Segir það sanngjarnt ef Liverpool myndi fá afhentan titilinn Anton Ingi Leifsson skrifar 30. mars 2020 07:30 Gündogan í leik gegn Liverpool fyrr á þessari leiktíð. vísir/getty Ilkay Gündogan, miðjumaður Manchester City, segir að það væri sanngjarnt ef Liverpool yrði afhent enski meistaratitillinn ef tímabilið yrði blásið af. Þetta segir hann í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en hlé hefur verið gert á deildinni eins og kunnugt er vegna kórónuveirunnar. Liðin í deildinni eiga níu eða tíu leiki eftir. Gündogan segir að það væri sanngjarnt ef Bítlaborgarliðið fengi titilinn ef mótið yrði blásið af en þeir rauðklæddu hafa beðið ansi lengi eftir titlinum. „Fyrir mig væri það í lagi, já. Þú verður að vera sanngjarn í íþróttum,“ sagði Þjóðverjinn í samtali við ZDF í heimalandinu. „Það eru mismunandi skoðanir á þessu. Fyrir félög sem hafa átt gott tímabil væri það eðlilega ekki gott ef tímabilið yrði blásið af.“ „Á hinn bóginn eru lið sem hafa ekki verið að gera vel og eru mögulega í fallsætum svo að blása mótið af myndi henta þeim.“ "You have to be fair as a sportsperson."Ilkay Gundogan would be "okay" with runaway Premier League leaders Liverpool being awarded the title if the season was not completed.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 29, 2020 Félög í Þýskalandi hafa tekið á sig launalækkun sem og risarnir þar í landi hafa tekið sig saman og munu styrkja minni lið landsins með rausnarlegum fjárhæðum. Þetta hefur enn ekki komið til tals almennilega í Englandi segir sá þýski. „Auðvitað finnst mér það í lagi. Það segir sig sjálft. Ég hef verið að fylgjast vel með þessu og það hefur ekki verið rætt almennilega um þetta á Englandi. Kannski er það vegna þess að ensku félögin eru sterkari en þau þýsku á þessum tímapunkti.“ „Áhugamannaliðin eru í vandræðum og fyrir þetta voru þau einnig í vandræðum svo auðvitað er það skiljanlegt að þau hugsi um launin. Ég veit ekki hver tekur lokaákvörðunina. Fyrir mig persónulega myndi ég taka vel í það að taka á mig launalækkun en ef það eru leikmenn sem vilja það ekki, þá verður að virða þeirra skoðun.“ Ilkay Gundogan says it would only be "fair" to award Liverpool the Premier League title if the season is not completed because of coronavirus.Read more: https://t.co/FzyESLI69q pic.twitter.com/9eblx27CIh— BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Sjá meira
Ilkay Gündogan, miðjumaður Manchester City, segir að það væri sanngjarnt ef Liverpool yrði afhent enski meistaratitillinn ef tímabilið yrði blásið af. Þetta segir hann í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en hlé hefur verið gert á deildinni eins og kunnugt er vegna kórónuveirunnar. Liðin í deildinni eiga níu eða tíu leiki eftir. Gündogan segir að það væri sanngjarnt ef Bítlaborgarliðið fengi titilinn ef mótið yrði blásið af en þeir rauðklæddu hafa beðið ansi lengi eftir titlinum. „Fyrir mig væri það í lagi, já. Þú verður að vera sanngjarn í íþróttum,“ sagði Þjóðverjinn í samtali við ZDF í heimalandinu. „Það eru mismunandi skoðanir á þessu. Fyrir félög sem hafa átt gott tímabil væri það eðlilega ekki gott ef tímabilið yrði blásið af.“ „Á hinn bóginn eru lið sem hafa ekki verið að gera vel og eru mögulega í fallsætum svo að blása mótið af myndi henta þeim.“ "You have to be fair as a sportsperson."Ilkay Gundogan would be "okay" with runaway Premier League leaders Liverpool being awarded the title if the season was not completed.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 29, 2020 Félög í Þýskalandi hafa tekið á sig launalækkun sem og risarnir þar í landi hafa tekið sig saman og munu styrkja minni lið landsins með rausnarlegum fjárhæðum. Þetta hefur enn ekki komið til tals almennilega í Englandi segir sá þýski. „Auðvitað finnst mér það í lagi. Það segir sig sjálft. Ég hef verið að fylgjast vel með þessu og það hefur ekki verið rætt almennilega um þetta á Englandi. Kannski er það vegna þess að ensku félögin eru sterkari en þau þýsku á þessum tímapunkti.“ „Áhugamannaliðin eru í vandræðum og fyrir þetta voru þau einnig í vandræðum svo auðvitað er það skiljanlegt að þau hugsi um launin. Ég veit ekki hver tekur lokaákvörðunina. Fyrir mig persónulega myndi ég taka vel í það að taka á mig launalækkun en ef það eru leikmenn sem vilja það ekki, þá verður að virða þeirra skoðun.“ Ilkay Gundogan says it would only be "fair" to award Liverpool the Premier League title if the season is not completed because of coronavirus.Read more: https://t.co/FzyESLI69q pic.twitter.com/9eblx27CIh— BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Sjá meira