Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð. Bæði má sjá upptöku af fundinum sem og textasamantekt hér að neðan.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma D. Möller landlæknir fóru yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.
Gestir fundarins voru Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, auk Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala.