Kane gæti yfirgefið Tottenham ef liðið stefnir ekki í rétta átt Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2020 21:00 Harry Kane er markaskorari af guðs náð. Hann er fyrirliði Tottenham og enska landsliðsins. vísir/getty Harry Kane, fyrirliði Tottenham og enska landsliðsins, útilokar ekki að hann gæti yfirgefið félagið á næstum árum. Hann stefnir á að vinna titla og ef Tottenham stefnir ekki í rétta átt gæti hann farið frá félaginu. Kane hefur verið í herbúðum Tottenham frá því að hann ellefu ára gamall og hefur leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir aðallið félagsins en hefur verið meiddur að undanförnu. Hann segir, í viðtali við Jamie Redknapp á Instagram, fyrr í dag að hann gæti hugsað sér að skipta um lið en það sé ekki meitlað í stein. „Þetta er einn af þeim hlutum þar sem þú getur ekki sagt já eða nei. Ég elska Tottenham og mun alltaf elska Tottenham. Ég hef alltaf sagt að ef við erum ekki að bæta okkur eða stefna í rétta átt þá mun ég ekki bara vera hérna áfram, bara til þess að vera hér,“ sagði Kane. I ve always said if I don t feel we re progressing as a team or going in the right direction, then I m not someone to just stay there for the sake of it. Harry Kane has refused to rule out leaving Spurs if he feels he cannot achieve what he wants to at the club.— Sky Sports (@SkySports) March 29, 2020 „Ég er metnaðarfullur leikmaður og ég vil bæta mig og verða betri. Ég vil verða topp, topp leikmaður. Þetta veltur allt á því hvernig liðið verður og hversu mikið það bætir sig sem lið. Svo það er ekki skrifað í skýin að ég verði hér að eilífu en þetta er samt sem áður ekki nei við þeirri spurningu.“ Tottenham komst meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en tapaði þar fyrir Liverpool. „Við höfum verið að segja í nokkur ár núna að við erum með frábært lið en af einhverjum ástæðum þá hefur okkur ekki tekist að vinna titla og ef þú horfir á liðið utan frá þá er þetta lið sem á að geta það. Það er erfitt að taka því sem leikmaður.“ „Ég vil vinna í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og þegar þú kemst svo nálægt því og nærð ekki markmiðum þínum er erfitt að standa upp aftur. Allt sem við getum gert er að gefa allt okkar, leggja allt í hvern einasta leik og vinna bikara en okkur hefur ekki tekist það hingað til.“ Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Sjá meira
Harry Kane, fyrirliði Tottenham og enska landsliðsins, útilokar ekki að hann gæti yfirgefið félagið á næstum árum. Hann stefnir á að vinna titla og ef Tottenham stefnir ekki í rétta átt gæti hann farið frá félaginu. Kane hefur verið í herbúðum Tottenham frá því að hann ellefu ára gamall og hefur leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir aðallið félagsins en hefur verið meiddur að undanförnu. Hann segir, í viðtali við Jamie Redknapp á Instagram, fyrr í dag að hann gæti hugsað sér að skipta um lið en það sé ekki meitlað í stein. „Þetta er einn af þeim hlutum þar sem þú getur ekki sagt já eða nei. Ég elska Tottenham og mun alltaf elska Tottenham. Ég hef alltaf sagt að ef við erum ekki að bæta okkur eða stefna í rétta átt þá mun ég ekki bara vera hérna áfram, bara til þess að vera hér,“ sagði Kane. I ve always said if I don t feel we re progressing as a team or going in the right direction, then I m not someone to just stay there for the sake of it. Harry Kane has refused to rule out leaving Spurs if he feels he cannot achieve what he wants to at the club.— Sky Sports (@SkySports) March 29, 2020 „Ég er metnaðarfullur leikmaður og ég vil bæta mig og verða betri. Ég vil verða topp, topp leikmaður. Þetta veltur allt á því hvernig liðið verður og hversu mikið það bætir sig sem lið. Svo það er ekki skrifað í skýin að ég verði hér að eilífu en þetta er samt sem áður ekki nei við þeirri spurningu.“ Tottenham komst meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en tapaði þar fyrir Liverpool. „Við höfum verið að segja í nokkur ár núna að við erum með frábært lið en af einhverjum ástæðum þá hefur okkur ekki tekist að vinna titla og ef þú horfir á liðið utan frá þá er þetta lið sem á að geta það. Það er erfitt að taka því sem leikmaður.“ „Ég vil vinna í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og þegar þú kemst svo nálægt því og nærð ekki markmiðum þínum er erfitt að standa upp aftur. Allt sem við getum gert er að gefa allt okkar, leggja allt í hvern einasta leik og vinna bikara en okkur hefur ekki tekist það hingað til.“
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Sjá meira