Rúmlega 100 manns með COVID-19 með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. mars 2020 19:00 Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Rúmlega 100 manns með COVID19 sjúkdóminn voru með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag. Yfir 600 manns voru einkennalitlir. Sex eru á gjörgæslu og í öndunarvél og eru fjölskyldutengsl á meðal sumra. Staðfest smit vegna veirunnar eru nú orðin 890 hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 88 frá því í gær. 97 er batnað. Meira en tíu þúsund manns eru nú í sóttkví eða þrjú prósent þjóðarinnar. Átján liggja inni á Landspítalanum og sex eru á gjörgæslu, fólk á sjötugs- og áttræðisaldri. Öll í öndunarvél. Einn þeirra er eiginmaður konunnar sem lést fyrr í vikunni úr sjúkdómnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast tveir aðrir af þeim sem eru á gjörgæslu fjölskylduböndum. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalnum getur ekki tjáð sig um tengsl sjúklinga. Hann segir hinsvegar að reynsla Kínverja sýni að um þrír fjórðu allra sýktra þar hafi smitast af einhverjum nákomnum. Umhverfisþættir á borð við nánd fólks, hreinlæti á heimilum og lífsvenjur hafi áhrif. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Til dæmis ef fólk reykir eru auknar líkur á að einhver annar reyki í fjölskyldunni og það gæti þýtt það að öll sú fjölskylda sé næmari því við vitum að reykingafólk glímir verr við öndunarfærasýkingar almennt séð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Þá geti verið að sjúkdómar á borð við áunna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og háþrýsing hafi áhrif. „Þessir sjúkdómar hnippast oft saman í fjölskyldum þannig það getur verið ein skýringin af hverju þessi veirusýking virðist leggjast verr á sumar fjölskyldur umfram aðrar. Og síðan er það líka þessi möguleiki að veirurnar geta verið mis skæðar, sumar eru af skæðari stofnum en aðrar,“ segir Már. Landspítali hefur sett á laggirnar göngudeild til að sinnir öllum Covid sjúklingum, bæði símleiðis og á staðnum. „Um sjötíu og sjö prósent eða rúmlega sex hundruð manns leið nokkuð vel í dag. En hins vegar er sívaxandi hópur fólks sem við höfum áhyggjur af sem eru alvarlega veikur, þeir eru tvö prósent í dag og þá höfum við kallað inn og við ætlum að sjá hvort við getum ekki bætt líðan þeirra á einhvern háttׅ,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid göngudeild. Um 16 manns tilheyra hópnum og voru sumir fluttir með sérútbúnum slökkviliðs og sjúkrabílum á deildina í dag. Þá eru 97 manns skilgreindir með meðalslæm einkenni. „Þeim líður illa en ekki neitt hræðilega, en þar er ákveðinn hópur sem við viljum sérstaklega fylgjast með. Það eru þessir sem eru eldri og þessir sem tilheyra þessum áhættuflokkum: með hjarta og lungnasjúkdóm, háþrýsing og reykingamenn og við köllum alltaf einhverja þeirra inn á hverjum degi,“ segir Ragnar Freyr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Rúmlega 100 manns með COVID19 sjúkdóminn voru með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag. Yfir 600 manns voru einkennalitlir. Sex eru á gjörgæslu og í öndunarvél og eru fjölskyldutengsl á meðal sumra. Staðfest smit vegna veirunnar eru nú orðin 890 hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 88 frá því í gær. 97 er batnað. Meira en tíu þúsund manns eru nú í sóttkví eða þrjú prósent þjóðarinnar. Átján liggja inni á Landspítalanum og sex eru á gjörgæslu, fólk á sjötugs- og áttræðisaldri. Öll í öndunarvél. Einn þeirra er eiginmaður konunnar sem lést fyrr í vikunni úr sjúkdómnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast tveir aðrir af þeim sem eru á gjörgæslu fjölskylduböndum. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalnum getur ekki tjáð sig um tengsl sjúklinga. Hann segir hinsvegar að reynsla Kínverja sýni að um þrír fjórðu allra sýktra þar hafi smitast af einhverjum nákomnum. Umhverfisþættir á borð við nánd fólks, hreinlæti á heimilum og lífsvenjur hafi áhrif. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Til dæmis ef fólk reykir eru auknar líkur á að einhver annar reyki í fjölskyldunni og það gæti þýtt það að öll sú fjölskylda sé næmari því við vitum að reykingafólk glímir verr við öndunarfærasýkingar almennt séð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Þá geti verið að sjúkdómar á borð við áunna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og háþrýsing hafi áhrif. „Þessir sjúkdómar hnippast oft saman í fjölskyldum þannig það getur verið ein skýringin af hverju þessi veirusýking virðist leggjast verr á sumar fjölskyldur umfram aðrar. Og síðan er það líka þessi möguleiki að veirurnar geta verið mis skæðar, sumar eru af skæðari stofnum en aðrar,“ segir Már. Landspítali hefur sett á laggirnar göngudeild til að sinnir öllum Covid sjúklingum, bæði símleiðis og á staðnum. „Um sjötíu og sjö prósent eða rúmlega sex hundruð manns leið nokkuð vel í dag. En hins vegar er sívaxandi hópur fólks sem við höfum áhyggjur af sem eru alvarlega veikur, þeir eru tvö prósent í dag og þá höfum við kallað inn og við ætlum að sjá hvort við getum ekki bætt líðan þeirra á einhvern háttׅ,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid göngudeild. Um 16 manns tilheyra hópnum og voru sumir fluttir með sérútbúnum slökkviliðs og sjúkrabílum á deildina í dag. Þá eru 97 manns skilgreindir með meðalslæm einkenni. „Þeim líður illa en ekki neitt hræðilega, en þar er ákveðinn hópur sem við viljum sérstaklega fylgjast með. Það eru þessir sem eru eldri og þessir sem tilheyra þessum áhættuflokkum: með hjarta og lungnasjúkdóm, háþrýsing og reykingamenn og við köllum alltaf einhverja þeirra inn á hverjum degi,“ segir Ragnar Freyr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira