Ný vinnuvika er nú hafin, en tvær vikur eru nú liðnar frá því að samkomubann tók gildi hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Greint var frá því í gær að 1.020 smit hafi nú greinst hér á landi. Eru nú 25 manns á sjúkrahúsi og þar af níu manns á gjörgæslu.
Vísir mun sem fyrr halda áfram að flytja fréttir af nýjustu tíðindum af faraldrinum og afleiðingum hans á daglegt líf Íslandinga. Sömuleiðis verða sagðar fréttir utan úr heimi.
Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni að neðan.