Umferðin heldur áfram að dragast saman í samkomubanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 16:37 Það eru mun færri á ferli í borginni þessa daga vegna samkomubannsins. Það sést meðal annars á umferðartölum. Vísir/Vihelm Umferðin á höfuðborgarsvæðinu frá þriðjudegi til fimmtudags í þessari viku dróst saman um nærri 40% sé miðað við sömu vikudaga síðustu tvær vikurnar í febrúar. Þetta sýna niðurstöður mælinga úr umferðarteljurum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sem verkfræðistofan Efla fékk frá Reykjavíkurborg. Hert samkomubann tók gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags og eru áhrif bannsins á umferðina töluverð. Þannig sýnir samantekt Eflu að þegar samkomubann var fyrst sett á mánudaginn í síðustu viku dró úr umferð á götum borgarinnar sem nemur um 24%. Þegar hert samkomubann tók hins vegar gildi í vikunni fór hlutfallið í 38%. „Samanburður á daglegum umferðarmælingum frá því í byrjun febrúar sýnir glögglega hver þróunin hefur verið á undanförnum vikum. Eini dagurinn fyrr á þessu ári sem er í líkindum við umferðina sem nú er á götum höfuðborgarsvæðisins var 14. febrúar þegar rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu þar sem skólahald féll niður og fólk hvatt til þess að halda sig heima, ekki ósvipað núverandi aðstæðum,“ segir á vef Eflu. Ef litið er til umferðardreifingu yfir sólarhringinn sést að dregið hefur úr umferð nokkuð hlutfallslega jafn yfir allan sólarhringinn. Þá hefur dregið verulega úr umferðartoppum á annatíma. Þess ber þó að geta að niðurstöðurnar byggja einungis á samanburði við fyrstu þrjá dagana í hertu samkomubanni og því skal taka niðurstöðum með fyrirvara. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu frá þriðjudegi til fimmtudags í þessari viku dróst saman um nærri 40% sé miðað við sömu vikudaga síðustu tvær vikurnar í febrúar. Þetta sýna niðurstöður mælinga úr umferðarteljurum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sem verkfræðistofan Efla fékk frá Reykjavíkurborg. Hert samkomubann tók gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags og eru áhrif bannsins á umferðina töluverð. Þannig sýnir samantekt Eflu að þegar samkomubann var fyrst sett á mánudaginn í síðustu viku dró úr umferð á götum borgarinnar sem nemur um 24%. Þegar hert samkomubann tók hins vegar gildi í vikunni fór hlutfallið í 38%. „Samanburður á daglegum umferðarmælingum frá því í byrjun febrúar sýnir glögglega hver þróunin hefur verið á undanförnum vikum. Eini dagurinn fyrr á þessu ári sem er í líkindum við umferðina sem nú er á götum höfuðborgarsvæðisins var 14. febrúar þegar rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu þar sem skólahald féll niður og fólk hvatt til þess að halda sig heima, ekki ósvipað núverandi aðstæðum,“ segir á vef Eflu. Ef litið er til umferðardreifingu yfir sólarhringinn sést að dregið hefur úr umferð nokkuð hlutfallslega jafn yfir allan sólarhringinn. Þá hefur dregið verulega úr umferðartoppum á annatíma. Þess ber þó að geta að niðurstöðurnar byggja einungis á samanburði við fyrstu þrjá dagana í hertu samkomubanni og því skal taka niðurstöðum með fyrirvara.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira