Nammilandsfarar brjáluðust þegar ódýra nammið var tekið fyrr úr sölu Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2020 16:31 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að auglýsa afsláttinn einungis inn í verslunum. Óhætt er að segja að það hafi lagst afar illa í þá sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar og ætluðu að kaupa sér nammi á kostakjörum. Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum kostakjörum rétt fyrir lokun. Vísir fjallaði um það um helgina þegar heilbrigðisstarfsmann rak í rogastans þegar hann brá sér í heimsókn í verslun Hagkaups í Skeifunni. Þar sást hópur fólks með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem 70 prósent afsláttur hafði verið auglýstur vegna fyrirhugaðrar lokunar. Sjá einnig: Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að Nammilandi hafi verið lokað í hádeginu í gær en upprunalega var fyrirhugað að loka því um kvöldið. Ekki ákveðið að loka vegna tilmæla Að hans sögn var ákvörðunin ekki tekin vegna leiðbeininga frá yfirvöldum. „Það eru í rauninni engin tilmæli, við höfum verið í sambandi við yfirvöld og höfum í rauninni ekki fengið neinar skipanir um að loka þessum einingum svo við megum hafa þær opnar.“ Þó hafi verið gripið til aðgerða til að draga úr hættu á snertismiti, til að mynda með því að sótthreinsa og skipta um áhöld reglulega ásamt því að bjóða upp á hanska og spritt. Söluminnkun réð ferðinni Sigurður segir að fylgst hafi verið náið með þróun sölunnar í Nammilandi að undanförnu og að tekin hafi verið ákvörðun um að loka því í kjölfar mikils samdráttar í sölu. Kom þér á óvart að þessi 70% afsláttur hafi fengið misjöfn viðbrögð? „Þegar við tókum ákvörðun um að loka nammibarnum á sunnudegi, þá var hugmyndin í fyrsta lagi að við auglýstum ekki þennan afslátt nema inn í búðunum. Við vildum fara mjög varlega í þetta til að vanda okkur með tveggja metra regluna og ég var nú sjálfur staddur niðri í Skeifu klukkan 15 á laugardag í Nammilandinu. Þá voru bara þrír til fjórir þarna inni svo það sem ég sá gekk bara mjög vel fyrir sig.“ Staðan hafi svo breyst þegar byrjað var að fjalla um afsláttinn í fjölmiðlum. „Þá treystum við okkur ekki til að verja þessa tveggja metra reglu og við ákváðum þá að loka þeim aðeins fyrr en við höfðum ætlað.“ Ósáttir kúnnar mættu í leit að ódýru sælgæti Ljóst er að ekki voru allir viðskiptavinirnir sáttir við ákvörðunina um að loka snemma. „Þér að segja þá fengum við líka kúnna sem voru brjálaðir þegar þeir komu og það var búið að loka sem ætluðu að kaupa sér nammi á afslætti.“ Að sögn Sigurðar hefur Hagkaup tekið allar sjálfsafgreiðslueiningar til endurskoðunar að undanförnu. Samhliða því hafi sölu á grillkjúklingi verið hætt, salatbörum lokað og gerðar breytingar á brauðbörum í verslunum fyrirtækisins. Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sælgæti Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Óhætt er að segja að það hafi lagst afar illa í þá sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar og ætluðu að kaupa sér nammi á kostakjörum. Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum kostakjörum rétt fyrir lokun. Vísir fjallaði um það um helgina þegar heilbrigðisstarfsmann rak í rogastans þegar hann brá sér í heimsókn í verslun Hagkaups í Skeifunni. Þar sást hópur fólks með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem 70 prósent afsláttur hafði verið auglýstur vegna fyrirhugaðrar lokunar. Sjá einnig: Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að Nammilandi hafi verið lokað í hádeginu í gær en upprunalega var fyrirhugað að loka því um kvöldið. Ekki ákveðið að loka vegna tilmæla Að hans sögn var ákvörðunin ekki tekin vegna leiðbeininga frá yfirvöldum. „Það eru í rauninni engin tilmæli, við höfum verið í sambandi við yfirvöld og höfum í rauninni ekki fengið neinar skipanir um að loka þessum einingum svo við megum hafa þær opnar.“ Þó hafi verið gripið til aðgerða til að draga úr hættu á snertismiti, til að mynda með því að sótthreinsa og skipta um áhöld reglulega ásamt því að bjóða upp á hanska og spritt. Söluminnkun réð ferðinni Sigurður segir að fylgst hafi verið náið með þróun sölunnar í Nammilandi að undanförnu og að tekin hafi verið ákvörðun um að loka því í kjölfar mikils samdráttar í sölu. Kom þér á óvart að þessi 70% afsláttur hafi fengið misjöfn viðbrögð? „Þegar við tókum ákvörðun um að loka nammibarnum á sunnudegi, þá var hugmyndin í fyrsta lagi að við auglýstum ekki þennan afslátt nema inn í búðunum. Við vildum fara mjög varlega í þetta til að vanda okkur með tveggja metra regluna og ég var nú sjálfur staddur niðri í Skeifu klukkan 15 á laugardag í Nammilandinu. Þá voru bara þrír til fjórir þarna inni svo það sem ég sá gekk bara mjög vel fyrir sig.“ Staðan hafi svo breyst þegar byrjað var að fjalla um afsláttinn í fjölmiðlum. „Þá treystum við okkur ekki til að verja þessa tveggja metra reglu og við ákváðum þá að loka þeim aðeins fyrr en við höfðum ætlað.“ Ósáttir kúnnar mættu í leit að ódýru sælgæti Ljóst er að ekki voru allir viðskiptavinirnir sáttir við ákvörðunina um að loka snemma. „Þér að segja þá fengum við líka kúnna sem voru brjálaðir þegar þeir komu og það var búið að loka sem ætluðu að kaupa sér nammi á afslætti.“ Að sögn Sigurðar hefur Hagkaup tekið allar sjálfsafgreiðslueiningar til endurskoðunar að undanförnu. Samhliða því hafi sölu á grillkjúklingi verið hætt, salatbörum lokað og gerðar breytingar á brauðbörum í verslunum fyrirtækisins.
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sælgæti Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur