Kórónuveirusmit á sængurlegudeild Nadine Guðrún Yaghi og Andri Eysteinsson skrifa 29. mars 2020 12:00 Faðirinn hafði verið á sængurlegudeild og vökudeild Landspítalans. vísir/vilhelm Kórónuveirusmit kom upp á sængurlegudeild Landspítalans í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga - meðal annars verið á vökudeild. Yfirljósmóðir segir að reglur hafi nú verið hertar. Barn fólksins fæddist síðasta þriðjudag. Fjölskyldan var send á sængurlegudeildina en þar dvelja börn og foreldrar sem geta ekki farið strax heim eftir fæðingu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði fólkið verið nokkuð mikið á vökudeild síðustu daga. Í gærmorgun fékk maðurinn einkenni COVID-19 sjúkdómsins og var prófaður fyrir veirunni. Í gærkvöldi var smit svo staðfest. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir, staðfestir að smit hafi komið upp á sængurkvennadeildinni. „Þegar grunur kemur upp um smit og við getum staðfest smit erum við í samstarfi við farsóttarnefnd Landspítala og það er farið í að rekja ferðir þeirra. Það eru allir skoðaðir sem viðkomandi hefur hitt og sett í sóttkví sá hópur sem viðkomandi hefur verið í námunda við,“ segir Ingibjörg. „Þetta getur verið alveg töluvert stór hópur. Starfsemin er mjög viðkvæm, hún er mjög sérhæfð eins og öll önnur starfsemi á spítalanum og við getum auðveldlega misst niður alla starfsemi ef að smit breiðist víða út“ Ingibjörg segir að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er langur tími og við þurfum nú að fara vel yfir hverjir hafa verið að hitta viðkomandi. Auðvitað er þetta virkilega mikið áhyggjuefni en við verðum bara að taka einn dag í einu.“ Sem fyrr segir hafði maðurinn verið á spítalanum í fimm daga. Ingibjörg segir að nú þegar hafi verið búið að gera miklar ráðstafanir. Nú hafi reglur verið hertar. „Ég get staðfest að sú erfiða ákvörðun var tekin af stjórnendum fæðingarþjónustunnar að makar geta ekki móður og nýbura á meðgöngu- og sængurlegudeildina eftir fæðingu. Þetta er ekki auðveld ákvörðun en hún er talin nauðsynleg til að sporna við útbreiðslu af COVID-19,“ segir Ingibjörg. Reglurnar séu í stöðugri endurskoðun. „Eftir því sem á gengur faraldurinn verðum við að endurskoða hvernig staðan er hjá okkur með tilliti til þess að vernda þennan viðkvæma hóp sem er móðir og barn. Makar fá að vera til staðar við fæðingu eins og staðan er í dag, ef þeir eru ekki með smit eða grun um smit en það er endurmetið dag frá degi. Það gæti breyst, þess vegna á morgun,“ sagði Ingibjörg Hreiðarsdóttir yfirljósmóðir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Kórónuveirusmit kom upp á sængurlegudeild Landspítalans í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga - meðal annars verið á vökudeild. Yfirljósmóðir segir að reglur hafi nú verið hertar. Barn fólksins fæddist síðasta þriðjudag. Fjölskyldan var send á sængurlegudeildina en þar dvelja börn og foreldrar sem geta ekki farið strax heim eftir fæðingu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði fólkið verið nokkuð mikið á vökudeild síðustu daga. Í gærmorgun fékk maðurinn einkenni COVID-19 sjúkdómsins og var prófaður fyrir veirunni. Í gærkvöldi var smit svo staðfest. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir, staðfestir að smit hafi komið upp á sængurkvennadeildinni. „Þegar grunur kemur upp um smit og við getum staðfest smit erum við í samstarfi við farsóttarnefnd Landspítala og það er farið í að rekja ferðir þeirra. Það eru allir skoðaðir sem viðkomandi hefur hitt og sett í sóttkví sá hópur sem viðkomandi hefur verið í námunda við,“ segir Ingibjörg. „Þetta getur verið alveg töluvert stór hópur. Starfsemin er mjög viðkvæm, hún er mjög sérhæfð eins og öll önnur starfsemi á spítalanum og við getum auðveldlega misst niður alla starfsemi ef að smit breiðist víða út“ Ingibjörg segir að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er langur tími og við þurfum nú að fara vel yfir hverjir hafa verið að hitta viðkomandi. Auðvitað er þetta virkilega mikið áhyggjuefni en við verðum bara að taka einn dag í einu.“ Sem fyrr segir hafði maðurinn verið á spítalanum í fimm daga. Ingibjörg segir að nú þegar hafi verið búið að gera miklar ráðstafanir. Nú hafi reglur verið hertar. „Ég get staðfest að sú erfiða ákvörðun var tekin af stjórnendum fæðingarþjónustunnar að makar geta ekki móður og nýbura á meðgöngu- og sængurlegudeildina eftir fæðingu. Þetta er ekki auðveld ákvörðun en hún er talin nauðsynleg til að sporna við útbreiðslu af COVID-19,“ segir Ingibjörg. Reglurnar séu í stöðugri endurskoðun. „Eftir því sem á gengur faraldurinn verðum við að endurskoða hvernig staðan er hjá okkur með tilliti til þess að vernda þennan viðkvæma hóp sem er móðir og barn. Makar fá að vera til staðar við fæðingu eins og staðan er í dag, ef þeir eru ekki með smit eða grun um smit en það er endurmetið dag frá degi. Það gæti breyst, þess vegna á morgun,“ sagði Ingibjörg Hreiðarsdóttir yfirljósmóðir í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira