Óttast hræðilegar afleiðingar faraldursins í Afríku Heimsljós 30. mars 2020 09:30 Ljósmynd frá Marokkó. SOS „Afríka fer verst út úr þessum faraldri,“ segir Senait Bayessa, svæðisstýra SOS Barnaþorpanna fyrir Austur- og Suður-Afríku. „Heilbrigðiskerfi margra afrískra landa eru nú þegar sprungin af völdum annarra sjúkdóma og eru ekki í stakk búin að taka á faraldri af þessari stærðargráðu.“ Fulltrúar SOS Barnaþorpanna óttast hræðilegar afleiðingar faraldursins þegar hann leggst að fullum þunga á álfuna. „Fjöldi veirupinna, aðstaða til að mæla stóra hópa fólks, innleiðsla forvarna og úrræði fyrir meðhöndlun sýktra einstaklinga er stórlega ábótavant í Afríku,“ segir í frétt SOS Barnaþorpanna á Ísalndi. „Þá eru möguleikar á vitundavakningu um það hvernig forðast beri smit óullnægjandi og viðbúið er að spítalar yfirfyllist með þeim afleiðingum að dánartölur verði háar. Þetta mun svo enn frekar lama efnahag Afríku sem fyrir er mjög brothættur.“ „Flestar fjölskyldur í Afríku búa við fátækt og daglega baráttu við að útvega sér mat. Bara það mun gera fólki enn erfiðara fyrir með að forðast nálægð við annað fólk og smit,“ segir Bayessa. Hún segir að faraldurinn muni koma sérstaklega illa niður á börnum í Afríku. Hún bendir á að vegna HIV/AIDS hafi mörg börn misst foreldra sína og rannsóknir frá fimm Afríkjuríkjum sýni að helmingur allra barna búi hjá ömmu sinni og afa. Þar sem eldra fólk sé berskjaldaðra fyrir Covid-19 veirunni sé viðbúið að mörg börn sem höfðu áður misst foreldra sína, missi nú líka ömmu sína og afa. Dr. Deqa Dimbil, læknir í Mogadishu í Sómalíu, tekur undir þessar áhyggjur Bayessa. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er versnandi efnahagsástand. Hér verður hungursneyð og við munum ekki geta séð fyrir okkur. Sá tímapunktur kemur að dauðsföll af völdum veirunnar verða minnsta áhyggjuefnið. Við þurfum að búa okkur undir þá staðreynd að börn munu missa foreldra.“ Neyðarsöfnun SOS SOS Barnaþorpin víðsvegar um Afríku gera nú ráðstafanir til að mæta ógninni sem er framundan og barnaþorpin sjálf eru vel í stakk búin til að minnka líkur á smiti innan þeirra. Mikið álag hefur verið á SOS Barnaþorpunum um heim allan. „Kostnaður samtakanna úti í heimi eykst hratt á meðan framlögum fer fækkandi. Þess vegna hefur verið blásið til söfnunar um heim allan til að bregðast við ástandinu. SOS Barnaþorpin á Íslandi settu af stað söfnun í byrjun vikunnar og hafa nú þegar safnast um tvær milljónir króna,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi. Ákall hefur komið um aðstoð frá SOS Barnaþorpunum á Ítalíu og viðbúið er að SOS í fleiri löndum þurfi á aðstoð að halda, sérstaklega í Afríku. „Við munum senda þá fjármuni sem safnast til SOS í því landi þar sem þörfin er talin mest hverju sinni,“ segir Hans. Neyðarsöfnun SOS Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
„Afríka fer verst út úr þessum faraldri,“ segir Senait Bayessa, svæðisstýra SOS Barnaþorpanna fyrir Austur- og Suður-Afríku. „Heilbrigðiskerfi margra afrískra landa eru nú þegar sprungin af völdum annarra sjúkdóma og eru ekki í stakk búin að taka á faraldri af þessari stærðargráðu.“ Fulltrúar SOS Barnaþorpanna óttast hræðilegar afleiðingar faraldursins þegar hann leggst að fullum þunga á álfuna. „Fjöldi veirupinna, aðstaða til að mæla stóra hópa fólks, innleiðsla forvarna og úrræði fyrir meðhöndlun sýktra einstaklinga er stórlega ábótavant í Afríku,“ segir í frétt SOS Barnaþorpanna á Ísalndi. „Þá eru möguleikar á vitundavakningu um það hvernig forðast beri smit óullnægjandi og viðbúið er að spítalar yfirfyllist með þeim afleiðingum að dánartölur verði háar. Þetta mun svo enn frekar lama efnahag Afríku sem fyrir er mjög brothættur.“ „Flestar fjölskyldur í Afríku búa við fátækt og daglega baráttu við að útvega sér mat. Bara það mun gera fólki enn erfiðara fyrir með að forðast nálægð við annað fólk og smit,“ segir Bayessa. Hún segir að faraldurinn muni koma sérstaklega illa niður á börnum í Afríku. Hún bendir á að vegna HIV/AIDS hafi mörg börn misst foreldra sína og rannsóknir frá fimm Afríkjuríkjum sýni að helmingur allra barna búi hjá ömmu sinni og afa. Þar sem eldra fólk sé berskjaldaðra fyrir Covid-19 veirunni sé viðbúið að mörg börn sem höfðu áður misst foreldra sína, missi nú líka ömmu sína og afa. Dr. Deqa Dimbil, læknir í Mogadishu í Sómalíu, tekur undir þessar áhyggjur Bayessa. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er versnandi efnahagsástand. Hér verður hungursneyð og við munum ekki geta séð fyrir okkur. Sá tímapunktur kemur að dauðsföll af völdum veirunnar verða minnsta áhyggjuefnið. Við þurfum að búa okkur undir þá staðreynd að börn munu missa foreldra.“ Neyðarsöfnun SOS SOS Barnaþorpin víðsvegar um Afríku gera nú ráðstafanir til að mæta ógninni sem er framundan og barnaþorpin sjálf eru vel í stakk búin til að minnka líkur á smiti innan þeirra. Mikið álag hefur verið á SOS Barnaþorpunum um heim allan. „Kostnaður samtakanna úti í heimi eykst hratt á meðan framlögum fer fækkandi. Þess vegna hefur verið blásið til söfnunar um heim allan til að bregðast við ástandinu. SOS Barnaþorpin á Íslandi settu af stað söfnun í byrjun vikunnar og hafa nú þegar safnast um tvær milljónir króna,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi. Ákall hefur komið um aðstoð frá SOS Barnaþorpunum á Ítalíu og viðbúið er að SOS í fleiri löndum þurfi á aðstoð að halda, sérstaklega í Afríku. „Við munum senda þá fjármuni sem safnast til SOS í því landi þar sem þörfin er talin mest hverju sinni,“ segir Hans. Neyðarsöfnun SOS Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent