Bob Dylan gefur út sitt fyrsta lag í átta ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2020 08:23 Bob Dylan á tónleikum í Hyde Park í London á síðasta ári. Vísir/Getty Tónlistargoðsögnin og Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan hefur gefið út sitt fyrsta lag í átta ár. Lagið, sem er rétt tæpar 17 mínútur og ber heitið Murder Most Foul, fjallar um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Kennedy var myrtur í Dallas-borg í Texas í nóvember árið 1963. Upphafslínur lagsins, sé þeim snarað yfir á íslensku eru á þessa leið: „Það var dimmur dagur í Dallas, 1963, sem mun lifa í svívirðu.“ Dylan deildi laginu á Twitter í gær, þar sem hann skrifaði kveðju til aðdáenda sinna. „Kveðjur til aðdáenda minna og fylgjenda, með þökkum fyrir allan stuðning ykkar og tryggð í gegn um áranna rás. Þetta er óútgefið lag sem við tókum upp fyrir nokkru síðan sem ykkur gæti þótt áhugavert. Verið örugg, verið vakandi og megi Guð vera með ykkur,“ skrifaði Dylan á Twitter. Áhugafólk um rokksöguna keppist við að finna vísanir í þekkt lög sem Dylan sparar hvergi í textagerðinni þegar þessi mikli bálkur er annars vegar. Dylan hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 1973, en hann hefur alls unnið til ellefu slíkra. Þá hefur Dylan einnig hlotið Pulitzer- og Nóbelsverðlaun fyrir tónlist sína og texta. Hér að neðan má heyra lagið. Bandaríkin Tónlist Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tónlistargoðsögnin og Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan hefur gefið út sitt fyrsta lag í átta ár. Lagið, sem er rétt tæpar 17 mínútur og ber heitið Murder Most Foul, fjallar um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Kennedy var myrtur í Dallas-borg í Texas í nóvember árið 1963. Upphafslínur lagsins, sé þeim snarað yfir á íslensku eru á þessa leið: „Það var dimmur dagur í Dallas, 1963, sem mun lifa í svívirðu.“ Dylan deildi laginu á Twitter í gær, þar sem hann skrifaði kveðju til aðdáenda sinna. „Kveðjur til aðdáenda minna og fylgjenda, með þökkum fyrir allan stuðning ykkar og tryggð í gegn um áranna rás. Þetta er óútgefið lag sem við tókum upp fyrir nokkru síðan sem ykkur gæti þótt áhugavert. Verið örugg, verið vakandi og megi Guð vera með ykkur,“ skrifaði Dylan á Twitter. Áhugafólk um rokksöguna keppist við að finna vísanir í þekkt lög sem Dylan sparar hvergi í textagerðinni þegar þessi mikli bálkur er annars vegar. Dylan hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 1973, en hann hefur alls unnið til ellefu slíkra. Þá hefur Dylan einnig hlotið Pulitzer- og Nóbelsverðlaun fyrir tónlist sína og texta. Hér að neðan má heyra lagið.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira