Kórónuveirusmit á sængurlegudeild Nadine Guðrún Yaghi og Andri Eysteinsson skrifa 29. mars 2020 12:00 Faðirinn hafði verið á sængurlegudeild og vökudeild Landspítalans. vísir/vilhelm Kórónuveirusmit kom upp á sængurlegudeild Landspítalans í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga - meðal annars verið á vökudeild. Yfirljósmóðir segir að reglur hafi nú verið hertar. Barn fólksins fæddist síðasta þriðjudag. Fjölskyldan var send á sængurlegudeildina en þar dvelja börn og foreldrar sem geta ekki farið strax heim eftir fæðingu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði fólkið verið nokkuð mikið á vökudeild síðustu daga. Í gærmorgun fékk maðurinn einkenni COVID-19 sjúkdómsins og var prófaður fyrir veirunni. Í gærkvöldi var smit svo staðfest. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir, staðfestir að smit hafi komið upp á sængurkvennadeildinni. „Þegar grunur kemur upp um smit og við getum staðfest smit erum við í samstarfi við farsóttarnefnd Landspítala og það er farið í að rekja ferðir þeirra. Það eru allir skoðaðir sem viðkomandi hefur hitt og sett í sóttkví sá hópur sem viðkomandi hefur verið í námunda við,“ segir Ingibjörg. „Þetta getur verið alveg töluvert stór hópur. Starfsemin er mjög viðkvæm, hún er mjög sérhæfð eins og öll önnur starfsemi á spítalanum og við getum auðveldlega misst niður alla starfsemi ef að smit breiðist víða út“ Ingibjörg segir að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er langur tími og við þurfum nú að fara vel yfir hverjir hafa verið að hitta viðkomandi. Auðvitað er þetta virkilega mikið áhyggjuefni en við verðum bara að taka einn dag í einu.“ Sem fyrr segir hafði maðurinn verið á spítalanum í fimm daga. Ingibjörg segir að nú þegar hafi verið búið að gera miklar ráðstafanir. Nú hafi reglur verið hertar. „Ég get staðfest að sú erfiða ákvörðun var tekin af stjórnendum fæðingarþjónustunnar að makar geta ekki móður og nýbura á meðgöngu- og sængurlegudeildina eftir fæðingu. Þetta er ekki auðveld ákvörðun en hún er talin nauðsynleg til að sporna við útbreiðslu af COVID-19,“ segir Ingibjörg. Reglurnar séu í stöðugri endurskoðun. „Eftir því sem á gengur faraldurinn verðum við að endurskoða hvernig staðan er hjá okkur með tilliti til þess að vernda þennan viðkvæma hóp sem er móðir og barn. Makar fá að vera til staðar við fæðingu eins og staðan er í dag, ef þeir eru ekki með smit eða grun um smit en það er endurmetið dag frá degi. Það gæti breyst, þess vegna á morgun,“ sagði Ingibjörg Hreiðarsdóttir yfirljósmóðir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Kórónuveirusmit kom upp á sængurlegudeild Landspítalans í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga - meðal annars verið á vökudeild. Yfirljósmóðir segir að reglur hafi nú verið hertar. Barn fólksins fæddist síðasta þriðjudag. Fjölskyldan var send á sængurlegudeildina en þar dvelja börn og foreldrar sem geta ekki farið strax heim eftir fæðingu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði fólkið verið nokkuð mikið á vökudeild síðustu daga. Í gærmorgun fékk maðurinn einkenni COVID-19 sjúkdómsins og var prófaður fyrir veirunni. Í gærkvöldi var smit svo staðfest. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir, staðfestir að smit hafi komið upp á sængurkvennadeildinni. „Þegar grunur kemur upp um smit og við getum staðfest smit erum við í samstarfi við farsóttarnefnd Landspítala og það er farið í að rekja ferðir þeirra. Það eru allir skoðaðir sem viðkomandi hefur hitt og sett í sóttkví sá hópur sem viðkomandi hefur verið í námunda við,“ segir Ingibjörg. „Þetta getur verið alveg töluvert stór hópur. Starfsemin er mjög viðkvæm, hún er mjög sérhæfð eins og öll önnur starfsemi á spítalanum og við getum auðveldlega misst niður alla starfsemi ef að smit breiðist víða út“ Ingibjörg segir að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er langur tími og við þurfum nú að fara vel yfir hverjir hafa verið að hitta viðkomandi. Auðvitað er þetta virkilega mikið áhyggjuefni en við verðum bara að taka einn dag í einu.“ Sem fyrr segir hafði maðurinn verið á spítalanum í fimm daga. Ingibjörg segir að nú þegar hafi verið búið að gera miklar ráðstafanir. Nú hafi reglur verið hertar. „Ég get staðfest að sú erfiða ákvörðun var tekin af stjórnendum fæðingarþjónustunnar að makar geta ekki móður og nýbura á meðgöngu- og sængurlegudeildina eftir fæðingu. Þetta er ekki auðveld ákvörðun en hún er talin nauðsynleg til að sporna við útbreiðslu af COVID-19,“ segir Ingibjörg. Reglurnar séu í stöðugri endurskoðun. „Eftir því sem á gengur faraldurinn verðum við að endurskoða hvernig staðan er hjá okkur með tilliti til þess að vernda þennan viðkvæma hóp sem er móðir og barn. Makar fá að vera til staðar við fæðingu eins og staðan er í dag, ef þeir eru ekki með smit eða grun um smit en það er endurmetið dag frá degi. Það gæti breyst, þess vegna á morgun,“ sagði Ingibjörg Hreiðarsdóttir yfirljósmóðir í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira