Finnar herða reglur um samkomubann en Danir opna á að losað verði um þær eftir páska Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2020 06:38 Finnsk yfirvöld hafa lokað Nyland, landsvæði þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. EPA Stjórnvöld í Finnlandi hafa tilkynnt að gildistími reglna um samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar verði framlengdur og reglurnar sömuleiðis hertar. Á sama tíma tilkynnti Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að ekki sé útilokað að hægt verði að losa um reglur um samkomubann þar í landi eftir páska, haldi landsmenn áfram að standa sig í stykkinu. Framlengt til 31. maí Ríkisstjórn Finnlands greindi frá því í gær að reglur yfirvalda um samkomubann gildi nú til 13. maí, en var áður 13. apríl. Snúa þær reglur meðal annars um fjarkennslu í skólum, ef frá er talið fyrir yngstu aldurshópana og lokun landsvæðisins Nyland þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. Þar að auki voru kynntar til sögunnar nýjar og hertari reglur sem snúa að því að allir veitingastaðir, kaffihús og barir eigi að vera með lokað til síðasta dags maímánaðar. Stöðva skuli alla ferjuumferð fyrir farþega til landsins og þá verði skilyrði hert enn frekar fyrir þá sem vilja fara yfir landamærin, milli Finnlands annars vegar og Noregs eða Svíþjóðar hins vegar. Greint var frá hertum aðgerðum á blaðamannafundi í gær þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna fjögurra voru viðstaddir. Þing landsins á enn eftir að leggja blessun sína yfir aðgerðirnar, en fastlega er gert ráð fyrir að það verði gert þar sem flokkarnir eru með meirihluta. Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur.EPA Aðgerðirnar virka Annað hljóð var í strokknum í Danmörku í gær þar sem forsætisráðherrann Mette Frederiksen ávarpaði þjóð sína. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til virka. Fyrsta merki þess er að frá þeim degi sem við lokuðum hafa smit á venjulegri inflúensu stöðvast.“ Frederiksen sagði að ef tölurnar haldast stöðugar geti ríkisstjórnin byrjað á því að opna samfélagið á ný eftir páska. Verði það gert „í skrefum, varlega og með yfirvegun“. Fari landsmenn ekki að þeim reglum sem settar hafa verið gæti þó þurft að herða reglurnar á ný. Alls hafa 2.577 kórónuveirusmit greinst í Danmörku og eru 77 dauðsföll rakin til hennar. Í Finnlandi eru skráð smit 1.355 og dauðsföllin þrettán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Finnland Tengdar fréttir Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Stjórnvöld í Finnlandi hafa tilkynnt að gildistími reglna um samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar verði framlengdur og reglurnar sömuleiðis hertar. Á sama tíma tilkynnti Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að ekki sé útilokað að hægt verði að losa um reglur um samkomubann þar í landi eftir páska, haldi landsmenn áfram að standa sig í stykkinu. Framlengt til 31. maí Ríkisstjórn Finnlands greindi frá því í gær að reglur yfirvalda um samkomubann gildi nú til 13. maí, en var áður 13. apríl. Snúa þær reglur meðal annars um fjarkennslu í skólum, ef frá er talið fyrir yngstu aldurshópana og lokun landsvæðisins Nyland þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. Þar að auki voru kynntar til sögunnar nýjar og hertari reglur sem snúa að því að allir veitingastaðir, kaffihús og barir eigi að vera með lokað til síðasta dags maímánaðar. Stöðva skuli alla ferjuumferð fyrir farþega til landsins og þá verði skilyrði hert enn frekar fyrir þá sem vilja fara yfir landamærin, milli Finnlands annars vegar og Noregs eða Svíþjóðar hins vegar. Greint var frá hertum aðgerðum á blaðamannafundi í gær þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna fjögurra voru viðstaddir. Þing landsins á enn eftir að leggja blessun sína yfir aðgerðirnar, en fastlega er gert ráð fyrir að það verði gert þar sem flokkarnir eru með meirihluta. Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur.EPA Aðgerðirnar virka Annað hljóð var í strokknum í Danmörku í gær þar sem forsætisráðherrann Mette Frederiksen ávarpaði þjóð sína. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til virka. Fyrsta merki þess er að frá þeim degi sem við lokuðum hafa smit á venjulegri inflúensu stöðvast.“ Frederiksen sagði að ef tölurnar haldast stöðugar geti ríkisstjórnin byrjað á því að opna samfélagið á ný eftir páska. Verði það gert „í skrefum, varlega og með yfirvegun“. Fari landsmenn ekki að þeim reglum sem settar hafa verið gæti þó þurft að herða reglurnar á ný. Alls hafa 2.577 kórónuveirusmit greinst í Danmörku og eru 77 dauðsföll rakin til hennar. Í Finnlandi eru skráð smit 1.355 og dauðsföllin þrettán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Finnland Tengdar fréttir Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48
Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30