skál á Hlemmi Mathöll, átti auðvelt með að svara þeirri spurningu. „Hún pantaði mat og við ákváðum að gefa henni vínflösku með. Það má ekki selja vín en það má gefa það,“ segir Gísli Matthías. Gísli Matthías Auðunsson, Björn Steinar Jónsson, Gísli Grímsson eiga og reka saman Skál. Aðsend Eliza segir að um náttúruvín hafi verið að ræða sem Gísli Matthías staðfestir, enda fókusi staðurinn á þá týpu vína. Væri svakalegur sigur að koma út á núlli Gísli Matthías er mikill talsmaður þess að frumvarp dómsmálaráðherra verði keyrt í gegn. „Fullt af veitingastöðum eru með margar milljónir í vínlager og ná ekki að selja,“ segir Gísli Matthías. Reksturinn sé sérstaklega erfiður þessa dagana. Heimsendingar gangi ágætlega en ekki sé hægt að bera tölurnar í rekstrinum saman við rekstur í venjulegri tíð. „Okkar markmið er að þurfa ekki að láta neinn fara,“ segir Gísli. Tólf manns starfa hjá Skál. „Við reynum að sigla í gegnum þetta eins vel og mögulegt er. Ef við komum út á núlli þá væri það svakalegur sigur.“ Forseti Íslands þarf að skrá hjá sér allar gjafir í embætti svo reikna má með því að ein vínflaska hafi bæst á listann í gær. Áfengi og tóbak Forseti Íslands Neytendur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Krefjast þess að fá að senda áfengi heim með mat ekki seinna en núna Jakob E. Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar í Lækjargötu er einn fjölda veitingamanna á Íslandi sem krefjast þess að frumvarp dómsmálaráðherra sem myndi heimila netverslun með áfengi fái flýtimeðferð og samþykkt í ljósi aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. 26. mars 2020 12:46 Víðtæk áhrif samkomubanns á verslun og þjónustu: Skellt í lás, skertur opnunartími og meira um heimsendingar Fjöldi verslana og veitingastaða hafa lokað tímabundið eftir að hert samkomubann tók gildi síðastliðinn mánudag. 26. mars 2020 15:13 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Eliza Reid forsetafrú greinir frá því á Instagram að fjölskyldan hafi pantað mat frá veitingastaðnum Skál í gærkvöldi. Hún segir myndirnar sem hún tók af matnum ekki lýsa gæðum hans nógu vel. Þess í stað birtir hún mynd af kvöldverki sínu, púsli með mynd af Íslandi, og rauðvínsglasi sem hún upplýsir að hún hafi fengið sent heim að dyrum. We ordered delivery from @skal_rvk last night but my food photos don’t do it justice so I’ll instead just post from the post-dinner activities and the delicious glass of natural wine (also delivered!) Veitingamenn berjast nú margir hverjir fyrir því að fá að selja léttvín með mat í ljósi breyttra aðstæðna. Veitingahús hafa ýmist lokað vegna kórónuveirunnar eða reyna að halda lífi í starfseminni með heimsendingum. Vísir fjallaði um málið í gær. Krefjast veitingamenn á borð við Hrefnu Sætran, Jakob Jakobsson á Jómfrúnni og Ólaf Örn Ólafsson að frumvarp dómsmálaráðherra sem myndi heimila netverslun með áfengi fái flýtimeðferð og samþykkt í ljósi aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@ejr76) on Mar 27, 2020 at 6:17am PDT Má gefa en ekki selja Fylgjendur Elizu Reid á Instagram ráku augu í að hún hefði fengið vín sent heim, eins og hún orðaði það. En hvernig má það vera í ljósi þess að sala á víni er ekki leyfileg í heimsendingu? Gísli Matthías Auðunsson, einn eigenda Skál á Hlemmi Mathöll, átti auðvelt með að svara þeirri spurningu. „Hún pantaði mat og við ákváðum að gefa henni vínflösku með. Það má ekki selja vín en það má gefa það,“ segir Gísli Matthías. Gísli Matthías Auðunsson, Björn Steinar Jónsson, Gísli Grímsson eiga og reka saman Skál. Aðsend Eliza segir að um náttúruvín hafi verið að ræða sem Gísli Matthías staðfestir, enda fókusi staðurinn á þá týpu vína. Væri svakalegur sigur að koma út á núlli Gísli Matthías er mikill talsmaður þess að frumvarp dómsmálaráðherra verði keyrt í gegn. „Fullt af veitingastöðum eru með margar milljónir í vínlager og ná ekki að selja,“ segir Gísli Matthías. Reksturinn sé sérstaklega erfiður þessa dagana. Heimsendingar gangi ágætlega en ekki sé hægt að bera tölurnar í rekstrinum saman við rekstur í venjulegri tíð. „Okkar markmið er að þurfa ekki að láta neinn fara,“ segir Gísli. Tólf manns starfa hjá Skál. „Við reynum að sigla í gegnum þetta eins vel og mögulegt er. Ef við komum út á núlli þá væri það svakalegur sigur.“ Forseti Íslands þarf að skrá hjá sér allar gjafir í embætti svo reikna má með því að ein vínflaska hafi bæst á listann í gær.
Áfengi og tóbak Forseti Íslands Neytendur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Krefjast þess að fá að senda áfengi heim með mat ekki seinna en núna Jakob E. Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar í Lækjargötu er einn fjölda veitingamanna á Íslandi sem krefjast þess að frumvarp dómsmálaráðherra sem myndi heimila netverslun með áfengi fái flýtimeðferð og samþykkt í ljósi aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. 26. mars 2020 12:46 Víðtæk áhrif samkomubanns á verslun og þjónustu: Skellt í lás, skertur opnunartími og meira um heimsendingar Fjöldi verslana og veitingastaða hafa lokað tímabundið eftir að hert samkomubann tók gildi síðastliðinn mánudag. 26. mars 2020 15:13 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Krefjast þess að fá að senda áfengi heim með mat ekki seinna en núna Jakob E. Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar í Lækjargötu er einn fjölda veitingamanna á Íslandi sem krefjast þess að frumvarp dómsmálaráðherra sem myndi heimila netverslun með áfengi fái flýtimeðferð og samþykkt í ljósi aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. 26. mars 2020 12:46
Víðtæk áhrif samkomubanns á verslun og þjónustu: Skellt í lás, skertur opnunartími og meira um heimsendingar Fjöldi verslana og veitingastaða hafa lokað tímabundið eftir að hert samkomubann tók gildi síðastliðinn mánudag. 26. mars 2020 15:13